Fréttablaðið - 07.03.2013, Síða 26

Fréttablaðið - 07.03.2013, Síða 26
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauð- syn þess að endurskoða almanna trygginga- löggjöfina í heild. Með margvíslegum breyt- ingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengi- legri og raunar illskiljan- leg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síð- ustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt. Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildar endurskoðun almannatryggingalaga. Rót- tækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera laga- umhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnis- stjórn um endurskoðun almanna- trygginga var skipuð. Hún skil- aði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföld- unar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi maka- tenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshóp- ur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokk- inn. Þar sátu fulltrúar þing flokkanna, ýmissa h agsmu n a aði la auk starfsmanna velferðar- ráðuneytisins. Í júní 2012 sam- þykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim. Aðgengileg löggjöf Breytingar samkvæmt nýju frum- varpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttinda- málum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekju- mörk verða afnumin. Ekki verð- ur lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagns- tekjur. Nú mega ellilífeyris þegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildis- töku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017. Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almanna- tryggingakerfisins, framsetn- ing laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagn- vart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á sam- kvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þess- um ábendingum. Skýrt er kveð- ið á um markmið og tilgang lag- anna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Orð skulu standa Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkis- ins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórn- valda og lífeyrissjóða um hækk- un frítekjumarks vegna tekna úr lífeyris sjóðum og vegna bráða- birgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekju- tryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðar- umsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatrygg- ingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið of- metur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfis breytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa. Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frum- varpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tíma- bærar. Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi Í skýrslu sem alþjóð- lega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey&Company gaf út síðasta haust um hag- vaxtarmöguleika Íslands er bent á að efla þurfi hinn alþjóðlega hluta vinnu- markaðarins, enda sé þar að finna mikla vaxtar- möguleika sem ekki eru háðir nýtingu náttúru- auðlinda. Bent er á þörf fyrir tæknimenntun til að styrkja vinnumarkað, auk þess að minna á mikilvægi þess að menntakerfið taki í auknum mæli mið af þörfum atvinnulífsins, svo stuðla megi að öflugri uppbygg- ingu og langtímaáætlanagerð. Undanfarin ár hafa aðgerðir í vinnumarkaðsmálum öðru frem- ur einkennst af viðbrögðum við neyð sem kom til vegna hrunsins og alvarlegra áhrifa þess á hluta vinnu- markaðarins. Meðal þessara við- bragða var opnun mennta- tækifæra, eins og sjá má í átaksverkefnum á borð við Nám er vinnandi vegur sem velferðarráðuneyti, mennta- og menningar- málaráðuneyti og Vinnu- málastofnun hafa haft for- göngu um ásamt aðilum vinnumarkaðar. Allt ber þetta að sama brunni, að stærri hluti íslensks vinnumarkað- ar muni búa yfir langskólamennt- un, iðn- og tæknimenntun á kom- andi árum. Menntun og atvinnuleysi Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur ekki verið í brennidepli á Íslandi, meðal annars á þeim rökum að tíðni atvinnuleysis er minni eftir því sem menntun er meiri. Tölur um atvinnuleysi segja þó ekki alla söguna þegar þörf fyrir störf sem krefjast háskóla- menntunar er annars vegar. Sam- kvæmt skýrslu OECD „Education at a glance“ (2010) voru árið 2007 21% 25-29 ára íslenskra kvenna og 11% karla sem höfðu lokið háskólamenntun í störfum sem ekki krefjast háskólamenntun- ar, t.d. í skrifstofu- eða þjónustu- störfum. Áhugavert verður að sjá þróun þessarar tölfræði eftir því sem háskólamenntuðum á vinnu- markaði fjölgar. Menntun veitir forskot þegar sótt er um starf, hvort sem starfið krefst menntunar eður ei. Ef ekki er hugað að uppbyggingu starfa fyrir langskólagengna, er því hætt við að starfstækifæri þeirra sem ekki hafa menntun verði færri. Leiðarvísar Í nágrannalöndum okkar er farið að bera talsvert á því að nýút- skrifað fólk úr háskólum fær ekki starf við hæfi innanlands og leitar því út fyrir landsteinana. Þetta á ekki hvað síst við um hinn alþjóð- lega hluta atvinnulífsins, sem ekki er bundinn af landamærum eða staðbundnum náttúrulegum auð- lindum. Í Danmörku hefur á undanförn- um árum verið unnið að eflingu atvinnulífsins fyrir ungt háskóla- menntað fólk undir formerkjum þess að tengja saman hefðbundnar atvinnugreinar og nýja þekkingu. Dönsk stjórnvöld hafa veitt litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að ráða til sín starfsfólk með menntun á grundvelli áætl- ana um útvíkkun og þróun starf- seminnar. Verkefni þetta gengur undir nafninu Videnpiloterne (hér þýtt sem „Leiðarvísarnir“) og upp- lýsingar um það má meðal annars finna á vef danska menntamála- ráðuneytisins. Verkefnið var afmarkað í tíma, en hefur verið endurtekið og þróað með góðum árangri. Athygli hefur vakið að þekking sú sem nýst hefur til að breikka grundvöll hefðbundinna fyrirtækja svo sem í iðnaði, hefur ekki bara verið af raunvísindalegum, markaðs- eða hagfræðilegum toga, heldur hafa hugvísindi og heimspeki meðal annars komið sterkt inn. Leiðarvísar í íslensku atvinnulífi Hérlendis eru þegar til dæmi um nýtingu nýrrar þekkingar í hefð- bundnum greinum, t.d. hvað varð- ar vinnslu hönnunar-, lækninga- og húðvara úr fiskafurðum. Eins eru þekktir svokallaðir klasar, t.d. á sviði sjávarútvegs og jarðvarma, þar sem fólk og fyrirtæki með ólíkan bakgrunn kemur saman til að skapa ný sóknarfæri. Vaxandi fyrirtæki með alþjóðlega skír- skotun geta þannig byggt styrk sinn jafnt á reynslu rótgróinnar atvinnustarfsemi, nýrrar þekk- ingar og skapandi frumkvæðis. Ísland hefur sett sér það mark- mið að auka hlutdeild menntun- ar á vinnumarkaði. Fjöldi verk- efna til að efla þekkingu vinnandi fólks stefnir að því marki. Fyrr en síðar þarf að fara að huga að því að hvetja til þess að störfum fyrir háskólamenntaða verði fjölgað með markvissum hætti. Slík uppbygging mun jafnframt gera íslensku atvinnulífi kleift að nýta sóknartækifæri á sviði alþjóðlegrar starfsemi og nýting- ar þeirrar mikilvægu auðlindar sem við eigum og ekki er bundin við landamæri, sem er ungt vel menntað fólk. Menntun og Leiðarvísar í íslensku atvinnulífi ALMANNA- TRYGGINGAR Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ➜ Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjár- magnstekjur. Nú mega elli- lífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. ATVINNA Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM ➜ Allt ber þetta að sama brunni, að stærri hluti ís- lensks vinnumarkaðar muni búa yfi r langskólamenntun, iðn- og tæknimenntun á komandi árum. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.