Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 20
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is ASKÝRING VIÐSKIPTI | 20 UMRÓT Í EIGNARHALDI Á ÞROTABÚUM GÖMLU BANKANNA Alþjóðlegu bankarisarnir Morg- an Stanley og Deutsche Bank hafa bætt við sig kröfum á Glitni upp á 86,5 milljarða króna frá því í lok nóvember. Samtals eiga þeir nú 8,36 prósent allra krafna í búið en áttu 4,57 prósent fyrir rúmum þremur mánuðum. Heildar umfang krafna þeirra er nú 189,6 milljarðar króna en var 103,1 milljarður í nóvember. Þetta kemur fram á yfirliti yfir stærstu kröfuhafa Glitnis hinn 5. mars síðastliðinn sem Frétta- blaðið hefur undir höndum. Alls hafa samþykktar kröfur hækkað um tæpa tuttugu millj- arða króna á síðustu mánuðum og eru nú 2.274 milljarðar króna. Þar af eiga 50 stærstu kröfu hafarnir um 80 prósent krafna en 2.978 kröfuhafar tæp tuttugu prósent. Fimm stærstu kröfu hafarnir eiga fjórðung allra krafna. Greint var frá því í Frétta- blaðinu í gær að Burlington Loan Management, stærsti ein- staki kröfuhafi Glitnis, hefði selt kröfur fyrir 56 milljarða króna frá því í lok nóvember. Þá átti félagið kröfur á Glitni fyrir 190,7 milljarða króna. Í byrjun þessa mánaðar hafði sá stabbi minnkað niður í 134,5 milljarða króna. Burlington, sem er írskt skúffufyrirtæki sem er fjár- magnað og stýrt af bandaríska sjóðsstýringar fyrirtækinu David- son Kempner, er einnig á meðal stærstu kröfuhafa föllnu bank- anna Kaupþings og Straums. Þá á félagið stóran hlut í Klakka, áður Exista, og umtalsverðan hlut í Bakkavör. Þrotabú Kaup- þings, eða dótturbanki þess Arion banki, eru stórir eigendur í bæði Klakka og Bakkavör. Við- mælendur Fréttablaðsins telja að stjórnendur Burlington hafi ákveðið að einbeita sér að þeirri blokk frekar en Glitni. Félagið er enn stærsti kröfu- hafi Glitnis, þótt litlu muni á þeim og vogunarsjóðnum Silver Point Luxem borg Platform. Sá hefur bætt við sig kröfum upp á 37,3 milljarða króna á síðustu mán- uðum og á nú slíkar fyrir 130,6 milljarða króna. Eftirtektarvert er að tveir vogunar sjóðir aðrir en Burling- ton hafa minnkað stöðu sína mikið frá því í nóvember. Hinn bandaríski Owl Creek Invest- ments minnkar til að mynda um meira en helming niður í 33 2.274 milljarðar króna eru samþykktar kröfur í bú Glitnis. Þær hafa hækkað um tuttugu milljarða síðustu mánuði. 20 STÆRSTU KRÖFUHAFAR Í ÞROTABÚ GLITNIS 5. MARS 2013 5,92% Burlington Loan Management Ltd. 4,98% Landsbanki Íslands hf. 4,19% The Royal Bank of Scotland PLC 4,13% CCP Credit Acquisition Holdings Luxco, S.A.R.L. 3,96% Morgan Stanley Bank International Ltd. 3,58% Deka Bank Deutsche Girozentrale 3,21% SPB hf, áður Sparisjóðabanki Íslands hf. 3,05% ACMO S.a.r.l. 2,91% Max Participa- tions II S.a.r.l. 2,87% Barclays Bank PLC 1,53% Serengeti Manyara Cooperatief U.A. 1,45% Owl Creek Inest- ments I, LLC 1,56% Credit Agricole Vita S.p.A. 1,68% Botticelli, L.L.C. 2,01% Kaupþing banki hf. 2,30% TCA Opportunity Investment S.A.R.L. 2,60% Perry Luxco S.A.R.L. 1,68% Goldman Sachs Lending Partners LLC 36,27% Minni kröfur 4,38% Deutsche Bank AG, Lundúnaútibú 5,74% Silver Point Luxemburg Platform Sarl Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is rrrrrrrrrrrrrrrrr B irt m eð fy rir v u ar a um p re m nt vi llu r. s H ei m sf er ð i fe r fe r ás ki lja ér r sé r ré tt t il le ið ré t ið ré ið r g a tin g a á sl á u ík u. A th . AA að v e að ð g e ð g e rð g tu r b tu r b re ys t ys t re ys fff án f án ff á n f n n á nááá vrvvvrir vvvvrvvvrvrvirvrir vir yr irrirririryr iririryryryryyyyy aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa a.a.a.a.a.a.a.a.a.aa.aaaaaaaaa E N N E M M / N S IA • N M 56 94 3 M Kanarí Sól, sjór, sandur og sundlaugar eða snjór, kuldi og ófærð? Heimsferðir bjóða nú frábært verð á allra síðustu sætunum í sólina á Gran Canaria þann 12. mars. Láttu það eftir þér að bóka ferð í sólina, þú átt svo sannarlega eftir að njóta þess. Fjöldi gististaða í boði – ekki missa af þessu! Flugsæti eingöngu Frá kr. 54.900 Netverð á mann flugsæti báðar leiðir 12.