Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 20134 BÓLUSETNING MIKILVÆG Börn á Íslandi eru bólusett við ellefu sjúkdómum. Tilgangur bólusetninganna er að koma í veg fyrir barnasjúkdóma sem á árum áður voru landlægir. Margir þessara sjúkdóma eru mjög alvarlegir og var ungbarnadauði af þeirra völdum algengur á 19. öldinni og framan af 20. öldinni. Til þess að árangur náist þurfa bólusetningar að ná til sem flestra barna. Í Austur-Evrópu og víðar hefur skort á bólusetningar og þar hafa þessir sjúkdómar látið á sér kræla á ný. Ýmsar kenningar hafa verið á kreiki um hættur sem fylgja bólu- setningum og hefur verið reynt að tengja þær við alls kyns kvilla. Í ljósi þessara kenninga hefur borið á því að foreldrar hafi sleppt því að láta bólusetja börn sín. Fáar þessara kenninga styðjast þó við vísindaleg rök. Hins vegar er vitað að ef of margir hætta að láta bólusetja börn sín gætu þessir sjúkdómar farið að taka sig upp á ný þá er vandi á höndum. SMÁFORRIT FYRIR KRÍLIN Ógrynni smáforrita (appa) eru til fyrir yngstu börnin, hvort sem þau eru sótt til notkunar í snjallsímum eða spjaldtölvum. Mörg þeirra eru hönnuð með það í huga að þroska getu barna til að teikna, muna og púsla en önnur kynna undraveröld dýra og náttúrunnar fyrir börnum. Flestir kannast við samstæðuleiki sem spilaðir eru með spilum. Þar finna þátttakendur tvö eins spil úr hópi spila sem búið er að snúa á hvolf. Nú geta börnin spilað leikinn Memory for kids þar sem leitað er að ýmsum samstæðum í formi fána, ávaxta og spila. Keppt er um besta tímann og ekki ólíklegt að börnin vinni foreldrana í fyrstu umferð. Smáforritið er ætlað Android-símum og fæst ókeypis. Kids zoo er einnig ætlað Android-símum. Forritið kennir börnum ýmislegt gagnlegt og skemmtilegt úr dýraríkinu. Hér er til dæmis hægt að skoða myndir af dýrum og heyra ólík hljóð sem þau gefa frá sér. Þar sem smáforritið er erlent inniheldur það ansi mörg dýr sem ekki sjást hérlendis og því mikill ævintýraheimur fyrir litlu börnin. Púsluspil eru holl fyrir fólk á öllum aldri. Yngstu fjöl- skyldumeðlimirnir geta glímt við 20 ólík púsluspil í Kids Preschool Puzzle Lite sem hefur notið mikilla vinsælda. Sýndar eru útlínur ýmissa mynda, til dæmis af bílum, bókstöfum eða dýrum. Börnin nota síðan fingurinn til að stýra púslinu á réttan stað. Smá forritið er ætlað Android-símum og hægt er að sækja það ókeypis með 20 púsluspilum. Einnig er í boði að kaupa uppfærslu með fleiri púsluspilum. 6H.IS FYRIR FORELDRA Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins heldur úti vefsíðunni 6h.is fyrir foreldra barna og unglinga. H-in sex standa fyrir hamingju, hollustu, hreinlæti, hugrekki, hreyfingu og hvíld. Síðan er viskubrunnur um hvaðeina sem viðkemur heilsu barna og unglinga. Auk H-flokk- anna sex má finna fjölbreyttan fróðleik um vöxt og þroska, ung- og smábarnavernd, kynheilbrigði, slysavarnir, sjúkdóma og frávik, bólusetningar og heilsuvernd skólabarna. Hafi foreldrar áhyggjur geta þeir sent fyrirspurn inni á 6h.is sem svarað er af hjúkrunarfræðingi eða öðrum fagaðila að jafnaði næsta virkan dag. Gætt er fyllsta trúnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.