Fréttablaðið - 07.03.2013, Síða 2

Fréttablaðið - 07.03.2013, Síða 2
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Sunneva, ertu nú orðin öllum hnútum kunnug? „Já, ég þarf allavega ekki að fara í sjómannaskólann eftir þetta.“ Sunneva Sverrisdóttir er annar stjórnenda þáttarins Tveir plús sex, sem hefur göngu sína á Popptívi í kvöld. Þar var meðal annars fylgst með ástundun BDSM-kynlífs. UMHVERFISMÁL Ef sektir fyrir að fleygja rusli á almannafæri eiga að þjóna tilgangi sínum og hafa fælingarmátt þarf hert eftirlit og hærri sektir. Þetta segir deildarstjóri umhverfis- og úrgangs- stjórnunar hjá Reykjavíkurborg. Að því er segir í umsögn deildarstjórans til umhverfis- og skipulagsráðs hefur lögreglan ein- staka sinnum sektað fólk fyrir að henda rusli. Upp- hæð sektarinnar fer eftir eðli og umfangi brotsins en lágmarkssekt er tíu þúsund krónur. „Árið 2007 voru sautján sektaðir fyrir að fleygja rusli og fimm árið áður. Sektum fyrir að fleygja rusli á almannafæri hefur ekki verið beitt að neinu ráði síðustu ár, meðal annars vegna anna og mann- eklu innan lögreglunnar,“ segir í umsögninni, sem tekin var saman vegna ábendingar á vefnum Betri Reykjavík um refsingar fyrir að henda rusli. Þar lýstu sig 105 fylgjandi því en tíu sögðust andvígir. Deildarstjórinn segir beinan kostnað vegna hreinsunar rusls í borgarlandinu nema um 60 milljónum króna. Skoða megi hvort sekta eigi fólk á staðnum. „Rétt er að benda á að það að sekta einstaklinga fyrir að henda rusli eitt og sér mun einungis taka á hluta vandans þar sem rusl á almannafæri á sér fleiri uppsprettur,“ segir í umsögninni. - gar Beinn kostnaður borgarinnar vegna rusls á almannafæri er 60 milljónir á ári: Sektum gegn rusli er ekki beitt RUSL Í MIÐBORGINNI Fleiri ruslastampar og aukin fræðsla eru meðal þess sem borgin er sögð geta beitt gegn rusli á almannafæri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VÍSINDI Lofttegundir sem eldfjöll spúðu út í andrúmsloftið gætu skýrt hvers vegna spár um hækkandi hitastig á fyrsta áratug aldarinnar gengu ekki eftir, að mati vísindamanna við Colorado-háskóla í Banda- ríkjunum. Eldfjöllin hafa líklega orðið þess valdandi að hitastigið hækkaði allt að fjórðungi minna en spáð var frá árinu 2000 til 2010, ef marka má niðurstöður vísindamannanna. Þetta þýðir að vísindamenn verða að taka meira tillit til meðalstórra og minni eldfjalla þegar þeir reyna að meta breytingar á umhverfinu, að mati vísindamannanna. - bj Hlýnun loftslags minni en spáð var á síðasta áratug: Eldgos tempra hlýnun jarðar FJÖLMIÐLAR Steinunn Stefáns- dóttir, aðstoðarritstjóri Frétta- blaðsins, lét af störfum á blaðinu í gær, sam- kvæmt sam- komulagi við 365 miðla, útgáfufyrir- tæki blaðsins. Steinunn hefur starfað á Fréttablaðinu frá upphafi, í tólf ár, og sem aðstoðar- ritstjóri frá 2006. Steinunn segir að með ráðn- ingu nýs ritstjóra að blaðinu hafi þetta orðið hennar niðurstaða. „Ég held að tveir ritstjórar og aðstoðarritstjóri sé of mikið,“ segir Steinunn, sem segist kveðja sátt en hefur ekki ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. Breytingar á Fréttablaðinu: Steinunn lætur af störfum VIÐSKIPTI Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair Group, var kjörinn formaður Samtaka atvinnulífisns á aðalfundi sam- takanna í gær. Hann tekur við af Vilmundi Jósefssyni, sem hafði gegnt embættinu í fjögur ár en gaf ekki kost á sér til áframhald- andi setu. Björgólfur fékk 98,5% greiddra atkvæða í rafrænni kosningu meðal aðildarfyrirtækja samtak- anna. Björgólfur hefur verið for- stjóri Icelandair Group frá árinu 2008 en starfaði áður í sjávar- útvegi í áratugi og var stjórnar- formaður stjórnar Landssamtaka íslenskra útvegsmanna. - mþl Hlaut yfirburðakosningu: Björgólfur nýr formaður SA GOS Stór eldgos eins og gosið í Eyjafjallajökli vekja athygli en minni gos hafa einnig mikil áhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON ALÞINGI Þingmenn stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar munu leggjast gegn