Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 6
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi,
Holtum, föstudaginn 26. mars 2010 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 9. mars 2010.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
l l s svf. ver ur haldinn á Goðalandi
Fljó shlíð, föstudagi n 22. mars 2013 og hefst kl. 15:00.
f l si s.
r l, l l
il r á fra á a alfundi þurfa að vera
fl í r stj r arinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
6 3
meiri orku
Orkulausnir henta þeim sem glíma
við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda.
Hentar vel þeim sem vilja byggja upp orku
vegna vefjagigtar eða eftir veikindi.
SAMFÉLAGSMÁL Börn sem hafa
orðið fyrir ofbeldi eru meira ein-
mana en önnur börn, sýna frekar
áhættuhegðun, líður verr í skól-
anum og finnst framtíðin dekkri.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, sem kemur
út í dag. Í skýrslunni er fjallað um
ýmiss konar ofbeldi gegn börnum,
kynferðislegt, heimilisofbeldi, ein-
elti og vanrækslu. „Þetta er graf-
alvarlegt mál og kallar á skýr við-
brögð samfélagsins,“ segir Stefán
Ingi Stefánsson, framkvæmda-
stjóri UNICEF á Íslandi.
Meðal þess sem kemur fram í
skýrslunni er að börn sem hafa
orðið fyrir líkamlegu ofbeldi
heima fyrir eru miklu líklegri en
önnur til þess að reykja, drekka og
neyta kannabisefna. Nær helmingi
stúlkna finnst framtíð sín oft eða
nær alltaf vera vonlaus og í kring-
um 15 til 30 prósentum drengja.
Þá er tilkynnt um vanrækslu
á börnum í þrjú þúsund skipti á
hverju ári, en vanræksla er van-
ræktur flokkur ofbeldis að sögn
Barnahjálparinnar.
„Sama hver er aldur barns er
líklegast að brot gegn barninu eigi
sér stað inni á heimili brotaþola,
ofbeldismanns eða á sameiginlegu
heimili. Eftir því sem barnið er
yngra er líklegra að ofbeldis maður
sé tengdur brotaþola í gegnum fjöl-
skyldu,“ segir um kynferðis legt
ofbeldi gegn börnum.
„Það sem gögnin sýna er að skýr
tengsl eru á milli andlegrar van-
líðanar og þess að hafa orðið fyrir
ofbeldi,“ segir Stefán Ingi. Hann
segir það kunna að sæta furðu að
öll gögnin sem skýrslan byggir á
hafi legið fyrir áður. Tölurnar hafi
einfaldlega ekki verið skoðaðar
með þessum hætti. „Mikið magn
upplýsinga er til staðar hjá ýmsum
stofnunum í samfélaginu en þær
eru ekki greindar með skipulögð-
um hætti.“
thorunn@frettabladid.is
Tilkynnt um átta
vanrækt börn á dag
Barnaverndaryfirvöld fá þrjú þúsund tilkynningar um vanrækslu á börnum á ári
og allt að fjögur þúsund börn búa við heimilisofbeldi. Allt ofbeldið hefur víð-
tækar afleiðingar en mælingar skortir frá hinu opinbera, segir í skýrslu UNICEF.
Stelpa 1: „Ég var að hugsa um ofbeldi og barnavernd og fór strax að hugsa
um hvað kerfið er lengi að koma öllu í gegn, frá því að maður segir frá
og þangað til eitthvað gerist. Öll biðin á milli. Að bíða eftir því hvort það
verði dæmt í málinu tekur ár.“
Stelpa 2: „Þetta er lengri tími heldur en dómurinn sem gerandinn fær, ef
hann er þá dæmdur.“
Strákur: „Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að ég sagði frá en mér leið
í alvöru eins og ég hefði unnið í lottói þegar ég var búinn að því. Ég sagði
mömmu minni frá þessu fyrst þegar ég var barn. Ég sá auglýsingu um
alnæmi þegar ég hef verið svona 10 ára og þá vildi ég vita hvernig maður
fengi alnæmi. Ég var orðinn alveg viss um að ég væri með alnæmi.“
Tilvitnanirnar eru af fundi með sérfræðihópi barna hjá UNICEF.
Bið barnanna lengri en dómur gerenda
40%
þeirra sem verða fyrir einelti
fi nna fyrir vanlíðan og kvíða
– 2-4% þeirra sem ekki
verða fyrir einelti fi nna fyrir
vanlíðan og kvíða.
2.909
tilkynningar um vanrækslu
berast barnavernd á hverju
ári, eða átta á dag.
1 af hverjum 23
börnum á Íslandi hefur
orðið fyrir líkamlegu ofb eldi
á heimili sínu. Það eru 4,4
prósent barna.