-21. mars með sköttum. Stökktu tilboð Frá kr. 74.900 Netverð á mann m.v. 2 - 4 í íbúð/studio/herbergi í 7 nætur. Sértilboð 12. mars. 79.900,- á mann m.v. 2 - 4 í íbúð/studio/herbergi í 9 nætur. Sértilboð 12. mars. Parque Bali **+ – smáhýsi Frá kr. 79.900 Netverð á mann m.v. 2-3 í íbúð með einu svefnherbergi í 7 nætur. Aukagjald fyrir einbýli 28.000 kr í 7 nætur. Sértilboð 12. mars. Verð á mann fyrir 9 nætur er 5.000 kr aukalega á mann. Aukagjald fyrir einbýli í 9 nætur kr. 36.000. 12. mars í 7 eða 9 nætur Komdu með okkur í sólina! frá kr. 54.900 flugsæti eingöngu Bankarisar bæta miklu við sig Morgan Stanley og Deutsche Bank hafa keypt kröfur á Glitni upp á tæplega 90 milljarða króna á þremur mánuð- um. Á sama tíma hafa þrír vogunarsjóðir selt kröfur fyrir að minnsta kosti 120 milljarða króna. Talið að kröfuhafar séu að taka stöður í öðrum hvorum bankanum. milljarða. Thingvellir S.a.r.l., sem skráð er til heimilis í Lúxemborg, var í 20. sæti yfir stærstu kröfu- hafa Glitnis í fyrrahaust, með kröfur upp á tæpa 38 milljarða króna. Sjóðurinn er nú dottinn út af lista yfir 50 stærstu kröfu- hafana, sem þýðir að kröfur hans í dag eru komnar undir 6,5 millj- arða króna. Thingvellir á líka stórar kröfur í þrotabú Kaup- þings. Alls nema samþykktar almenn- ar kröfur í bú Glitnis 2.274 millj- örðum króna. Væntar endur- heimtur eru nú, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, á bilinu 25-26 prósent. Það þýðir að virði krafna kröfuhafanna er á bilinu 568,5 til 591,2 milljarðar króna. thordur@frettabladid.is Pólitískur hnútur stendur í vegi fyrir því að hægt sé að tvöfalda verðmæti íslensks útflutnings á næstu fimmtán árum eins og stefnt hefur verið að. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Þorsteinn var aðalræðumaður á aðalfundi Samtaka atvinnulífs- ins (SA) sem fram fór á Hilton Reykjavik Nordica í gær. Yfir- skrift fundarins var Samstöðu- leiðin: Fleiri störf – betri störf. Í ræðu sinni fjallaði Þorsteinn um stöðu lands og þjóðar í efna- hags- og stjórnmálum. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að auka verðmætasköpun og framleiðni í atvinnulífinu. „Meðan atvinnulífið nær ekki framleiðni á við það sem best ger- ist í grannlöndunum geta stjórn- málamennirnir aldrei tryggt sam- keppnishæfni velferðar kerfisins. Loforð þar um hljóma eins og hvellandi bjalla og klingjandi málmur,“ sagði Þorsteinn, sem fjallaði svo um tvö viðfangsefni sem hann taldi til þess fallin að ýta undir aukna verðmætasköpun. Í fyrsta lagi sagði Þorsteinn að Íslendingar þyrftu að fullnýta möguleika sína á innri markaði Evrópu, sem hann kallaði heima- markað og stóran stökkpall í aðrar áttir. Það yrði hins vegar ekki gert án gjaldmiðils sem væri gjaldgengur í milliríkja- viðskiptum. Í öðru lagi sagði hann ótækt að markaðslausnir yrðu látnar víkja í sjávarútvegi, höfuðatvinnugrein þjóðarinnar, fyrir félagslegum markmiðum. Enda myndu lífskjör versna eftir því sem framleiðni minnkaði í sjávarútvegi. Gaf Þorsteinn í skyn að samspil stöðugrar myntar og markaðs- lausna í sjávarútvegi gætu verið grunnur að lífskjarasókn. Vandinn væri sá að stjórnmála- flokkarnir settu þessi mál í hnút. „Á annað borðið róa flokkar sem vilja sjávarútvegsstefnu sem getur verið grundvöllur stöðug- leika og vaxandi framleiðni. Þeir flokkar geta aftur á móti ekki fall- ist á að tekin verði upp stöðug, alþjóðleg mynt. Á hitt borðið róa flokkar sem vilja taka upp nýja mynt. Þeir geta hins vegar ekki fallist á sjávarútvegsstefnu sem er forsenda fyrir því að unnt verði að stíga það skref,“ sagði Þor- steinn. - mþl Þorsteinn ræddi samspil myntar og sjávarútvegs: Pólitísk deila í vegi verðmætasköpunar NORDICA Í GÆR Þorsteinn Pálsson var aðalræðumaður á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.