Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 30
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4 OFNÆMI Dr. Bolli Bjarnason kannast vel við að ýmsar hárvörur valdi ofnæmi, kláða og annarri ertingu í hársverði. Það sé töluvert algengt hér á landi. HÁRLENGING Það er dýrt að fara í hár- lengingu og þess vegna betra að vita hvað það gæti haft í för með sér. FALLEG HÁR Britney Spears þarf að líta vel út og breytir um hárstíl reglulega. SKELFILEGT Britney Spears lenti í alvarlegum hárvandamálum eftir hárlengingu og þá var þessi mynd tekin af henni. Hárlengingar eru algengar í Banda-ríkjunum, ekki síst á meðal fræga fólksins í Hollywood. Bandarísk kona leitaði til læknis í New York vegna mikilla og stöðugra höfuðverkja. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir tókst lækninum ekki að finna orsökina og sendi konuna til taugasérfræðings. Rann- sókn hans leiddi í ljós að hár lenging sem konan hafði farið í væri orsakavaldurinn. Dr. Orly Avitzur, læknir í New York, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC að fleiri kvillar en sár höfuðverkur gætu fylgt hárlengingum og nefndi hann blæðandi sár í hárbotni, hárlos, jafnvel blettaskalla. Þá geta komið upp ofnæmis- viðbrögð eins og mikill kláði og exem. Vitað er að söngkonan Britney Spears og fyrirsætan Naomi Campbell hafa báðar þjáðst af vandamálum eftir hár- lengingu. Bandarískur læknir segir að oft sé útlitsdýrkunin dýru verði keypt því hún geti haft alvarlegar afleið- ingar. Nokkrar konur hafa sagt sögu sína í morgunþættinum Good Morning America þar sem mikið hefur verið fjallað um málið. Bolli Bjarnason, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum, starfar hjá Útlits- lækningu í Álftamýri. Hann var spurður hvort þetta vandamál væri þekkt hér á landi. „Ég þekki vel vandamál sem koma upp vegna togs á hárinu og það er þekkt skýring á skalla sem kallast „tractions alopecia“,“ svarar hann. „Ég hef séð svona vandamál hjá ungum stúlkum sem teygja hárið í fasta lokka, sérstaklega þegar þessir föstu lokkar eru gerðir í hárinu í lengri tíma. Svona hár lengingar geta orsakað ertingu í hárrótum og einnig höfuðverk.“ Bolli segir að fastar fléttur eða annað tog í hárið geti valdið ýmsum vanda- málum, hárið geti losnað ef það verður truflun í hárrótunum. „Það er helst að maður sjái þetta vandamál hjá ungum stúlkum,“ segir hann og bætir við að ýmis hárefni geti sömuleiðis valdið ofnæmi og ertingu í hársverði. „Slíkt er algengt. Ég ofnæmisprófa þessi tilfelli til að finna skýringu á vandanum. Oft er hægt að finna orsökina og þá er hægt að ráðleggja fólki hvaða vörur það geti notað og hvað það eigi að forðast. Það þarf stundum að kenna fólki að lesa innihaldslýsingar á hárvörum til að var- ast óæskileg efni. Þetta á einnig við um ýmsar snyrti- og förðunarvörur.“ Bolli er sérhæfður í snertiofnæmi og starfar mikið við lýtahúðlækningar (e. cosmetic dermatology). Doktorsritgerð hans fjallaði um leisertækni og ofnæmi. ■ elin@365.is HÁRLENGING GETUR ORSAKAÐ HÁRLOS ALVARLEGT Töluverð umræða hefur skapast í Bandaríkjunum um vandamál tengd hárlengingu. Dr. Bolli Bjarnason, sérfræðingur í húðsjúkdómum, tekur undir að þær geti verið varasamar. Á NETINU Á heimasíðunni www.utlitslaekning. is er ýmis fróðleikur um þessi mál. Bæjarlind 6, s. 554-7030 www.rita.is Opnum aftur kl. 13.00 í dag eftir breytingar á RÍTU í BÆJARLIND. Af því tilefni gefum við 20% AFSLÁTT af öllum vörum í versluninni fimmtudag, föstudag og laugardag. Hlökkum til að sjá ykkur. Við erum á Facebook STÆRRI OG GLÆSILEGRI RÍTA Skipholti 29b • S. 551 0770 Parísartíz fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Full búð af nýjum vörum og 50% afsláttur af völdum vörum. Belladonna á Facebook Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is 2 fyrir 1 af öllum útsöluvörum Þú velur tvær flíkur af útsölunni og greiðir bara fyrir dýrari flíkina

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.