Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 35
TÍSKA | FÓLK | 3 Ég setti mér það markmið að nota íslensku ullina sem tískuvöru en ekki sem handavinnu og sýna fram á að það sé fullvel hægt að nota íslenskan lopa í tískufatnað. Það er íslensk, eða allavega skandinavísk aðferð, að prjóna peysur á hringprjón svo engir saumar eru á flíkinni og ég notfærði mér það. Bæði peysurnar og pilsin eru ein heild og engir saumar,“ útskýrir Erna Einarsdóttir fata hönnuður, en hún sýnir útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins- skólanum í London í versluninni Geysi á HönnunarMars. Erna hefur ekki sýnt línuna hér á landi áður en hún hlaut talsverða athygli fyrir hana þegar hún útskrifaðist fyrir ári síðan og Erna landaði starfi hjá Yves Saint Laurent strax eftir útskrift. „Línan mín var valin ein af bestu línunum í útskriftar- árganginum og svo fékk tilboð um að koma í viðtal til Yves Saint Laurant. Ég var þá á leiðinni heim til Íslands eftir 8 ára nám úti og hlakkaði mikið til að koma heim. Ég ákvað þó að skella mér í viðtalið því ég hafði aldrei komið til Parísar. Ég fékk starfið og var byrjuð að vinna tveimur vikum seinna. Þá komst ég líka að því að ég var ólétt. En það gekk bara fínt að vera ólétt í París og tíminn leið hratt. Ég kom heim í septem- ber og átti í október,“ segir Erna hress. Hún hefur nú verið ráðin yfirhönnuður hjá Geysi og segist hlakka til að taka þátt í uppbyggingunni á íslenskri fatahönnun. „Það eru spennandi hlutir að gerast í fatahönnun á Ís- landi og mikil vitundarvakning um hvað sé hönnun og hvað ekki. Hér er mikið af flottum hönnuðum sem hafa alla burði til að ná langt og mér finnst að mætti styðja meira við. En mér finnst Fatahönnunarfélagið að gera góða hluti og þá er HönnunarMars frábær vettvangur til að sýna á og er kominn til að vera.“ FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 SÝNIR ÚTSKRIFARLÍNUNA Erna Einarsdóttir fata- hönnuður landaði starfi hjá Yves Saint Laurent í París út á útskriftarlínu sína. Hún sýnir línuna nú í fyrsta skipti hér á landi, í versluninni Geysi á HönnunarMars. Erna hefur störf sem yfirhönnuður hjá Geysi á næstu vikum. Peysurnar eru prjónaðar eftir íslenskri hefð, engir saumar og allt handgert. Pilsin eru úr silfurlituðu gervileðri sem í eru leysigeislaskorin göt. Íslenskur lopi er svo hand- saumaður í leðrið með krossaumi. MYND/STEFÁN LOPINN SLÓ Í GEGN ÍSLENSK HÖNNUN Erna Einarsdóttir fatahönnuður var ráðin hjá Yves Saint Laurent í kjölfar lokaverkefnis hennar frá Central Saint Martins-skólanum. Hún hefur verið ráðin yfirhönnuður hjá Geysi og sýnir á HönnunarMars. LAGERHREINSUN! MIKIÐ ÚRVAL AF ÍÞRÓTTASKÓM OG FATNAÐI Á GÓÐUM AFSLÆTTI! Í ANDDYRI SALS FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS - MÖRKINNI 6 DAGANA 6. - 17. MARS. OPIÐ: MÁN.-FÖS: 12-18 OG LAU.-SUN: 12-16. EASTPAK TASKA ÁÐUR: 10.990.- NÚ: 4.990.- TEVA SANDALAR ÁÐUR: 9.990.- NÚ: 4.990.- ASICS 2170 ÁÐUR: 27.990.- NÚ: 14.990.- ASICS KAYANO ÁÐUR: 29.990.- NÚ: 16.990.- ASICS NIMBUS ÁÐUR: 29.990.- NÚ: 16.990.- ASICS BUXUR ÁÐUR: 10.990.- NÚ: 6.490.- ASICS BOLUR ÁÐUR: 7.390.- NÚ: 3.490.- SEAFOLLY SUNDBOLUR ÁÐUR:19.990.- NÚ: 9.990.- CASALL BOLUR ÁÐUR: 7.990.- NÚ: 3.990.- CASALL BUXUR ÁÐUR: 14.990.- NÚ: 6.990.- EASTPAK TASKA ÁÐUR: 11.490.- NÚ: 5.990.- ASICS JAKKI ÁÐUR: 15.990.- NÚ: 8.990.- CASALL PEYSA ÁÐUR: 17.990.- NÚ: 6.990.- CASALL KJÓLL ÁÐUR: 16.990.- NÚ: 5.990.- KETCH BARNAHÚFA ÁÐUR: 4.990.- NÚ: 2.490.- SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.