því að ný vantrauststillaga Þórs Saari, þingmanns Hreyfingar- innar, verði tekin á dagskrá í dag eins og hann fer fram á, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim er meira í mun að nýtt stjórnarskrár- frumvarp sem forystumenn flokkanna þriggja lögðu fram í gær verði rætt og eftir atvikum afgreitt. Nýja frumvarpið, sem Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingar innar, Katrín Jakobsdóttir, for- maður Vinstri grænna, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar fram- tíðar, mæla fyrir kveður aðeins á um eina stjórnarskrárbreytingu: að ekki þurfi lengur tvö þing til að breyta stjórnarskrá, heldur sé nóg að 60 prósent þingheims samþykki slíka breytingu, og í kjölfarið 60 prósent þátttakenda í almennri þjóðar- atkvæðagreiðslu. Samhliða lögðu þremenningarnir fram þingsályktunartillögu um að skipuð skyldi fimm manna þingnefnd sem hefði það að markmiði að vinna áfram að framgangi annarra stjórnarskrárbreytinga. Þór Saari lagði fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni í gær og óskaði eftir því að hún yrði tekin á dagskrá í dag. Það er forseta Alþingis, Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur, að ákveða hvort borin verður upp tillaga þess efnis. Ekki náðist í hana í gær, en heim- ildir blaðsins herma sem áður segir að stjórnarliðum og tví- menningunum í Bjartri framtíð hugnist það ekki. - sh Liðsmenn stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar vilja ræða stjórnarskrármál frekar en vantraust í dag: Vantrauststillagan gæti beðið til morguns SKATTAMÁL Af um þrjú þúsund einstaklingum sem greiddu auðlegðar skatt árið 2012 greiddu um 260 stærstan hluta heildar- tekna sinna frá árinu á undan í opinber gjöld. Þeir sem greiða auðlegðarskatt eru að stofninum til einstaklingar sem eru 65 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari Katr- ínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks, um auðlegðar skatt í gær. Í fyrirspurn Guðlaugs er spurt hversu stór hluti þeirra sem greiddu skattinn greiddi meira en 75% en minna en 100% af tekjum sínum í opinber gjöld. Það eru 1,9% af heildarfjölda þeirra sem greiddu skattinn, eða um sextíu manns. Þegar spurt var hversu margir greiddu meira en helming en minna en 75% af tekjum sínum í opinber gjöld er svarið 6,4% sem greiddu skattinn, eða um 200 manns. „Uppistaðan af því fólki sem greiðir þennan skatt er fólk sem fékk ekki að greiða í lífeyris- sjóð og þurfti því að gera eigin ráðstafanir. Fólk sem eignað- ist góðar skuld lausar eignir sem þarf núna að selja þær til að borga skattinn. Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu,“ segir Guð- laugur. Auðlegðarskattur, sem var tek- inn upp í lok árs 2009, er lagður á einstaklinga sem eiga eignir umfram 75 milljónir króna og hjón sem eiga eignir umfram 100 millj- ónir króna. Um þriðjungur þeirra sem greiða skattinn eru 65 ára eða eldri og margir þeirra hafa innan við fimm milljónir króna í árstekjur en eignir bundnar í húsnæði sem engar tekjur eru af. Eignastýring Íslandsbanka, meðal annarra, hefur birt greiningar sem sýna þetta. Skatturinn átti að vera tímabundinn til þriggja ára en var síðar framlengdur og hann hækkaður. Guðlaugur bendir á að marg- ar þeirra þjóða sem lagt hafa á eignaskatt sem þennan hafa lagt hann af fljótlega. Í Þýskalandi var hann ekki talinn samræm- ast stjórnarskrá landsins. „Þegar þessi skattur var lagður á hér var þessi þróun erlendis ekki höfð til hliðsjónar,“ segir Guðlaugur. svavar@frettabladid.is 260 borga mest allt sitt í auðlegðarskatt Nokkur hundruð manns borga stóran hluta tekna sinna í auðlegðarskatt. Yfirleitt er um fólk að ræða sem er 65 ára og eldra. Stór hópur hefur innan við fimm milljónir í árstekjur. Eignasala er oft eina lausnin til að mæta skattinum. ÆVIKVÖLDIÐ Þeir sem greiða auðlegðarskatt eru gjarnan 65 ára og eldri með undir fimm milljónir í árslaun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins SPURNING DAGSINS Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.