Fréttablaðið - 07.03.2013, Síða 37

Fréttablaðið - 07.03.2013, Síða 37
TÍSKA | FÓLK | 5 Víðar bermúdabuxur, hangandi á mjöðmum, hafa verið áberandi á tískupöllunum. Þær eru þeim kærkomnar sem treystu sér ekki í stuttu og níðþröngu galla- og leðurstutt- buxurnar sem hafa notið vinsælda síðustu ár. Þetta er einstaklega þægileg og hentug tíska sem á örugglega eftir að ná til al- mennings. Sumar buxurnar ná alveg niður að hnjám en á öðrum nema skálmarnar við mið læri. Flestar eru víðar og svolítið rykktar og oft er hægt að stinga höndum þægilega í vasann. Íslensk sumur bjóða ekki alltaf upp á bera leggi en við því má sjá með hnaus- þykkum sokkabuxum og þannig ganga buxur sem þessar árið um kring. STUTTBUXURNAR SÍKKA OG VÍKKA ÞÆGILEG SUMARTÍSKA Þröngu stutt- buxurnar eru á undanhaldi og víkja fyrir síðari, víðari og þægilegri buxum. ÞÆGINDIN Í FYRIRRÚMI Sumar buxurnar ná alveg niður að hnjám en aðrar nema við mið læri. FLOTTAR VIÐ SOKKABUXUR Íslensk sumur bjóða ekki endilega upp á bera leggi en við því má sjá með þykkum sokka- buxum. TÖFF Stuttbuxnadraktir þykja smart. KLÆÐILEGT Þessi tíska nær langt út fyrir tískupallana enda klæðir hún flesta. RETRO-STEMNING Ekki þykir verra ef buxurnar virðast not- aðar. Þær eru flestar víðar og svolítið rykktar og oft er hægt að stinga höndum þægilega í vasann. Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Heilsulausnir “Mér fannst allt gott, hafði enga stjórn á skammtastærðum og hafði lítið þrek. Ég var farin að óttast um heilsu mína og langaði ekki að vera svona illa á mig komin lengur,” segir Sólveig sem vildi læra að borða rétt og lifa í sátt við sjálfa sig. „ Þegar ég fór að ná árangri, léttast og líða betur hugsaði ég tíðum hví í ósköpunum ég hefði ekki tekið í taumana fyrr. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að ég væri að missa 35 kílóum léttari en fyrir ári síðan „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að ég væri að missa af lífinu og get ég ekki ímyndað mér hvernig lífið væri nú hefði ég ekki farið í Heilsuborg.” Sólveig Sigurðardóttir af lífinu og get ég ekki ímyndað mér hvernig lífið væri nú hefði ég ekki farið í Heilsuborg.” “Að breyta um mataræði er mikil vinna í fyrstu og ég hef reynt að boð og bönn virka ekki. Ég hætti að vera svöng þegar ég lærði að borða reglulega og langar sjaldnast í nammi því mér líður svo vel að borða rétt,” segir Sólveig, 35 kílóum léttari en fyrir ári síðan. Sólveig Sigurðardóttir Kynningarfundur mánudaginn 11. mars kl. 17:30 – Allir velkomnir! Ert þú óviss með næstu skref? Pantaðu tíma í Heilsumat og hjúkrunar- fræðingur fer yfir stöðuna á þinni heilsu og aðstoðar með næstu skref.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.