Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 27
Mary Poppins er eitt af stærstu verkefnum Maríu, sem þó hefur komið víða við sem búningahönn-
uður. „Ég byrjaði að hanna búningana í
ágúst og saumavinnan hófst í nóvember.
Þetta er því gríðarmikið verk á stuttum
tíma,“ segir María um þá tæplega 150
búninga af um 200 sem saumaðir voru frá
grunni.
Mary Poppins er flestum kunn úr kvik-
myndinni sem er frá árinu 1964. „Þú sérð
Mary ekki fyrir þér öðruvísi en með svarta
hattinn með blómunum, slaufuna um háls-
inn og með svuntuna. Sumum
hlutum er óþarfi að breyta og
óþarfi að finna upp hjólið.“
Í öðrum hlutum sýningar-
innar eru farnar nýjar leiðir
og ekki sótt í þekktar fyrir-
myndir. „Í senunni sem flestir
þekkja sem teiknimynda senuna
úr kvikmyndinni sköpum við
nýjan heim og ferðumst niður í
hafdjúpin.“ Þar má fólk eiga von
á hafmeyjum, sokknum marmara-
styttum og hvers kyns furðufiskum.
„Ótrúlega mikið af duglegu fagfólki hefur
komið að verkefninu og saumakonurnar í
Borgar leikhúsinu eru búnar að vera á haus
síðustu þrjá mánuði.“
Í tvígang þurfti María að bregða sér til
London í leit að efni í búningana. „Þetta
eru litríkir og fjölskrúðugir búningar. Þótt
margt sé fáanlegt á Íslandi er það samt svo
lítið að stundum þarf að fara út fyrir land-
steinana til að finna ákveðin efni.“
Að frumsýningu lokinni ætlar María
að njóta þess að slaka á og taka sér
frí. „Þetta er eins og að fara á vertíð.
Yngstu börnin mín sem eru fjögurra
ára eru farin að sætta sig við að ég
vinni fram á nætur og segja bara
að mamma sé í útlöndum. Sem
er pínu sárt að heyra. Ég
gæti þetta ekki án manns-
ins míns og mömmu
minnar sem hafa séð um
börnin. Eftir frumsýninguna
á morgun ætla ég því að fara að
baka pönnukökur á daginn og njóta
þess að vera með þeim.“ ■ vidir@365.is
ÓSKARINN NÁLGAST
Helsta tískusýning ársins fer fram á sunnudagskvöldið þegar
Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles. Margir bíða
spenntir eftir að sjá hverju frægustu leikkonurnar skarta á
rauða dreglinum. Tískan sem birtist á Óskarnum reynist oftar
en ekki sú sem hefur mest áhrif á þær konur sem vilja fylgja
tískunni.
ER AÐ LJÚKA VERTÍÐ
HEIM AÐ SLAKA Á Á bak við búningana tvö hundruð í leiksýningunni Mary
Poppins stendur búningahönnuðurinn María Theódóra Ólafsdóttir.
LITRÍKT OG FJÖL-
BREYTT
Búningarnir eru ótrúlega
fjölbreyttir og litríkir í
anda sögusviðs Mary
Poppins.
SAUMAÐ AF
KRAFTI
Tæplega 150 af
um 200 búningum
í Mary Poppins
voru saumaðir frá
grunni.
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
Mikið af flottum tilboðum
TÆKIFÆRISGJAFIR
Margar gerðir
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
Laugardaga frá kl. 10-14
teg GEM - fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 9.770,-
NÝKOMINN, GLÆSILEGUR
Vertu vinur okkar á Facebook
Opnum í dag með fulla
verslun af nýrri vorvöru!