Fréttablaðið - 21.02.2013, Qupperneq 56
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 44
➜ Leikir kvöldsins
N1-DEILD KARLA
19.30 Fram - Afturelding
18.00 Haukar - Akureyri
19.30 FH - ÍR
19.30 Valur - HK
DOMINOS-DEILD KARLA
19.15 Snæfell - Fjölnir
19.15 Grindavík - Skallagrímur
19.15 ÍR - Stjarnan
19.15 Njarðvík - KR
HANDBOLTI „Þetta er svokallaður
einn plús einn samningur. Eins
árs samningur með möguleika á
framlengingu,“ sagði Kári Krist-
ján kátur við Fréttablaðið. Hann
klárar tímabilið með Wetzlar og
flytur svo næsta sumar.
Línumaðurinn sterki, sem oftar
en ekki er kallaður Heimaklettur-
inn, óttast það ekki að binda sig í
svo skamman tíma.
„Það eru tvær hliðar á þess-
um peningi. Ef ég meiðist get ég
lent í vandræðum. Ef ég stend
mig vel opnast örugglega margir
möguleikar sem mér fannst líka
heillandi. Ég ætla að koma inn með
látum og standa mig vel. Þetta er
svolítil áskorun líka og það finnst
mér skemmtilegt.“
Það er búið að orða Kára við
félagið síðustu vikur. Af hverju
tók svona langan tíma að ganga
frá samningum?
„Þeir komu og sáu mig gegn
Hamburg fyrir jól. Létu mig svo
vita að þeir ætluðu að skoða mig
vel á HM. Það mót gekk svo vel
hjá mér. Eftir HM fór allt á fullt.
Ég fór í heimsókn til þeirra á dög-
unum. Þar skoðuðu læknar mig
ásamt því að við ræddum saman.
Þá sá ég virkilega hversu spenntir
þeir voru fyrir mér og ég var sjálf-
ur mjög spenntur fyrir því að fara
þangað,“ segir Kári og bætir við
að hann hafi alltaf verið spenntur
fyrir félaginu.
„Þarna er ég að fara í lið sem er
að keppa um titla. Það er gaman
að þeir hafa trú á mér í því verk-
efni. Þeir hafa mátt horfa á eftir
Danmerkurtitlinum til AG og
FCK síðustu ár og ætla sér að fara
alla leið. Þetta er lið sem er allt-
af sigur stranglegt og það finnst
mér líka töff. Ofan á það kemur
meistara deild og svona. Þetta er
mjög spennandi pakki og félagið
afar metnaðarfullt.“
Kári hefur staðið sig mjög vel
með Wetzlar í þýsku úrvalsdeild-
inni og hafði úr ýmsu að velja.
„Það hefur verið mjög gaman að
spila í Þýskalandi í þessari sterku
deild. Ég gat verið áfram í Þýska-
landi og var í viðræðum við lið þar
í landi sem og annað danskt lið. Ég
er spenntur fyrir því að komast
til Danmerkur. Þar er menning-
in líkari því sem gerist heima,“
segir Kári en hann hittir fyrir hjá
félaginu annan Íslending því Guð-
mundur Árni Ólafsson hefur leik-
ið með Bjerringbro undanfarin ár.
Kári segir það vera góða tilfinn-
ingu að vera búinn að ganga frá
sínum málum. „Það er ekki hægt
að vera með lífið í lúkunum í júlí.
Það hefði því ekki verið gott að
bíða of lengi. Ég hef samt svolítið
gaman af þessum þreifingum. Það
er alltaf smá stress og spenna en
það er gaman að hafa úr ýmsu að
velja og finna áhuga,“ segir Kári
en hvernig er hann í dönskunni?
„Ég er svokallað tungumála-
kameljón. Ég bregð mér í allra
kvikinda líki er það liggur vel á
mér. Ég á ekki eftir að vera í vand-
ræðum með þetta,“ segir Kári
léttur. henry@frettabladid.is
Kári á leið til Danmerkur
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður Wetzlar í Þýskalandi, skrifaði í gær undir samning
við danska liðið Bjerringbro-Silkeborg. Línumaðurinn segist vera spenntur fyrir því að keppa um titla.
HEIMAKLETTURINN Á FLUGI Kári Kristján mun flytja sig um set næsta sumar. Hann er hér í leik á HM, þar sem hann stóð sig
mjög vel og heillaði forráðamenn danska liðsins. NORDICPHOTOS/AFP
ÍÞRÓTTIR Það er nóg um að vera á
íþróttavöllum landsins í kvöld en þá fara
fram fjórir leikir í úrvalsdeildum karla í
handbolta og körfubolta.
Botnlið Vals í N1-deild karla tekur á
móti Íslandsmeisturum HK í afar mikil-
vægum leik. Valsmenn, sem eru með nýtt
þjálfarateymi, töpuðu með einu marki
gegn FH í síðustu umferð og þurfa sárlega
á sigri að halda í botnbaráttunni.
