Fréttablaðið - 07.03.2013, Side 46

Fréttablaðið - 07.03.2013, Side 46
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. útmá, 6. skst., 8. pili, 9. kvk nafn, 11. átt, 12. aðfall, 14. fet, 16. hróp, 17. útsæði, 18. nafar, 20. tveir eins, 21. rænuleysi. LÓÐRÉTT 1. nýja, 3. frú, 4. afbrot, 5. tunna, 7. orðrómur, 10. þrá, 13. hluti verkfæris, 15. matur, 16. hljóðfæri, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. afmá, 6. no, 8. rim, 9. gró, 11. sa, 12. aðsog, 14. skref, 16. óp, 17. fræ, 18. bor, 20. ðð, 21. óráð. LÓÐRÉTT: 1. unga, 3. fr, 4. misgerð, 5. áma, 7. orðspor, 10. ósk, 13. orf, 15. fæði, 16. óbó, 19. rá. Bahh! Þarna! Þarna! gekkstu of langt kona! AAAA! Ekkert svona! Þetta var öxl í öxl! Nú á stöð 5: „Ég tala við dauða hamsturinn minn“ Verðurðu heima í kvöldmat, Palli? Ég ætla að líta á dagskrána. Sonur minn, lifandi minn- ismiðinn. Geturðu skoðað blaðsíðu 3 fyrir mig? Þetta er lögfræðingurinn minn, ég brenndi tunguna á hafragrautnum ykkar! ÖLL dýrin. ...sem hræddi dýrin. Öll dýrin. Þá sagði ljónið... SAGÐI þá ljónið. Kannski ættirðu bara að lesa fyrir sjálfa þig. Án þess að neinn leiðrétti mig?? FYRSTI ÞÁTTUR Í KVÖLD KL. 22:05 TVEIR + SEX ALLT SEM ÞÚ VILDIR VITA UM KYNLÍF EN ÞORÐIR EKKI AÐ SPYRJA UM. Nýr og spennandi þáttur um kynlíf ungs fólks. Þáttastjórnendur ræða málin, spyrja sérfræðinga og prófa sig áfram. Popptíví fylgir frítt með áskrift að Stöð 2 Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is F ÍT O N / S ÍA Fyrirsögn á Vísi vakti athygli mína í gærmorgun: Samkynhneigð hjón fá hæli í Svíþjóð. Skilyrt hugsanaferli fór í gang og ég átti erfitt með að koma því heim og saman hvernig hjón gætu verið samkyn- hneigð. „Er hann þá hommi og hún lesbía?“ stóð ég mig að því að hugsa áður en það rann upp fyrir mér að auðvitað var verið að tala um tvo karlmenn sem eru giftir. Og, já, giftir hvor öðrum. ÞESSI hugsun kom mér satt að segja algjörlega í opna skjöldu. Hjónabönd sam- kynhneigðra hafa lengi verið sjálf- sagður hlutur í mínu nærumhverfi, enda margir af mínum bestu vinum hommar og lesbíur. Það var því ekki hugtakið hjónaband sam- kynhneigðra sem ég hafði eitt- hvað við að athuga. Nei, það er orðið hjón sem hefur þessi áhrif. Svo rækilega er það innprentað að hjón séu karl og kona; þau hjónin, að þegar besta vinkona mín gift- ist ástkonu sinni töluðum við alltaf um „þær hjónurnar“, ekki hjónin. Giftir hommar kallast þá væntanleg „þeir hjónarnir“. „Þau hjónin“ er enn einskorðað við hið hefðbundna gagnkyn- hneigða hjónaband. TUNGUMÁLIÐ er ansi harður húsbóndi. Ákveðin orð hafa ákveðna merkingu og það er hæg- ara sagt en gert að fá þau til að öðlast nýja vídd. Þótt samfélagið breytist og opnist fyrir nýjum hjónabandsformum harðneitar hugtakið hjón að taka þátt í þeirri breytingu. Þannig viðhelst sú hugsun að hjónaband konu og konu eða karls og karls sé ekki „alvöru“ hjónaband og jafnvel þeir sem þykir ekkert sjálfsagðara en að samkynhneigðir fái rétt til skilnaðar – eins og stóð á einu kröfuspjaldinu í stuðnings- göngu við frumvarp um hjónabönd samkyn hneigðra í Frakklandi – hnjóta um þennan tungumálsþröskuld hefðarinnar og draga ósjálfrátt kolranga ályktun. ÉG hef yfirleitt ekki kippt mér upp við það að rótgróin orð þýði eitthvað annað en nútíminn krefst, enda óttalegur íhalds- seggur þegar kemur að tungumálinu. Hef til dæmis aldrei séð neitt athugavert við það að konur séu kallaðar ráðherra, for- stjóri, kennari, rithöfundur og svo fram- vegis. Konur eru menn og það má í þeim skilningi heimfæra þessi orð upp á þær með góðum vilja, hef ég tuðað aftur og aftur. Tittlingaskítur og hártoganir að vera að amast við því og búa til orðskrípi á borð við ráðfrú og forstýra. Þessi óþægi- lega hugsun í gærmorgun fékk mig þó til að efast um að það sé eitthvert kappsmál að halda tungumálinu í föstum skorðum hefðar innar. Orð sem kynda undir fordóm- um og fastmótuðum siðum ættu kannski bara að hverfa og önnur ný sem túlka þann veruleika sem við búum við í dag að taka við. Kannski væri það stærsta skrefið í jafnréttisátt að afnema kyn orðanna. Fordómar orðanna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.