Fréttablaðið - 21.02.2013, Page 29

Fréttablaðið - 21.02.2013, Page 29
 | FÓLK | 3TÍSKA Guðrún Eysteinsdóttir og Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir textílhönn- uðir hafa unnið skartgripi úr silfri út frá innra eyra þorsks með aðstoð gullsmiðsins Jóns Tryggva Þórs- sonar. Skartið verður sýnt á komandi Hönnunar Mars. „Skartgripirnir eru unnir út frá þorskkvörnum, en þorskurinn er einn af okkar verðmætustu nytjafiskum,“ segja Guðlaug og Guðrún. „Kvarnir eru hluti af heyrnar- og jafnvægis- skynfærum fiska, sem eru við innra eyra beinfiska. Kvarnirnar líta út eins og litlar skjannahvítar steinagnir og þær minna helst á laufblað eða fjöður. Sagt er að par af kvörnum boði eig- anda þeirra gæfu.“ Guðrún og Guðlaug gera einnig þorskinn að viðfangi í textílverkum sínum á sýningunni Fiskur, sem verður á veitingastaðnum Fish við Skólavörðustíg 23 á HönnunarMars dagana 14.-17. mars. ÞORSKKVARNIR Skart sem unnið er út frá innra eyra þorsks verður til sýnis á komandi Hönnunar Mars. MYND/ÚR EINKASAFNI ÞORSKKVARNIR SAGÐAR BOÐA GÆFU ■ NÝ HÖNNUN Þrjátíu ár eru liðin frá því Diet Coke kom fyrst á markaðinn. Af því tilefni fékk tískuhönnuður- inn Marc Jacobs það hlutverk að hanna nýjar umbúðir fyrir drykkinn. Auk þess lét hann sig hafa að leika í auglýsingu þar sem nýju umbúðirnar eru kynntar. Marc Jacobs, sem er einn frægasti hönnuður Banda- ríkjanna, var ánægður með verkið en hann segir að hann hafi horft til síðustu áratuga við vinnuna. Þrjár tegundir voru gerðar, ein sem er tákn- ræn fyrir níunda áratuginn, önnur fyrir þann tíunda og sú þriðja tileinkuð fyrsta áratug nýrrar aldar. Jacobs leitaði til tísku hvers áratugar fyrir sig í hönnuninni. Nýju dós- irnar verða teknar í notkun 25. febrúar næstkomandi og verður dreift fyrst í NV-Evrópu. Diet Coke er í fyrsta sæti yfir vinsælustu sykurskertu gos- drykkina í heiminum og er hann seldur í 167 löndum. Drykkur- inn er sérstaklega vinsæll í Evrópu. 30 ÁRA AFMÆLI DIET COKE ■ SKART VERÐUR MUNSTUR Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður sýnir á HönnunarMars borðbúnað sem hún vann í samvinnu við finnska hönnunarteymið Elino. Munstrin á borðbúnaðinum eru unnin upp úr tvennum skartgripa línum Guðbjargar, Dögg og Heklu. Borðbúnaður- inn verður hluti samsýningar nokkurra hönnuða og lista- manna á HönnunarMars í Vaktara bænum að Garða- stræti 23. Auk Guðbjargar sýna Gulleik Lövskar, Ásdís Birgisdóttir og Ingibjörg Helga Ágústsdóttir verk sín. SKART YFIR- FÆRT Á DISK BOURJOIS síðan 1863 BB kremfarði 1. Með 16 tíma endingu á húð 2. Mýkir 3. Hnitmiðuð hyljun 4. Dregur úr þreytu í húð 5. Fullkomin möttun 6. Langvarandi raki 7. Parabenfrír 8. Spf 20 Sérfræðingur frá Bourjois veitir ráðgjöf í Debenhams og kynnir nýjungar dagana 21. – 27. febrúar – 20% afsláttur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.