Fréttablaðið - 21.02.2013, Side 48
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
Fyrsta sólóplata Johnnys Marr,
fyrrum gítarleikara The Smiths,
kemur út eftir helgi. Hún kall-
ast The Messenger og kemur út
í Bretlandi á vegum Warner en í
Bandaríkjunum hjá Sire Records.
Marr, sem verður fimmtugur
í október, er einn kunnasti gítar-
leikari heims eftir veru sína í
The Smiths, en sú hljómsveit
hefur lengi verið í uppáhaldi hjá
tónlistaráhugamönnum. Hann
var kjörinn fjórði besti gítar-
leikari síðustu þrjátíu ára í könn-
un BBC árið 2010 og í næstu viku
fær hann afhent Godlike Genius-
heiðursverðlaunin hjá blaðinu
NME fyrir framlag sitt til tón-
listarinnar.
Mörgum kemur eflaust á óvart
að Marr hafi ekki gefið út sóló-
plötu fyrr, því 26 ár eru síðan
The Smiths lagði upp laupana.
Á þessum tíma hefur forsprakki
sveitarinnar, Morrissey, sent frá
sér níu hljóðversplötur og þar af
hafa þrjár komist á topp breska
vinsældarlistans.
Í stað þess að vera einn á báti
hefur Marr spilað með hinum
ýmsu hljómsveitum, annaðhvort
sem opinber meðlimur eða á tón-
leikaferðum. Eftir endalok The
Smiths spilaði hann inn á tvær
vinsælustu plötur The The, Mind
Bomb og Dusk. Eftir það stofn-
aði hann hljómsveitina Electronic
ásamt Bernard Sumner úr New
Order og náði fyrsta plata þeirra
öðru sæti á breska listanum.
Næst stofnaði Marr hljómsveit-
ina Johnny Marr & The Healers
sem gaf út plötuna Boomslang,
sem fékk misjöfn viðbrögð.
Í framhaldinu gekk hann til
liðs við bandarísku indísveit-
ina Modest Mouse árið 2006 og
spilaði inn á tvær plötur henn-
ar. Fór sú fyrri, We Were Dead
Before the Ship Even Sank. á
topp bandaríska listans en þang-
að hafði Marr aldrei komist áður.
Því næst gerðist Marr meðlimur
í bresku indírokksveitinni The
Cribs og tók upp eina plötu með
henni en hætti 2011 til að einbeita
sér að fyrstu sólóplötunni, sem
hann tók alfarið upp sjálfur.
Gagnrýnendur virðast ekk-
ert yfir sig hrifnir af The
Messenger. BBC segir plötuna
vanta þann brodd sem Marr
hefur fært hljómsveitum sínum
í gegnum tíðina. Vefsíðan Pitch-
fork gefur henni 6,3 af 10 og
segir hana fanga athyglina í
Gítargoðsögn stígur
fram í sviðsljósið
Johnny Marr, fyrrum gítarleikari The Smiths, gefur út sína fyrstu sólóplötu.
JOHNNY MARR Fyrsta sólóplata Johnnys Marr, The Messenger, kemur út eftir helgi.
NORDICPHOTOS/GETTY
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist í nýlegu viðtali við BBC
ætla að halda áfram að hlusta á The Smiths þrátt fyrir óskir Johnnys Marr
um að hann snarhætti því. Á Twitter árið 2010 hafði Marr þetta að segja
um aðdáun Cameron á The Smiths: „David Cameron, hættu að segja að
þú fílir The Smiths. Þú gerir það ekki. Ég banna þér að fíla hljómsveitina.“
Söngvarinn Morrissey lýsti yfir ánægju sinni með ummæli Marrs og
stutt er síðan Thom Yorke úr Radiohead sagðist ætla að höfða mál gegn
Cameron ef hann notaði eitthvað af lögunum hans í kosningaherferð.
Ósáttur við aðdáun Davids Cameron
byrjun en vera ólíklega til að
vekja áhuga til lengra tíma litið.
Drowned in Sound gefur henni
4 af 10 og segir að Marr virð-
ist eiga erfitt með að búa til góð
lög eftir að hafa verið svo lengi í
bakgrunninum. Þá segir vefsíðan
Musicomh plötuna misgóða og of
langa en gefur henni samt þrjár
stjörnur.
