Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 58
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46
FÓTBOLTI „Það er ekkert að fela hjá
okkur. Við erum lögaðilar í félags-
starfi og það er allt uppi á borði
hjá okkur,“ segir Jónas Þórhalls-
son, formaður knattspyrnudeildar
Grindavíkur. Félagið birti á heima-
síðu sinni ársskýrslu stjórnarinnar
þar sem farið var yfir starfsárið á
hreinskilnislegan máta.
Til að mynda var viðurkennt að
mistök hefðu verið gerð með því að
ráða bæði Guðjón Þórðarson sem
þjálfara liðsins í fyrra sem og Sig-
urð Jónsson árið 2006. Bæði þessi
ár féll liðið úr efstu deild.
Þá var sagt frá skuldastöðu
félagsins og ótrúlegri ferð til
Reykjavíkur sem skilaði 20 millj-
ónum í kassann eftir „nokkurra
mínútna fundi“ eins og það var
orðað í skýrslunni. Þetta var gert
í nóvember árið 2011.
Vildu gjalda til baka
„Við fórum í björgunar leiðangur –
svokallaða ölmusuferð til Reykja-
víkur. Það var komið gat í okkar
áætlanir sem við þurftum að
bregðast við og var þetta upp-
skeran,“ sagði Jónas en viðkom-
andi fyrirtæki sem leitað var til
starfa í Reykjavík og eru þjónustu-
aðilar í sjávarútveginum.
„Þetta eru fyrirtæki sem hafa
átt langt og farsælt samstarf við
Grindvíkinga og vildu gjalda það
til baka. Það voru margir sem
komu að þessu og þetta var niður-
staðan,“ segir Jónas og bætir við
að um auglýsingasamninga hafi
verið að ræða.
Jónas segir að áfram sé stefnt að
því að grynnka á skuldum deildar-
innar. Hún var rekin með tæplega
fjögurra milljóna króna tapi á síð-
asta ári og er með fimmtán milljón
króna yfirdráttarlán í banka.
Verkefnið er þó erfitt því félagið
verði af miklum tekjum með því að
missa sæti sitt í efstu deild karla,
auk þess sem mun meiri ferða-
kostnaður fylgi því að spila í 1.
deildinni.
„Ég er þó alls ekki að kvarta
undan því enda þurfa lið utan af
landi að koma oft suður yfir tíma-
bilið. Við kvörtum ekki yfir því
að fara til þeirra,“ sagði Jónas en
deildin hefur meðal annars grip-
ið til óhefðbundinna aðgerða til
að lækka launakostnað, eins og
Fréttablaðið hefur áður fjallað um.
Ætlum að ráðast á yfirdráttinn
„Launakostnaður knattspyrnu-
félaga er víða 80-90 prósent af
heildarkostnaði og er það allt of
mikið. Við höfum náð því niður
og er ætlunin að ráðast á þennan
yfirdrátt. En það er eina skuldin
okkar – við erum ekki með nein
langtímalán eða neitt slíkt,“ ítrek-
ar Jónas.
Hann segir að markmið félags-
ins sé ávallt að ná árangri en hann
gerir raunhæfar væntingar til
liðsins nú í sumar. „Við erum með
marga unga og efnilega stráka og
ætlum ekki að setja of mikla byrði
á þeirra herðar með því að segjast
ætla að fara strax upp um deild.
En ef okkur lánast að fá sterka
leikmenn til félagsins fyrir sum-
arið þá er allt hægt,“ segir Jónas
en félagið skoðar nú að fá til sín
erlenda leikmenn.
En helsta markmiðið með starfi
deildarinnar snýr fyrst og fremst
að uppbyggingu knattspyrnunnar
innan frá, að sögn Jónasar.
„Við ætlum ekki að koma fram
með yfirlýsingar um að verða
Íslandsmeistari. Okkar mottó í dag
er að efla okkar yngri flokka. Við
erum stoltir af okkar starfi – við
lentum í ólgusjó en erum að vinna
okkur upp úr honum.“
eirikur@frettabladid.is
20 milljóna króna ölmusuferð
„Við fórum í björgunarleiðangur– svokallaða ölmusuferð til Reykjavíkur,“ segir Jónas Þórhallsson, formaður
knattspyrnudeildar Grindavíkur. Taka þurft i til í fj árhagsmálum deildarinnar og stendur sú vinna yfi r.
