Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 46

Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 46
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Vínarklassík á norðurhjara er yfir- skrift tónleika Tígulkvartettsins sem fara fram í Akureyrarkirkju í kvöld. „Við mynduðum kvartett- inn síðasta haust og höfum æft þrotlaust síðan. Við munum leika strengjakvartetta eftir Mozart og Beethoven og Lundúnatríó eftir Haydn. Þetta er skemmtileg músík og hægt að lofa fjörugum tónleik- um,“ segir Ásdís Arnardóttir selló- leikari og bætir við að gestum verði boðið upp á ávexti og græn- meti í hléi. Petrea Óskarsdóttir þverflautu- leikari kemur fram sem gestaleik- ari á tónleikunum, en hljóðfæra- leikararnir eru allir búsettir fyrir norðan. Kvartettinn ásamt Petreu mun síðan leggja land undir fót í mars og apríl og efna til tónleikahalds á Ólafsfirði, Raufarhöfn og á Langanesi. Menningarráð Eyþings styrkti tónleikahaldið. Leika Vínarklassík Tígulkvartettinn efnir til tónleikahalds norðan heiða. KVARTETT OG GESTALEIKARI Tomasz Kolosowski fiðla, Ásdís Arnardóttir selló, Petrea Óskarsdóttir þverflauta, Zsuzsan- na Bitay fiðla og Pawel Kolosowski víóla. Ú ST ALA F yr ir bö rnin 30 -6 0% afs lát tur E rl en da r bæ kur 50 -8 0% afs lát tur B ók ab orð 9 99 kr. bó kin 10.999,- 15% afsláttur 599,- 399,- F er ða tös kur 30 -5 0% afs lát tur 699,- 799,- 799,- 49,- HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Listasmiðja 14.00 Boðið verður upp á listasmiðju í Ásmundarsafni fyrir krakka, 6 ára og eldri. Emma Lindahl og Helena Hans- dóttir Aspelund leiða smiðjuna og allir eru velkomnir. Áhugasamir eru hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti. Fundir 12.00 Stofnfundur Markaðsstofu Kópa- vogs fer fram í bæjarstjórnarsalnum, Fannborg 2. Markaðsstofa er nýr sam- starfsvettvangr bæjarins og atvinnu- lífsins um ferða- og markaðsmál. Full- trúar fyrirtækja og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta eru hvattir til að mæta. Upplestur 18.00 Guðlaugur Þór Þórðarson les ell- efta Passíusálminn í Grafarvogskirkju í tilefni föstunnar. Uppákomur 17.30 Alþjóðum móðurmálsdegi verður fagnað í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Ýmislegt verður á dag- skrá, léttar veitingar í boði og ókeypis aðgangur. 20.00 Fjáröflunarbingó HÍ verður haldið á Faktorý. Veglegir vinningar í boði. Dj. Pabbi spilar svo í aðalrými frá klukkan 22. Leikrit 14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir leikverkið Ráðabrugg eftir Sellu Páls og Bland í poka eftir þau sjálf í Iðnó. Tónlist 20.30 Hljómsveitin My Sweet Baklava heldur tónleika á Gamla Kaupfélaginu, Akrenesi. Um er að ræða útgáfu- tónleika í tilefni af útkomu plötunnar Drops of Sound. Miðaverð er kr. 1.500 en ekki er tekið við greiðslukortum. 21.00 Blúshljómsveitin Vor heldur blús- tónleika á Café Rosenberg. Sérstakir gestir eru The Dirty Deal Bluesband. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Þórir Georg spilar nýjustu lögin af plötu sinni á Dillon bar. Róbert Örn úr hljómsveitinni ÉG sér um upphitun. Aðgangur er ókepis. 22.00 Sváfnir Sigurðarson og Þórarinn Freysson skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La- Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 500. Fyrirlestrar 12.15 Guðrún Ásmundsdóttir leikkona segir gestum frá sínu uppáhalds verki á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum. 17.00 Guðbjörg R. Guðmundsdóttir samskiptafulltrúi á dvalar- og hjúkrunar heimilinu Grund heldur fyrir- lestur í Bókasafni Seltjarnarness um Eden hugmyndafræðina. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. 17.15 Sr. Sigfinnur Þorleifsson talar á þriðja erindi um Tímann í Bókasafni Kópavogs. Boðið verður upp á fyrir- spurnir og umræður og aðgangur er ókeypis. 17.30 Anna Elín Svavarsdóttir fjallar um lífssöguna á Alzheimer Kaffi í Félagsmiðstöðinni, Hæðargarði 31 (gamla Víkingsheimilinu). 20.00 Vöruhönnuðurinn Sindri Páll Sigurðsson, starfsmaður í þróunardeild Össurar, heldur fyrirlestur í Hafnarhús- inu. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestra- röðinni Þróun í návígi og mun Sindri Páll reka þróunarferli nokkurra vara. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.