Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 10
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 50% afsláttur af lántökugjöldum Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Það er gaman að fá sér nýjan bíl. Í mars býður Ergo 50% afslátt af lántökugjöldum bílalána og bílasamninga þegar þú fjármagnar kaup á bíl. Það gildir einu hvort bíllinn kemur beint úr kassanum eða er kominn með reynslu. Við aðstoðum þig með ánægju! E N N E M M N N E M M / S ÍA / / S ÍÍ N M 5 6 9 3 6 8 8 HUGO CHAVEZ FRIAS 1954-2013 ■ 28. júlí 1954 Hugo Rafael Chavez Frias fæddur í Sabaneta í Venesúela. ■ 1971-75 Nám í herskóla Venesúela. Þróar kenningu um að herinn eigi að grípa til aðgerða gegn spilltum stjórn- málamönnum. ■ 1982 Stofnar Byltingarhreyfingu Bolivars 200, leynihóp innan hersins innblásinn af hugmyndum þjóðhetj- unnar Simons Bolivar. ■ 1992 Settur í fangelsi eftir að hafa reynt að steypa Carlos Perez forseta af stóli. ■ 1994 Náðaður af Rafael Caldera forseta Venesúela. ■ 1997 Stofnar Hreyfingu fimmta lýðveldisins og boðar félagslegar og efnahagslegar umbætur. ■ 1998 Sigrar í forsetakosningum með 56 prósent atkvæða. ■ 1999 Setur af stað Bolivar-áætlunina um stóraukna vel- ferðarþjónustu, gerir stjórnarskrárbreyting- ar og breytir nafni ríkisins í Bólívarska lýðveldið Venesúela. ■ 2000 Endurkosinn forseti. Færir hverja ríkisstofnunina á fætur annarri undir yfirráð sín. Gerir skiptasamning við Kúbu um olíu fyrir lyf. ■ 2002 Tilraun gerð til að ráða Chavez af dögum. ■ 2006 Endurkosinn forseti með 63 prósentum atkvæða. ■ 2009 Samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu að afnema hámarkslengd forsetatíðar, þannig að hann geti setið lengur en tvö kjörtímabil í embætti. ■ Júní-júlí 2011 Undirgengst krabbameinsmeðferð á Kúbu. ■ Október 2012 Vinnur sigur í forsetakosningum í fjórða sinn með 55 prósentum atkvæða. ■ Desember Aftur í krabbameins- meðferð á Kúbu. Tilefnir Nicolas Maduro varaforseta arftaka sinn. ■ Febrúar 2013 Aftur til Venesúela. ■ 5. mars 2013 Hugo Chavez forseti tapar baráttunni við krabbameinið og deyr, 58 ára gamall. © Graphic News VENESÚELA, AP Viðbrögðin við andláti Hugo Chavez, forseta Venesúela, hafa ýmist verið sorg eða gleði. Aðdáendur hans gráta hástöfum en aðrir fagna því að þessi umdeildi leiðtogi sé farinn frá. Töluverð óvissa ríkir þó um hvað við tekur nú þegar Chavez er farinn. Efna þarf til forseta- kosninga innan 30 daga og sjálfur hafði Chavez hvatt landsmenn til að kjósa varaforseta sinn, Nicolas Marduro. Stemmningin í kringum íburðar mikla jarðarför, sem haldin verður á næstunni með lang orðum lofgjörðum um Cha- vez, mun vafalaust styrkja stöðu Marduros en hann getur þó engan veginn gengið að sigri vísum. Fátækari hluti landsmanna mun að vísu flykkja sér um Marduro, enda hefur Chavez óspart notað olíuauð landsins til að styrkja stöðu fátækra. Helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Henrique Capriles, á þó einnig mikinn stuðning meðal þeirra sem hafa verið ósáttir við stjórnarhætti Chavez. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja stjórnartíð Chavez hafa einkennst af einræð- ishneigð og grímulausu virðingar- leysi fyrir mannréttindum. Hann hafi í reynd sölsað undir sig hæstarétt landsins og gengið hart fram gegn blaðamönnum og öðrum sem gagnrýndu forsetann eða stefnu hans. Hugo Chavez var fyrst kosinn forseti Venesúela árið 1998 með 56 prósentum atkvæða. Sex árum áður hafði hann reynt að gera stjórnarbyltingu og sat tvö ár í fangelsi. Eitt fyrsta verk hans í embætti var að semja nýja stjórnarskrá. Hann hefur síðan þrisvar verið endurkosinn forseti, nú síðast í haust en honum entist ekki heilsa til að taka við embættinu form- lega í janúar þegar nýtt kjörtíma- bil hófst. Hann veiktist af krabbameini árið 2011 og hefur nokkrum sinn- um leitað sér lækninga á Kúbu, en aldrei hefur verið gert opinbert nákvæmlega hvaða tegund af krabbameini það var sem hrjáði hann. gudsteinn@frettabladid.is Margir syrgja sárt en sumir eru fegnir Efna þarf til forsetakosninga í Venesúela innan 30 daga, nú þegar Hugo Chavez er látinn. Notaði olíuauð landsins til að styrkja stöðu fátækra en hefur verið gagnrýndur fyrir virðingarleysi fyrir mannréttindum. SJÁVARÚTVEGUR Frysting á loðnu- hrognum hófst hjá fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi um liðna helgi og hefur hrognaskurður- inn og frystingin gengið vel þessa fyrstu daga. Unnið er allan sólar- hringinn í loðnuhrognavinnslunni á Akranesi. Gunnar Hermannsson, sem hefur umsjón með vinnslunni, segir í frétt á heimasíðu fyrirtækis ins að hrognaþroskinn sé þegar 100% og vinnslan gangi eins og best verði á kosið. Unnið er allan sólarhringinn í loðnuhrognavinnslunni á Akra- nesi. Mest er unnið á tveimur tólf tíma vöktum og vinna um 50 manns á hvorri vakt. Afkastagetan í frystingunni er um hundrað tonn á sólarhring en hægt er að skera og hreinsa mun meira magn. Að sögn Gunnars verða þau hrogn sem eru umfram frysti- getu vinnslunnar send landleiðina til Vopnafjarðar og fryst þar, en hrognafrysting er enn ekki hafin á Vopnafirði. - shá Unnið er á vöktum allan sólarhringinn í loðnuhrognavinnslu HB Granda: Hrogn fryst allan sólarhringinn ALDINN HÖFÐINGI Víkingur AK var sendur á loðnu en alla jafna liggur hann í höfn á Akranesi. MYND/KARL SIGURJÓNSSON Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur árum saman verið einn dyggasti aðdáandi Hugo Chavez. Ahmadinejad segir að Chavez hafi dáið píslardauða, því eitthvað gruggugt hafi verið við sjúkdóminn sem dró hann til dauða. Hins vegar sagðist Ahmadinejad sannfærður um að Chavez muni snúa aftur, „ásamt hinum réttsýna Jesú og hinum fullkomna manni“, en með þessum síðasta á Ahmadinejad við tólfta ímaminn, þann sem sjíamúslimar trúa að muni snúa aftur til jarðar ásamt Jesú til þess að koma á friði og réttlæti. Þessar yfirlýsingar Ahmadinejads gætu hæglega orðið upphafið að nýjum trúarbrögðum. Snýr aftur til jarðar ásamt Jesú NÍSTANDI SORG „Ég er Chavez“ stend- ur á skiltunum sem þessir eldheitu aðdáendur forsetans drógu upp eftir að frést hafði af láti hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.