Fréttablaðið - 21.02.2013, Side 33

Fréttablaðið - 21.02.2013, Side 33
KYNNING − AUGLÝSING Krakkar21. FEBRÚAR 2013 FIMMTUDAGUR 3 Því fyrr sem börn komast í tæri við ilmefni, þeim mun hætt-ara er þeim við ofnæmi seinna á lífsleiðinni. Fjögur ofnæmistilfelli af hverjum tíu þróast í barnæsku en með því að velja þvottaduft, húð- krem, sápur og annað sem inniheld- ur ekki ilmefni er hægt að draga veru- lega úr hættunni á að börn þrói með sér ofnæmi,“ segir Guðrún Húnfjörð, vörumerkjastjóri hjá Nathan & Olsen. Fyrir tækið flytur inn umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar vörur frá Neutral sem eru Íslendingum að góðu kunnar. „Við foreldrar viljum auðvitað gera allt til að hugsa vel um börnin okkar og barnalínan frá Neutral fellur vel að því markmiði,“ segir Guðrún. Hún bendir á að barnalínan sé algerlega án ilmefna, litarefna, parabena og ann- arra óþarfa aukaefna. „Í línunni finn- ur þú bæði sjampó og baðsápu sem eru þróuð sérstaklega fyrir ungabörn, ásamt barnaolíu sem er hrein jurta- olía og hentar hvort sem er í baðið, í ungbarnanuddið eða í þurran hárs- vörð ungbarna,“ lýsir Guðrún. Í lín- unni er húðkrem sem má nota hvar sem er á líkama barnsins en Neutral býður einnig upp á sérstakt bossa- krem sem inniheldur sink. „Svo eru það blautþurrkurnar sem henta vel í bleiuskiptin sem og til að þurrka litla putta og lítil andlit þegar vatn og þvottapoki eru ekki við höndina.“ Guðrún segir ekki síður nauðsyn- legt að hugsa út í hvaða þvottaefni er notað til að þvo föt barna. „Fötin liggja á húð barnsins allan daginn og því er mikilvægt að þvottaefnið og mýking- arefnið séu vel valin. Neutral þvotta- og mýkingarefni eru mild og örugg fyrir viðkvæma húð barna,“ bendir Guðrún á. Til að lengja líftíma barna- fatanna, sem gjarnan þarf að þvo oft og mikið, er hægt að velja mismun- andi gerðir af þvottaefni. Í Neutral- merkinu er hægt að fá þvottaefni sér- staklega fyrir hvítan, svartan eða mis- litan þvott. Neutral-vörurnar eru þróaðar í samstarfi við dönsku Astma- og ofnæmis samtökin og Astma- og ofnæmis félag Íslands mælir með Neutral-vörunum. Allar barnavörur Neutral eru Svansmerktar sem er trygging fyrir því að gæði þeirra og virkni er jafn góð eða betri en í sambærilegum vörum. „Þú þarft því ekki að þekkja öll innihaldsefnin og hafa áhyggjur af því að barnið þitt komist í snertingu við skaðleg efni, það er búið að kanna það fyrir þig,“ segir Guðrún. Ilmefnalaust og ofnæmisprófað fyrir börnin Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið án þess að auka hættu á ofnæmi. Barnalína Neutral er án ilmefna, litarefna, parabena og annarra óþarfa aukaefna. Guðrún Húnfjörð MYND/GVA Mikið stendur til hjá músík-ölsku músinni Maxímús Músíkús. Á laugar daginn næsta verður nýjasta sagan um Maxa, Maxímús Músíkús bjargar ballettinum, flutt í einu frægasta tónleikahúsi heims, Fílharmóní- unni í Berlín. Það er Fílharmóníu- hljómsveit Berlínar, Berliner Phil- harmoniker, sem bókaði mús- ina til þess að koma og skemmta Berlínar búum og fékk einn af kammerhópunum sem starfa innan hljómsveitarinnar, En- semble Berlin, til þess að leika tón- listina í nýrri kammerútsetningu sem gerð var sérstaklega af þessu tilefni. Miðar á tónleikana seldust upp á tveimur tímum. Gæðastimpill „Þetta er einn besti gæða stimpill sem við getum fengið og mikill heiður að Fílharmóníusveit Berl- ínar skuli taka Maxa inn í sitt pró- gramm,“ segir Hallfríður Ólafs- dóttir, flautuleikari og höfundur bókanna um Maxímús. Hún segir aðdragandann að tónleikunum nokkuð langan. „ÚTÓN, útflutn- ingsskrifstofa íslenskrar tónlistar, hafði milligöngu um að nokkr- um aðilum var boðið til lands- ins vorið 2009 til að skoða verk- efnið. Við ákváðum að fara beint í toppana og biðja um fræðslu- stjóra Berlínarfílharmóníunnar,“ lýsir Hallfríður. Honum leist vel á verkefnið sem komst á lista hjá hljómsveitinni. Á ferð um Bandaríkin Maxímús fer víðar en til Berlínar. Eftir rúma viku heldur hann til Bandaríkjanna til þess að koma fram á Nordic Cool-hátíðinni í Kennedy-miðstöðinni í Washing- ton ásamt Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hljómsveitin flytur fyrstu bókina um Maxa, Maxímús Mús- íkús heimsækir hljómsveitina, á skólatónleikum í stóra tónleika- salnum í Kennedy-miðstöðinni, mánudaginn 4. mars, auk þess að leika íslensk og norræn verk á kvöldtónleikum sama dag. Sagan af Maxa, Maximus Musi- cus Visits the Orchestra, kom nýverið út á ensku hjá útgáfu- fyrirtækinu Music Word Media sem staðsett er í New York, bæði í prentaðri útgáfu og á rafbók. Ferðalagi Maxa lýkur með upp- lestri á ævintýrum hans í aðal- barnabókabúðinni í New York, Bankstreet Bookstore, laugardag- inn 9. mars. Maxi verður á staðn- um og hittir börn og áritar bækur. Ný bók væntanleg Bækurnar um Maxímús eru þrjár en von er á þeirri fjórðu innan tíðar. „Sú mun heita Maxímús Músíkús kætist í kór,“ upplýs- ir Hallfríður og bætir við að nú þegar séu krakkar í kórum byrj- aðir að æfa flutninginn. „Geisla- diskur sem fylgir bókinni verður tekinn upp í haust og síðan verður sagan flutt með sinfóníunni í apríl 2014.“ Hallfríður er innt eftir því hvað skýri vinsældir músarinn- ar. „Ætli krökkum finnist hann ekki skemmtilegur því hann er eins og þau. Hann er með opinn huga, til í allt, finnst allt sniðugt og skemmtilegt og hefur enga for- dóma,“ svarar hún. Þetta er ekki lúður, amma Hallfríður segir fólk duglegt að segja sér sögur af krökkum sem hlusta og lesa Maxa. „Mér finnst skemmtileg saga af tveggja ára stelpu sem var að horfa á sjón- varpið með ömmu sinni og afa. Amman segir: „Nei, sjáðu fína lúður inn.“ Barnið svarar hneyksl- unarrómi: „Amma, þetta er ekki lúður, þetta er franskt horn“.“ Þýddur á kínversku Allar bækurnar um Maxa hafa komið út á þýsku. Hann hefur einnig verið þýddur á ensku og næst stendur til að kínversk börn fái að njóta músarinnar, að sögn Hallfríðar. „Fyrsta bókin um Maxa verður gefin út í Kína á þessu ári,“ segir hún og býst við að Maxi hljóti enn meiri frægð og frama á komandi árum. „Ég vona að Maxi komist um allan heim til að hjálpa krökk- um að heyra skemmtilega tónlist.“ Maxímús ferðast um heiminn Tónlistarmúsin Maxímús Músíkús hefur heillað íslensk börn upp úr skónum og nú munu börn víða um heiminn fá að njóta hans líka. Maxi verður á faraldsfæti á næstunni, heldur til Bandaríkjanna með Sinfóníuhljómsveit Íslands og fær auk þess að troða upp með Fílharmóníusveit Berlínar. Þá munu krakkar í Kína brátt fá að njóta hins síkáta Maxa. Nýjasta sagan um Maxa, Maxímús Músíkús bjargar ballettinum, verður flutt í einu frægasta tónleikahúsi heims, Fílharmóníunni í Berlín, á laugardaginn. MYND/HARI Á heimasíðunni Neutral.is er að finna ítarlegar upplýsingar um vörurnar ásamt góðum ráðum um hvernig hægt sé að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.