Topplið Hauka, sem hefur tapað
þremur leikjum í röð, fær tækifæri til
þess að komast á beinu brautina gegn
Akureyringum.
Í körfuboltanum þurfa nýkrýndir
bikarmeistarar Stjörnunnar að fara upp
í Breiðholt og spila gegn ÍR-ingum sem
sitja á botni deildarinnar og verða að fara
að næla í einhver stig. - hbg
Nóg um að vera á heimavelli í kvöld
HVAÐ NÚ? Þjálfarar Vals fara yfir málin.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
visir.is
Nánar um leiki
gærkvöldsins.
ÚRSLIT
MEISTARADEILD EVRÓPU
GALATASARAY - SCHALKE 1-1
1-0 Burak Yilmaz (12.), 1-1 Jermaine Jones (45.)
AC MILAN - BARCELONA 2-0
1-0 Kevin Prince Boateng (56.), 2-0 Sulley
Muntari (81.)
N1-DEILD KVENNA
KR - GRINDAVÍK 59-47
KR: Shannon McCallum 25/13 fráköst, Sigrún
Sjöfn Ámundadóttir 11/10 fráköst, Helga Einars-
dóttir 8, Björg Einarsdóttir 7, Guðrún Gróa Þor-
steinsdóttir 5/16 fráköst, Anna Ævarsdóttir 3.
Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 19, Crystal
Smith 9, Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/11 fráköst,
Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Jóhanna Rún
Styrmisdóttir 2, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2.
HAUKAR - KEFLAVÍK 67-58
Haukar: Siarre Evans 21/19 fráköst, María Lind
Sigurðardóttir 16/6 varin skot, Margrét Rósa Hálf-
danardóttir 9, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8, Dag-
björt Samúelsdóttir 5, Gunnhildur Gunnarsd. 5.
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 24/8 fráköst/8
stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 12/11 fráköst,
Jessica Ann Jenkins 12, Sandra Lind Þrastardóttir
4, Sara Rún Hinriksdóttir 4/8 fráköst.
FJÖLNIR - NJARÐVÍK 89-94
Fjölnir: Britney Jones 52/18 fráköst, Bergdís
Ragnarsdóttir 17/9 fráköst/5 varin skot, Heiðrún
Harpa Ríkharðsdóttir 7, Fanney Lind Guðmunds-
dóttir 5/6 fráköst, Birna Eiríksdóttir 3, Eyrún Líf
Sigurðardóttir 3, Telma María Jónsdóttir 3.
Njarðvík: Lele Hardy 30/20 fráköst/8 stoðsending-
ar/8 stolnir, Marín Hrund Magnúsdóttir 19, Guð-
laug Björt Júlíusdóttir 9, Eyrún Líf Sigurðardóttir
8, Ína María Einarsdóttir 7, Sara Dögg Margeirs-
dóttir 7, Emelía Ósk Grétarsdóttir 7.
VALUR - SNÆFELL 46-60
Valur: Jaleesa Butler 23/15 fráköst, Ragna Margrét
Brynjarsdóttir 10, Kristrún Sigurjónsdóttir 8,
Unnur Ásgeirsdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2.
Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 14, Kieraah Marlow
14/12 fráköst, Hildur Kjartansdóttir 11, Berglind
Gunnarsdóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 8/11
fráköst, Rósa Indriðadóttir 3.
www.volkswagen.is
Volkswagen Caddy
Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur
í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra
aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað.
Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan-
vélum frá framleiðanda.
*Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur.
Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós.
Góður
vinnufélagi
Atvinnubílar
Til afgreiðslu strax
Fæst einnig fjórhjóladrifinn
Caddy* kostar aðeins frá
3.190.000 kr.
(2.541.833 kr. án vsk)
BOX Hnefaleikakappinn Floyd
Mayweather hefur skrifað
undir samning sem gæti
gert hann að ríkasta íþrótta-
manni heims á næstu árum.
Mayweather skuldbatt sig til
að berjast sex sinnum á næstu
þrjátíu mánuðum en
samningurinn sem hann
gerði snýr að sýningar-
rétti á þeim bardögum í
sjónvarpi.
„Samningurinn er sá
langstærsti sem hefur verið
gerður hingað til í heimi hnefa-
leikanna,“ segir í yfirlýsingu
sem umboðsskrifstofan, sem er með
Mayweather á sínum snærum, sendi
frá sér.
Engar upphæðir hafa verið
gerðar opinberar en næsti
bardagi hans verður gegn
Robert Guerrero þann 4. maí
næstkomandi. Það verður
fyrsti bardagi hans síðan
hann vann Miguel Cotto í
maí síðastliðnum.
Mayweather hefur nú
barist í 43 bardögum á
sínum atvinnumannaferli
og unnið þá alla.
- esá
Mayweather mokar inn seðlum
SPORT