Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2013, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 21.02.2013, Qupperneq 29
 | FÓLK | 3TÍSKA Guðrún Eysteinsdóttir og Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir textílhönn- uðir hafa unnið skartgripi úr silfri út frá innra eyra þorsks með aðstoð gullsmiðsins Jóns Tryggva Þórs- sonar. Skartið verður sýnt á komandi Hönnunar Mars. „Skartgripirnir eru unnir út frá þorskkvörnum, en þorskurinn er einn af okkar verðmætustu nytjafiskum,“ segja Guðlaug og Guðrún. „Kvarnir eru hluti af heyrnar- og jafnvægis- skynfærum fiska, sem eru við innra eyra beinfiska. Kvarnirnar líta út eins og litlar skjannahvítar steinagnir og þær minna helst á laufblað eða fjöður. Sagt er að par af kvörnum boði eig- anda þeirra gæfu.“ Guðrún og Guðlaug gera einnig þorskinn að viðfangi í textílverkum sínum á sýningunni Fiskur, sem verður á veitingastaðnum Fish við Skólavörðustíg 23 á HönnunarMars dagana 14.-17. mars. ÞORSKKVARNIR Skart sem unnið er út frá innra eyra þorsks verður til sýnis á komandi Hönnunar Mars. MYND/ÚR EINKASAFNI ÞORSKKVARNIR SAGÐAR BOÐA GÆFU ■ NÝ HÖNNUN Þrjátíu ár eru liðin frá því Diet Coke kom fyrst á markaðinn. Af því tilefni fékk tískuhönnuður- inn Marc Jacobs það hlutverk að hanna nýjar umbúðir fyrir drykkinn. Auk þess lét hann sig hafa að leika í auglýsingu þar sem nýju umbúðirnar eru kynntar. Marc Jacobs, sem er einn frægasti hönnuður Banda- ríkjanna, var ánægður með verkið en hann segir að hann hafi horft til síðustu áratuga við vinnuna. Þrjár tegundir voru gerðar, ein sem er tákn- ræn fyrir níunda áratuginn, önnur fyrir þann tíunda og sú þriðja tileinkuð fyrsta áratug nýrrar aldar. Jacobs leitaði til tísku hvers áratugar fyrir sig í hönnuninni. Nýju dós- irnar verða teknar í notkun 25. febrúar næstkomandi og verður dreift fyrst í NV-Evrópu. Diet Coke er í fyrsta sæti yfir vinsælustu sykurskertu gos- drykkina í heiminum og er hann seldur í 167 löndum. Drykkur- inn er sérstaklega vinsæll í Evrópu. 30 ÁRA AFMÆLI DIET COKE ■ SKART VERÐUR MUNSTUR Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður sýnir á HönnunarMars borðbúnað sem hún vann í samvinnu við finnska hönnunarteymið Elino. Munstrin á borðbúnaðinum eru unnin upp úr tvennum skartgripa línum Guðbjargar, Dögg og Heklu. Borðbúnaður- inn verður hluti samsýningar nokkurra hönnuða og lista- manna á HönnunarMars í Vaktara bænum að Garða- stræti 23. Auk Guðbjargar sýna Gulleik Lövskar, Ásdís Birgisdóttir og Ingibjörg Helga Ágústsdóttir verk sín. SKART YFIR- FÆRT Á DISK BOURJOIS síðan 1863 BB kremfarði 1. Með 16 tíma endingu á húð 2. Mýkir 3. Hnitmiðuð hyljun 4. Dregur úr þreytu í húð 5. Fullkomin möttun 6. Langvarandi raki 7. Parabenfrír 8. Spf 20 Sérfræðingur frá Bourjois veitir ráðgjöf í Debenhams og kynnir nýjungar dagana 21. – 27. febrúar – 20% afsláttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.