Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 54
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 46 Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Sunnudagskvöldið 17. mars spilar svo saxófónleikarinn Colin Stetson á Volta. Stetson hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist en er líka þekktur fyrir að hafa mikið spilað með öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á plötur með Tom Waits, Feist, Bon Iver og TV on the Radio. Þekktastur er hann samt sennilega fyrir samstarf sitt við Arcade Fire. Hann spilaði bæði inn á Neon Bible og The Suburbs og hefur mikið spilað með hljómsveitinni á tón- leikum. Stetson spilar á margar tegundir blásturshljóðfæra; klarinettu, bassaklarinettu, franskt horn og fleira. Hann er samt þekktastur fyrir saxófónleikinn. Hann spilar m.a. á bassasaxófón, sem er stærsti meðlimur saxófónafjölskyldunnar og frekar sjaldgæft hljóðfæri. Tónlistin á sólóplötum Stetsons er að stórum hluta leikin af fingrum fram. Hún er bæði framúrstefnuleg og tilraunakennd. Hljóðin sem hann nær út úr saxófóninum og tjáningin í spilamennskunni er einstök. Það má því gera ráð fyrir magnaðri tónleikaupplifun á Volta. Auk Stetsons spilar Úlfur á tónleikunum. Colin Stetson hefur gefið út nokkrar stórar plötur. Hann er með fína vefsíðu (colinstetson.com) þar sem finna má hlekki yfir á bandcamp- og soundcloud- síðurnar hans. Á þeim er mikið af tónlist sem hægt er að hlusta á. Næsta plata Stetsons, New History Warfare Vol. 3: To See More Light, kemur út 30. apríl. Hún var tekin upp undir stjórn Bens Frost. Á henni spilar Stetson á altó-, tenór- og bassasaxófón en Justin Vernon úr Bon Iver syngur í fjórum lögum. Spennandi heimsókn MAGNAÐUR Colin Stetson spilar á Volta 17. mars. David Bowie - The Next Day Ólafur Arnalds - For Now I Am Winter Atoms For Peace - Amok Í spilaranum TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 28.2.2013 ➜ 06.3.2013 LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Ásgeir Trausti Nýfallið regn 2 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason 3 Valdimar Yfir borgina 4 Rihanna / Mikky Ekko Stay 5 Frank Ocean Lost 6 Jónas Sigurðsson Fortíðarþrá 7 Ragnar Bjarnas. /Lay Low Þannig týnist tíminn 8 Bruno Mars Locked Out of Heaven 9 Eyþór Ingi Ég á líf 10 Maroon 5 Daylight Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 Retro Stefson Retro Stefson 3 Ýmsir Söngvakeppnin 2013 4 Raggi Bjarna Dúettar 5 Ýmsir Pottþétt 58 6 Hjaltalín Enter 4 7 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 8 Valdimar Um stund 9 Dimma Myrkraverk 10 Skálmöld Börn Loka Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heil- um sjö árum eftir að FutureSex/ LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upp- tökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc“ Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífu laginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistar- áhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal Sexy- Back, My Love og What Goes Aro- und… Comes Around. Eftir að Timber lake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlist- inni til að einbeita sér að leiklist- inni. Einnig stofnaði hann útgáfu- fyrirtækið Tenman Records og var gestasöngvari í nokkrum lögum, þar á meðal 4 Minutes með Mad- onnu og Carry Out með Timbaland. Árið 2011 keypti popparinn, ásamt fyrirtækinu Specific Media Group, vefsíðuna Myspace í von um að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann hefur því langt því frá setið auðum höndum þess sjö ár, þrátt fyrir að aðdáendur hans um heim allan hafi beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá honum í allt of langan tíma að þeirra mati. Timberlake ætlar í tónleikaferð um Norður-Ameríku í sumar undir yfirskriftinni The Legends of the Summer ásamt Jay-Z og verða þeir fyrstu í Toronto 17. júlí. Skömmu áður, eða 12. júlí, spilar hann á Wireless Festival í Bretlandi, en stutt er síðan hann kom fram á Brit- hátíðinni í London við góðar undir- tektir. Popparinn nýtur mikillar hylli á Bretlandseyjum og fór nýjasta smá- skífulagið hans, Mirrors, á toppinn á breska smáskífulistanum fyrir skömmu. freyr@frettabladid.is Timberlake mættur aft ur eft ir sjö ára hlé Þriðja plata Justins Timberlake kemur út á næstunni. Eft irvæntingin er mikil. ENDURKOMA Justin Timberlake er mættur aftur með plötuna The 20/20 Experience. NORDICPHOTOS/GETTY 1. Pusher Love Girl 2. Suit & Tie 3. Don‘t Hold the Wall 4. Strawberry Bubblegum 5. Tunnel Vision 6. Spaceship Coupe 7. That Girl 8. Let the Groove Get In 9. Mirrors 10. Blue Ocean Floor Lagalistinn á The 20/20 Experience - Fræðsla um líkamsbeitingu - Vinnustaðaúttektir - Ráðgjöf við gerð áættumats starfa - Vinnuvistarráðgjöf - Innleiðing og kennsla hléæfinga Vinnuvernd ehf. sinnir fræðslu og ráðgjöf á sviði vinnuverndar fyrir alla vinnustaði. Vinnuvernd ehf. er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum. Nánari upplýsingar í síma 578 0800 og á vinnuvernd.is Vinnuumhverfi á þínum vinnustað Vinnuvernd ehf. hefur um árabil sinnt fræðslu og ráðgjöf á sviði vinnuverndar, heilsuverndar og heilsueflingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.