Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 36

Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 36
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4 ■ HÖNNUN Tískuhönnuðurinn Paul Smith hefur tekið höndum saman við góðvin sinn, söngvarann David Bowie. Smith mun framleiða opinberan stutterma bol sem kemur í verslanir samhliða nýjum hljómdiski Bowies, The Next Day, sem verður gefinn út 11. mars. Myndin á bolnum er innblásin af umslagi plötunnar Heroes frá 1977. David Bowie hefur oft klæðst fötum Paul Smith í gegnum tíðina. Þeir félagar ætla sér að starfa meira saman á árinu. PAUL SMITH FYRIR BOWIE Sýningin sem ber heitið; The Fashion World of Jean Paul Gaultier: From The Sidewalk To The Catwalk, spannar fjörutíu ára feril Gaultiers sem tískuhönnuður. Sýningin var fyrst opnuð í Bandaríkjunum 2011 og hefur síðan verið sett upp í Kanada og víða í Evrópu. Nú er komið að Lundúnum, nánar tiltekið Barbican þar sem sýningin verður sett upp í apríl á næsta ári. Á sýningunni gefur að líta margar frægar flíkur. Helst ber að nefna heims- þekkt lífstykki Madonnu með keilulaga skálunum sem hún klæddist á tónleikaferð sinni Blonde Ambition árið 1990. Þá verða þrír aðrir búningar á sýningunni sem Gaultier hannaði sérstaklega fyrir söng- konuna. Þá má einnig nefna fatnað sem hönnuðurinn bjó til fyrir Kylie Minogue og Dita Von Teese. Alls verða um 140 hátísku- og hvunndagsklæðnaðir til sýnis en flest eru fötin úr einkaeigu hönnuðar ins sjálfs. HÖNNUN GAULTIERS MADONNA Á sýningunni má meðal annars líta lífstykki sem Gaultier hannaði fyrir söngkonuna Madonnu. Sýning sem tileinkuð er verkum Jean Paul Gaultier verður opnuð í Barbican í London á næsta ári. GLÆSIKLÆÐNAÐUR Sýningin spannar fjörutíu ára feril Jean Paul Gaultier sem tískuhönnuðar. NORDICPHOTOS/GETTY TVEIR GÓÐIR Paul Smith og Bowie eru góðir vinir. 100% dúnsæng á fermingartilboði Dúnmjúkur draumur NORÐURKRILL P R E N T U N .IS Hressari á morgnana! „Í heilsueflingu minni sem hófst í ágúst 2011 hef ég notað Norðurkrill omega 3 gjafa og ég fann mjög fljótt mikinn mun á mér. Ég hafði lengi átt við skammdegisþunglyndi að stríða, var kraftlaus, síþreyttur og fann til í liðamótum. Eftir að ég byrjaði að taka inn Norðurkrill er miklu auðveldara að vakna á morgnana, liðverkir eru horfnir, lundin er léttari og ég finn gríðarlegan mun á heilsunni. Þetta var eins og punkturinn yfir i-ið og ég ætla klárlega að halda áfram að nota Norðurkrill í minni heilsueflingu. Ég verð 40 ára á árinu og hef sjaldan verið í jafngóðu andlegu og líkamlegu formi.“ Björn Ólason Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð, uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is 20% afsláttu r 1 – 15 ma rs OMEGA 3 getur gengt lykilhlutverki þegar kemur að því að efla stoðkerfið, huga- og heilastarfsemi, hjarta og æðakerfi. NORÐURKRILL ein öflugasta uppspretta af OMEGA 3 úr hafinu unnið úr krilli (ljósátulýsi) NORÐURKRILL er fáanlegt í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.