GLAÐIR GRINDVÍKINGAR Stefna Grindavíkur er að hlúa vel að yngri flokkum
félagsins og byggja þannig upp til framtíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Tomi Ameobi mun ekki
spila með Grindavík í sumar en
hann gaf félaginu afsvar á dög-
unum. Þetta staðfesti Jónas Þór-
hallsson, formaður knattspyrnu-
deildar.
Ameobi spilaði með Grind-
víkingum síðastliðið sumar og
skoraði þá fjögur mörk í tuttugu
leikjum í deild og bikar. Hann lék
árið áður með BÍ/Bolungarvík en
bæði árin undir stjórn Guðjóns
Þórðarsonar.
Fylkismenn voru í viðræðum
við Ameobi fyrr í vetur en ekkert
kom út úr þeim. Að sögn Haf-
þórs Hafliðasonar, umboðsmanns
hans, er Ameobi nýfarinn af stað
á ný eftir að hafa gengist undir
aðgerð og enn óljóst hvar hann
mun spila næst. Það sé þó áhugi
fyrir honum bæði á Íslandi sem
og á hinum Norðurlöndunum. - esá
Ameobi ekki
með Grindavík
AMEOBI Hér í leik með Grindavík
síðastliðið sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÓLYMPÍULEIKAR Valentin Yordanov,
formaður búlgarska glímusam-
bandsins, hefur mótmælt ákvörðun
Alþjóðaólympíunefndarinnar á
sérstakan hátt. Yordanov ákvað að
skila Ólympíugullinu sínu frá því á
leikunum í Atlanta 1996.
Alþjóðaólympíunefndin ákvað á
dögunum að sparka glímuíþróttinni
út af Ólympíuleikunum frá og með
leikunum 2020. Yordanov er allt
annað en sáttur og ákvað að fórna
eina Ólympíugullinu sínu til að vekja
athygli á málinu.
Valentin Yordanov vann gullið sitt
í frjálsri glímu í 52 kg flokki þegar
hann var 36 ára gamall. Hann hætti
eftir leikana í Atlanta. - óój
Skilaði gullinu
FÓTBOLTI Franska blaðið Le Paris-
ien hefur heimildir fyrir við-
ræðum á milli Carlos Ancelotti,
stjóra franska liðsins PSG, og for-
ráðamanna spænska stórliðsins
Real Madrid. Það er því líklegt að
mati þessa annars stærsta dag-
blaðs Frakklands að Ancelotti
taki við liði Real Madrid í sumar.
Framtíð Carlos Ancelotti hjá
Paris Saint-Germain hefur verið
í uppnámi en núverandi samn-
ingur hans rennur út í sumar.
PSG er með klausu í samningn-
um sem gefur félaginu tækifæri
á að framlengja samninginn um
eitt ár svo framarlega sem liðið
kemst aftur í Meistaradeildina.
José Mourinho, núverandi
stjóri Real Madrid, er væntan-
lega á sínu síðasta tímabili með
Real Madrid og hefur verið sterk-
lega orðaður við Paris Saint-
Germain. Svo gæti því farið að
PSG og Real skipti hreinlega á
þeim Ancelotti og Mourinho. - óój
Skipta þau á
Ancelotti og
Mourinho?
CARLO ANCELOTTI Orðaður við starfið
hans Jose Mourinho hjá Real Madrid.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Óvíst er hvort Kjartan Henry Finn-
bogason geti spilað með KR í Pepsi-deildinni
í sumar, þar sem hann á við þrálát hnémeiðsli
að stríða.
Hann missti af síðustu vikum síðasta tíma-
bils þar sem hann fór í aðgerð vegna hné-
meiðslanna. Hann meiddist þó strax í upp-
hafi tímabilsins. „Sumarið var erfitt. Ég fékk
áverka á hnéð í byrjun sumars og fann strax að
það var eitthvað að. Ég gat ekki æft og spilaði
bara leikina,“ sagði Kjartan Henry í samtali við
Boltann á X-inu í gær.
„Ég fór svo í aðgerðina 7. september en þar
komu í ljós tvær brjóskskemmdir í hnénu.
Liður inn var svo fullur af drasli sem var
hreinsað út. Svo var borað í beinið til að reyna
að framkalla einhverjar himnur,“ sagði hann.
„Það hefur ekki gengið enn hjá mér. Ég er
enn jafn slæmur og daginn eftir aðgerðina.