2-4.000
börn eru beitt eða búa við
heimilisofb eldi á hverju ári.
56%
kynferðisbrota gegn börnum
eru mjög gróf.
Stúlka er 12 sinnum líklegri
til að reykja daglega ef hún
hefur orðið fyrir kynferðis-
legu ofb eldi og drengur 7
sinnum líklegri.
1. Íbúar hvaða landa halda fullri
starfsorku lengst í Evrópu?
2. Hvað heitir forstöðumaður geð-
deildar Sjúkrahússins á Akureyri?
3. Fyrir hvaða stjórnmálafl okk situr
tónlistarmaðurinn Mugison í heiðurs-
sæti?
SVÖR:
1. Svíþjóðar, Noregs og Möltu 2.
Sigmundur Sigfússon 3. Bjarta Framtíð
SAMFÉLAGSMÁL „Það er mjög
brýnt að byrja á því að kynja-
skipta afeitrun inni og skoða þessar
kvennameðferðir sem eru í gangi
til að sjá hvað má betur fara,“ segir
Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og
stofnfélagi Rótarinnar – félags um
málefni kvenna með áfengis- og
fíknivanda.
Félagið var stofnað í byrjun
sem Kvenfélag SÁÁ, en hefur nú
klofið sig úr samtökunum vegna
samskiptaörðugleika við formann
félagsins, Gunnar Smára Egilsson.
Hann vísaði öllum ásökunum á
bug í fjölmiðlum í vikunni og sagði
árekstrana fyrst og fremst vera á
milli Rótarinnar og sérfræðinga
innan SÁÁ.
Ilmur segir forsvarsmenn félags-
ins hafa hrokkið í vörn þegar Kven-
félag SÁÁ var stofnað og tekið það
sem gagnrýni á starfið. „Það er
einhver vörn í gangi sem við skilj-
um ekki,“ segir hún. „Þeir eru við-
kvæmir fyrir því að við segjum að
þetta sé karllæg meðferð og þeir
séu að gera eitthvað vitlaust - en það
er ekki rétt. Það eina sem við viljum
gera er að skoða hlutina og reyna að
betrumbæta.“
Ilmur segir það þekkta staðreynd
að færri konur en karlar leiti sér
aðstoðar vegna fíknivanda og setur
spurningarmerki við það. „Áttatíu
prósent kvenna inni á Vogi hafa
til að mynda orðið fyrir einhvers
konar ofbeldi og þessar upplýsingar
eru ofan í skúffu,“ segir hún. „Við
þurfum að færa úrræðin sem við
bjóðum upp á inn í 21. öldina.“
- sv
Rótin klauf sig út úr SÁÁ vegna samskiptaörðugleika við formanninn og gagnrýnir „karllæga“ meðferð:
Vilja sérstaka afeitrunarmeðferð fyrir konur
STOFNFUNDUR HALDINN Á MORGUN
Ilmur Kristjánsdóttir er einn stofnenda
Rótarinnar, félags um málefni kvenna
með áfengis- og fíknivanda.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÍNA Gríðarleg reiði hefur brot-
ist út í Kína eftir að þjófur stal
bíl fyrir utan verslun í borginni
Changchun á mánudag og kyrkti í
kjölfarið barn sem hann uppgötv-
aði að svæfi í aftursætinu. Þjófur-
inn gróf barnið síðan í fönn.
Maðurinn gafst upp á þriðjudag
í miðri dauðaleit 3.500 lögreglu-
manna að honum.
Málið hefur vakið mikla
hneykslan. Margir hafa krafist
þess opinberlega að morðinginn
fái dauðarefsingu en foreldrar
barnsins hafa einnig fengið sinn
skerf af gagnrýni fyrir að gæta
þess ekki nógu vel.
Faðir barnsins, eigandi
verslunar innar sem bíllinn stóð
fyrir utan, hafði skilið bílinn eftir
opinn og í gangi á meðan hann
stökk inn til að tendra eld í kuld-
anum.
Þá hefur mörgum sömu leiðis
þótt auglýsingaherferð sem
Buick-bílaframleiðandinn efndi
til í framhaldinu í svívirðileg. Þar
eru bílarnir auglýstir sem full-
komlega öruggir og sérstaklega
einblínt á GPS-kerfi sem gerir
eigandanum kleift að slökkva á
bílnum og læsa honum hvaðan
sem er. Með auglýsingunum
fylgja myndir af barninu, sem nú
er látið. - sh
Hneykslunaralda ríður yfir Kína vegna barnsmorðs og viðbrögðum við því:
Stal bíl með barni og myrti það
VEISTU SVARIÐ?
➜ Bílaframleiðandinn Buick
hefur bara gert illt verra
með auglýsingaherferð sem
flestum finnst í meira lagi
ósmekkleg