Marr ætlar að fylgja The
Messenger eftir með tónleikaferð
um Bretland sem hefst í mars, og
í apríl ferðast hann til Bandaríkj-
anna.
freyr@frettabladid.is
Sónar-hátíðin fór fram í Hörpu um síðustu helgi og þótti takast sérstaklega
vel. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi margfræga tónlistarhátíð er haldin hér
á landi og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlistarhátíð sem að stærstum hluta
er helguð raf- og danstónlist fer alfarið fram í Hörpu. Stærstu nöfnin voru
í Silfurbergi og Norðurljósum en einnig var brugðið á það ráð að koma
fyrir tveimur nýjum sviðum í húsinu. Vestanmegin á fyrstu hæðinni (gegnt
höfninni) var svið þar sem íslenskir listamenn léku aðallega og í bílakjallara
hafði verið afmarkað svæði og breytt í klúbb. Hvortveggja kom mjög vel út
og opnar nýja möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni.
Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli
tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatón-
list í boði. Framkvæmdin tókst líka mjög vel. Hljómburður var framúrskar-
andi og mikið lagt í sjónræna hlutann. Dagskráratriðin sem ég sá hófust öll
á réttum tíma, nema Squarepusher sem fór af stað nokkrum mínútum fyrir
auglýstan tíma …
Hátíðin lífgaði líka upp á bæjarbraginn. Erlendir gestir voru áberandi, bæði
í Hörpu og á götum miðborgarinnar. Það er ekkert sérstakt í gangi í tón-
listarlífinu í Reykjavík í febrúar og þess vegna er hátíð eins og þessi afar
kærkomin. Sónar 2013 var vel sótt en spurningin er auðvitað hvort fjár-
hagsáætlanir hafi haldið og hvort útkoman hafi verið það góð að við fáum
aðra hátíð að ári. Þess væri óskandi.
Ég er sannfærður um að ef Sónar-hátíðin nær að festa sig í sessi verður
hún bæði ómissandi atburður í vetrarprógrammi ferðaþjónustunnar og
mikil lyftistöng fyrir íslenska tónlist– sérstaklega raf- og danstónlist. Áfram
Sónar!
Frábær Sónar-hátíð
TÓNNINN
GEFINN
Trausti Júlíusson
Foals– Holy Fire
Oyama– I Wanna
Árstíðir– Tvíeind
Í spilaranum
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
Sæti Flytjandi Lag
1 Ásgeir Trausti Nýfallið regn
2 Jónas Sigurðsson Fortíðarþrá
3 Retro Stefson Julia
4 Frank Ocean Lost
5 Eyþór Ingi Ég á líf
6 Valdimar Yfir borgina
7 Rihanna / Mikky Ekko Stay
8 Bruno Mars Locked Out of Heaven
9 Moses Hightower Háa C
10 Maroon 5 Daylight
Sæti Flytjandi Plata
1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
2 Ýmsir Söngvakeppnin 2013
3 Retro Stefson Retro Stefson
4 Of Monsters and Men My Head Is an Animal
5 Raggi Bjarna Dúettar
6 Bloodgroup Tracing Echoes
7 Skálmöld Börn Loka
8 Moses Hightower Önnur Mósebók
9 Valdimar Um stund
10 Sin Fang Flowers
14.2.2013 ➜ 20.2.2013
Lífs-spor, sóló á Suðurpól
- kraftur markmiða og drauma
Vilborg Arna Gissurardóttir, sem brautskráðist úr MBA námi frá Háskóla
Íslands árið 2011, náði eins og kunnugt er því einstaka markmiði að
ganga ein síns liðs, fyrst íslenskra kvenna og sú níunda í heiminum á
Suðurpólinn.
Af því tilefni hefur MBA námið í Háskóla Íslands fengið Vilborgu til að
fjalla um þessa ævintýraferð, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12-13
í stofu 105 á Háskólatorgi.
Verkefni Vilborgar krafðist gífurlegrar skipulagningar, þrautseigju og
kjarks. Í erindi sínu fjallar Vilborg um áskoranir sínar.
Skráning á mba@hi.is - Aðgangur er ókeypis
www.mba.is