Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 17

Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 17
Meira í leiðinniWWW.N1.IS RÉTTU DEKKIN BREYTA ÖLLU N1 HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIN HLJÓTA MICHELIN-VOTTUN 2013 Bíldshöfða 2 Reykjavík sími 440 1318 Réttarhálsi 2 Reykjavík sími 440 1326 Fellsmúla 24 Reykjavík sími 440 1322 Ægisíðu 102 Reykjavík sími 440 1320 Langatanga 1a Mosfellsbæ sími 440 1378 Reykjavíkurvegi 56 Hafnarfirði sími 440 1374 Dalbraut 14 Akranesi sími 440 1394 Grænásbraut 552 Reykjanesbæ sími 440 1372 Hjólbarðaþjónusta N1 er á eftirtöldum stöðum: Í ERFIÐRI FÆRÐ Á dögunum hlutu öll hjólbarðaverkstæði N1 Michelin-vottun 2013 annað árið í röð. Michelin-vottun tryggir að sölustaður uppfyllir ströngustu gæðakröfur sem Michelin gerir um meðhöndlun, þjónustu, samskipti við sölu og meðferð á vöru sinni. Flest verkstæði N1 fóru í „excellent“-flokk sem þýðir að þau náðu yfir 80% þeirra krafna sem gerðar eru. Hjólbarðaverkstæði N1 eru þau einu á Íslandi sem hafa þessa vottun. ORKUMÁL Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum hefur lagt til að íslensk stjórnvöld víkki út hlutverk Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna og bjóði yfirmönn- um nýrra jarðhitafyrirtækja erlendis upp á þjálfun hér á landi. Þetta kom fram í máli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráð- herra þegar hann setti alþjóðlega jarðhitaráðstefnu í Hörpu í gær. Sri Mulyani Indrawati, fram- kvæmdastjóri hjá Alþjóða- bankanum, sagði í erindi sínu á ráðstefnunni mikilvægt fyrir aðrar þjóðir að nýta sér þekkingu og reynslu Íslendinga í jarðhita- málum. Hún sagði að minnsta kosti fjörutíu ríki eiga nægar jarðhita- auðlindir til að virkja. Vand- inn við jarðhitann, eins og aðra endurnýjan lega orkugjafa, væri hár stofnkostnaður. Auk þess að víkka út hlutverk jarðhitaskóla sagði hún mikil- vægt að sem flestir fjármála- ráðherrar ríkja sem gætu nýtt jarðhita heimsæktu landið. Þannig gætu þeir fengið reynslu Íslendinga beint í æð og væru líklegri til að beita sér fyrir fjár- útlátum til jarðhitaverkefna. Eins og tilkynnt var seint á síðasta ári er fram undan viðamikið sam- starf Íslands og Alþjóða bankans þar sem leita á að jarðhita í þrettán ríkjum Austur-Afríku. Alþjóðabankinn mun byggja upp 65 milljarða króna sjóð og munu íslensk stjórnvöld leggja 800 milljónir króna í sjóðinn. Þá munu Íslendingar aðstoða ríkin við jarðhitaleit og nauðsynlegar grunnrannsóknir. - bj Viðamiklu alþjóðlegu jarðhitaverkefni ætlað að auðvelda ríkjum í Austur-Afríku að nýta jarðhita: Yfirmenn jarðhitaverkefna fái reynslu hér RISI Ísland er risi á sviði jarðhita og mikilvægt fyrir ríki sem ætla að hasla sér völl á því sviði að nýta reynslu Íslendinga, sagði Sri Mulyani Indrawati á jarðhitaráðstefnu í Hörpu í gær. EVRÓPA Rúm 500 kíló af húsasorpi féllu til frá hverjum íbúa ESB- ríkjanna árið 2011, að því er fram kemur í tölum Euro stat. Um 40% af því fóru í endurvinnslu eða voru sett í safnhaug, en 60% fóru í landfyllingu eða var brennt. Þetta er talsverð breyting frá því sem áður var þar sem áratug áður, árið 2001, fóru aðeins 27% í endurvinnslu eða safnhauga. Meira en helmingur sorps er endurunninn í Þýskalandi, Austur ríki, Hollandi og Belgíu. Mest rusl fellur til frá Dönum, rúm 700 kíló, en minnst rusl fellur til frá Mið- og Austur- Evrópuríkjunum, minna en 400 kíló á mann. - þj Sorpeyðing í Evrópu 2011: 40% af rusli í endurvinnslu FERÐAMÁL Rétt um 40 þúsund erlendir ferðamenn sóttu Ísland heim í febrúar, nærri helmingi fleiri en í febrúar í fyrra. Samkvæmt Ferðamálastofu fóru rétt tæplega 40 þúsund erlendir ferðamenn af landi brott í febrúar, samanborið við tæp- lega 28 þúsund í febrúar í fyrra. Aukningin er rúm 43 prósent. Flestir af ferðamönnunum voru frá Bretlandi, um 40 prósent. Þá komu um þrettán prósent frá Bandaríkjunum og átta prósent frá Noregi. - bj Fleiri ferðamenn í febrúar: Fjölgaði um nærri helming EFNAHAGSMÁL Hagkerfi Evrópu- sambandsins skrapp saman um 0,5% á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þar með var samdráttur á svæðinu samanlagt 0,3% á árinu. Þróunin var enn neikvæðari í ríkjum evrusvæðisins, þar sem samdrátturinn var 0,6% bæði á fjórða ársfjórðungi og yfir allt árið. Aðild að evrunni eiga sautj- án af 27 ríkjum ESB. Sé litið á einstök ríki var fjórði ársfjórðungur 2012 verstur í Portúgal, þar sem mældist 1,8% samdráttur. Þá skruppu hagkerfi Kýpur og Slóveníu saman um 1%. Í Eystrasaltslöndunum mældist aftur á móti nokkur hagvöxtur. - mþl Hagkerfi ESB minnkaði 2012: Áfram sam- dráttur í ESB VÍSINDI Tugir eðlutegunda munu deyja út á næstu 50 árum vegna hlýnunar jarðar, að mati náttúru- fræðinga. Eðlurnar eiga það sameiginlegt að hafa aðlagast kaldara veður- fari en aðrar eðlur með því að eignast lifandi afkvæmi í stað þess að verpa eggjum. Með hækkandi hitastigi jarðar eru þessar tegundir nú komnar í öngstræti á þróunarbrautinni, segir dr. Daniel Pinchira-Donoso, einn af fáum sérfræðingum heimsins í þessum eðlu tegundum. Hann segir útdauða þessara teg- unda mikið áhyggjuefni fyrir fjölbreytileika dýraríkisins. - bj Á öngstræti á þróunarbraut: Tugir eðluteg- unda deyja út VILNIUS Í LITHÁEN Mestur þróttur innan ESB var í hagkerfum Eystrasalts- ríkjanna undir lok síðasta árs. MYND/GETTY FIMMTUDAGUR 7. mars 2013 | FRÉTTIR | 17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.