Það er búið að reyna mjög á þolinmæðina hjá
mér. Ég er enn hjá sjúkraþjálfara 1-2 sinnum á
dag, aðallega til að styrkja vöðvana í kringum
hnéð. Ég hef eitthvað reynt að hlaupa í vatni
og á hlaupabretti en hnéð hefur alltaf tútnað
út aftur,“ segir framherjinn sterki. „Svo virð-
ist sem hnéskelin sé í einhverju ójafnvægi og
dragist til hliðar. Mögulega þarf ég að fara í
aðra aðgerð og létta aðeins á því og tylla henni á
sína braut. Ef það verður gert er sumarið búið.“
Kjartan Henry ætlar þó að reyna aðrar lausn-
ir áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann
leggist undir hnífinn. „Ég er með mjög góðan
hóp af sjúkraþjálfurum og ég er bjartsýnn á að
þetta lagist. Ef ekki þá er ég ekki það gamall að
þetta sé algjörlega búið.“
Hann segist ákveðinn í því að spila aftur
knattspyrnu. „Ef ég næ ekki að spila í sumar
ætla ég að vinna í hnénu þangað til að ég verð
orðinn góður. Mér er ekki það illt að ég þurfi að
leggja skóna á hilluna, það er ekki séns.“ - esá
Kjartan Henry spilar mögulega ekki í sumar
Þrálát hnémeiðsli gera Kjartani Henry Finnbogasyni erfi tt fyrir. Hann er þó ekki búinn að gefa upp alla von.
GOLF Tiger Woods spilaði merkilegan golfhring um
síðustu helgi en hann fékk þá tækifæri til þess að
spila með sjálfum Bandaríkjaforseta, Barack Obama,
en þeir spiluðu saman í Flórída og fengu engir fjöl-
miðlamenn að fylgjast með golfinu.
Með í hollinu voru Jim Crane, eigandi hafnaboltaliðsins
Houston Astros, og Ron Kirk, fyrrum borgarstjóri Dallas.
Mikil leynd var yfir golfhringnum og gaf skrifstofa Banda-
ríkjaforseta engar upplýsingar um hann. Tiger mátti augljós-
lega ekki heldur segja mikið.
„Ef hann fer að eyða meiri tíma á golfvellinum þegar
forsetatíð hans lýkur þá held ég að hann geti orðið nokkuð
góður,“ sagði Woods í gær. Hann mátti þó segja að hann
hefði verið í liði með Obama og þeir hefði unnið þá Crane
og Kirk.
Woods tekur nú þátt í Match Play-meistaramótinu og
spurning hvort hann nái að fylgja eftir góðum hring
með forsetanum. - hbg
Tiger og Obama sigursælir í golfi nu
HANDBOLTI Dómararnir Arnar Sigur-
jónsson og Svavar Pétursson eru á
leiðinni til Frakklands um næstu
helgi þar sem þeir munu dæma
Íslendingaslag í Evrópukeppninni.
Franska liðið HBC Nantes og þýska
liðið SC Magdeburg mætast þarna
í toppslag í D-riðli í EHF-bikarnum
en bæði lið hafa unnið tvo fyrstu
leiki sína í riðlinum og eru því í mjög
góðum málum.
Gunnar Steinn Jónsson spilar með
HBC Nantes og Björgvin Páll Gústavs-
son er í markinu hjá SC Magdeburg.
Það verður því um sannkallaðan Ís-
lendingaslag í Nantes á sunnudaginn.
Tvö efstu liðin í riðlinum fara
í átta liða úrslit en fjögurra liða
úrslita helgin mun síðan fara fram á
heimavelli Gunnars Steins og félaga í
HBC Nantes. - óój
Arnar og Svavar dæma Íslendingaslag
Á LEIÐ ÚT Arnar Sigurjónsson ræðir
hér við Svavar Pétursson.
LYKILMAÐUR Kjartan Henry Finnbogason í leik með
KR síðastliðið sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kjartan Henry Finnbogason hefur spilað með
KR undanfarin þrjú sumur eftir að hann kom
aftur til liðsins úr atvinnumennsku.
Síðustu sumur Kjartans
2010
8 mörk í 21 leik
Mark á 200,9
mínútna fresti
2011
12 mörk í 19
leikjum
Mark á 127,4
mínútna fresti
2012
8 mörk í 14
leikjum
Mark á 133,1
mínútu fresti