Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 8

Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 8
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Inngangur að lögfræði Ketilbjöllur 3.350 kr. 8.390 kr.3 nætur á Mývatni 46.370 kr. Vefverslun á að virka alls staðar Meira en helmingur Íslendinga notar netið með farsímum og spjaldtölvum. Er þín vefverslun tilbúin? Fáðu frekari upplýsingar á borgun.is/vefgreidslur eða í síma 560 1600 NÁM Í DANMÖRKU EÐA SVÍÞJÓÐ Námskynning verður í Sunnusal á Hótel Sögu laugardaginn 9. mars frá kl. 12–16. Eftirfarandi háskólar munu kynna: - Syddansk Universitet, www.sdu.dk - Högskolan í Skövde, www.his.se - Luleå Tekniska Universitet, www.ltu.se Ennfremur munu eftirfarandi danskir háskólar, sem eru með lengri og styttri nám á háskólastigi kynna sína skóla: - Erhvervsakademi Kolding, www.eakolding.dk - Erhvervsakademi Lillebælt, www.eal.dk - Erhvervsakademi Sydvest, www.easv.dk - University College Sjælland, www.ucsj.dk - VIA University College, www.via.dk Margir skólanna kenna á ensku. University College Sjælland mun kynna alþjóðlegt kennaranám á ensku, sem er nýjung hjá þeim, sjá nánar á www.ucsj.dk/ite HEILBRIGÐISMÁL Landlæknis- embættinu hefur enn ekki borist greinargerð frá forsvarsmönnum geðdeildar Sjúkrahússins á Akur- eyri varðandi sjálfsvíg sjúklings á deildinni í október síðastliðnum. Embættið ítrekaði beiðnina í janúar, en hefur enn ekki fengið svör. Samkvæmt lögum ber Land- lækni að rannsaka öll óvænt atvik sem koma upp innan heilbrigðis- stofnana, en rannsóknin á sjálfs- víginu á Akureyri hefur tafist vegna greinargerðarinnar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að í úttekt Landlæknis á Sjúkrahúsinu á Akureyri komi fram að aðbúnaður sjúklinga á geðdeildinni sé óviðunandi og óforsvaranlegur. Starfsfólk óttist um öryggi sjúklinga, mannekla sé mikil og álag viðvarandi. Biðlistar lengjast stöðugt og eftirspurn eftir þjónustu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þá sér í lagi eftir lokun dagdeildar árið 2010. Tveir inniliggjandi sjúklingar hafa framið sjálfvíg inni á geð- deild sjúkrahússins undanfarin tvö ár og er Landlæknir með það síðara í skoðun, eins og fyrr segir. sunna@frettabladid.is Hefur enn ekki skilað umsögn um sjálfsvíg Landlæknisembættinu hefur enn ekki borist greinargerð frá Sjúkrahúsinu á Akur- eyri um sjálfvíg sjúklings. Embættinu ber að skoða málið en rannsókn tefst sökum þessa. Faðir sjúklings segir þjónustuna á Norðurlandi fyrir neðan allar hellur. SEINAGANGUR Á GEÐDEILDINNI Landlæknir ítrekaði beiðni sína eftir greinargerð geðdeildarinnar um sjálfsvíg sjúklings í janúar. Enn hafa engin svör borist frá sjúkra- húsinu. Norðlenskur faðir reyndi árangurslaust í meira en þrjár vikur að ná sam- bandi við lækna á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri vegna sonar síns sem á við geðræn vandamál að stríða. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist ítrekað hafa skilið eftir skilaboð á deildinni, sent pósta og beðið um samband við lækna en engin svör fengið. Eftir meira en þrjár vikur sagðist maðurinn ætla að fara með málið til Landlæknis ef engin svör bærust. Þegar hann svo gerði það fékk hann símtal frá geðlækni sjúkrahússins daginn eftir að kvörtun hans var lögð inn til Landlæknis. Maðurinn segir þjónustu við sjúklinga á Norðurlandi fyrir neðan allar hellur og bendir á að ástandið sé sérstaklega slæmt utan Akureyrar í minni bæjarsamfélögum. Beið í meira en þrjár vikur eftir samtali

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.