Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 56
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 Grínistinn og þáttastjórnandinn vinsæli, John Stewart, hyggst taka sér stutt frí frá The Daily Show í sumar til að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Myndin ber titilinn Rosewater og er handrit henn- ar byggt á bókinni Then They Came for Me: A Family’s Story Of Love, Captivity And Survival eftir fréttamanninn Maziar Bahari. Bókin segir frá því þegar Bah- ari heimsótti Íran árið 2009 í þeim tilgangi að flytja fréttir af forseta- kosningunum þar í landi. Bahari átti aðeins að dvelja í viku í land- inu en var handtekinn fyrir njósn- ir og fangelsaður í 118 daga. Stewart skrifar einnig handrit myndarinnar en Scott Rudin mun framleiða hana. Leikstýrir kvikmynd John Stewart þreytir frumraun sína sem leikstjóri. TEKUR SÉR FRÍ John Stewart tekur sér frí frá The Daily Show til þess að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Carrie Fisher, sem fór með hlutverk Lilju prinsessu í upprunalega Stjörnustríðsþríleiknum á árunum 1977 til 1983, virð- ist reiðubúin að draga prinsessubúninginn fram á ný fyrir væntan- lega Star Wars-mynd. Í viðtali við Palm Beach Illustrated var Fisher spurð beint út hvort hún hygðist leika Lilju í nýju myndinni, sem leikstýrt verður af J.J. Abrams, og svaraði játandi. „Hún verður gömul,“ sagði Fisher, innt eftir því hvernig hún myndi koma fram í myndinni. „Hún er á elliheimili í geimnum. Ég hugsa að hún verði alveg eins og hún var, nema hægari og síður til í miklar orrustur.“ Einnig er talið líklegt að Mark Hamill og Harrison Ford, sem léku Loga Geimgengil og Hans Óla í gömlu myndunum, bregði sér einn- ig í sömu hlutverk í væntanlegri Star Wars-mynd en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Carrie Fisher fer aft ur í prinsessubúninginn Lilja prinsessa „gömul“ í nýju Star Wars-myndinni. STJÖRNUSTRÍÐ Carrie Fisher, hér með þá Mark Hamill og Harrison Ford á milli sín, virðist tilbúin í meira Star Wars. Ævintýramyndin Oz the Great and Powerful verður frumsýnd í kvikmynda húsum annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Sam Raimi og þykir minna um margt á stíl meistara Tim Burton. Oz the Great and Powerful segir frá töframanninum Oscar Diggs, sem er þeytt frá Kansas af felli- byl til hins litríka lands Oz. Diggs telur sig hafa dottið í lukkupott- inn enda er Oz töfrandi staður og íbúar landsins hafa lengi beðið eftir miklum töframanni sem gæti verið sjálfur Diggs. Hann hittir svo þrjár nornir, Theodóru, Evanóru og Glindu, sem eru fullar efasemda um að Diggs sé í raun sá mikli töframaður sem hann segist vera. Í kjölfarið flækist Diggs inn í þann vanda sem blasir við landinu og íbúum þess en með hæfileikum sínum og gáfum tekst honum ekki einungis að verða betri maður, heldir einnig umbreyta sér í hinn mikla galdramann sem allir þekkja. Stórstjörnur fara með helstu hlutverk myndarinnar og má þar helst nefna James Franco í hlut- verki töframannsins Oscar Diggs. Michelle Williams leikur norn- ina Glindu, Rachel Weisz fer með hlutverk nornarinnar Evanóru og Mila Kunis leikur Theodóru. Að sögn Williams þótti henni sérlega gaman að fá tækifæri til að leika „góðu nornina“ og þá sérstaklega vegna þeirra viðbragða sem hún fékk frá börnum þegar hún var í fullum skrúða. Kunis sagðist ekki hafa fengið sömu viðbrögð við sinni persónu. „Persónurnar taka allar breytingum í gegnum mynd- ina, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Börn brostu ekki til mín þegar ég var komin í búning- inn, það get ég sagt ykkur,“ sagði hún í viðtali við vefsíðuna Yahoo! Movies. Leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, er ekki ókunnugur því að leikstýra kvikmyndum sem byggð- ar eru á skáldskap því hann hefur leikstýrt þremur kvikmyndum um Köngulóarmanninn; Spider-Man, Spider-Man 2 og Spider-Man 3. Síðasta mynd hans var hrollvekj- an Drag Me to Hell frá árinu 2009 sem hlaut einstaklega góða dóma. Oz the Great and Powerful hlýt- ur 67 prósent í einkunn á vef- síðunni Rottentomatoes.com og 7.2 á vefsíðunni Imdb.com. Gagn- rýnandi Village Voice var lítt hrif- inn af myndinni og sagði að við áhorfið hafi hann lengt eftir þeim töktum sem Raimi sýndi í Drag Me to Hell. Annar gagnrýnandi segir Oz the Great and Powerful aftur á móti vera ánægjulega endurkomu til Oz. - sm Fín endurkoma til Oz Kvikmyndin Oz the Great and Powerful verður frumsýnd annað kvöld. Myndin skartar James Franco í hlutverki galdrakarlsins og hefur fengið ágæta dóma. GÓÐ ENDURKOMA Oz The Great And Powerful er forsaga hinnar sígildu sögu um Galdrakarlinn í Oz. Verslunarhúsnæði til leigu Gott 245m² - 530m² verslunarhúsnæði í Bolholti til leigu og afhendingar strax. Verslunin er í alfaraleið rétt fyrir ofan Lauga- veginn með góðu aðgengi og bílastæðum beint við inngang. Hús- næðið getur leigst í 2 einingum, en það skiptist í 245m² á jarðhæð með 105m² bakrými á 2. hæð, auk samtengdri 180m² óupphitaðri skemmu með stórum innkeyrsludyrum. Hentar vel verslunum sem þurfa að hafa vinnu-/sýningaraðstöðu og lagerinn við hendina. Verð tilboð. Áhugasamir hafið samband við sölumenn okkar. Sími 511 2900 FERÐAFÉLAGAR Líf Sal Paradise breytist til muna þegar hann kynnist parinu Dean Moriarty og Marylou og ferðast með þeim þvert yfir Bandaríkin. Stolið nafn og ógleymanleg ferð Auk Oz eru tvær myndir frumsýndar um helgina. Þær eiga það sameiginlegt að í báðum ferðast fólk þvert yfi r Bandaríkin, í mismunandi erindagjörðum þó. Gamanleikarinn Jason Bateman leikur kaupsýslumanninn kurteisa Sandy Patterson í gamanmyndinni Identity Thief, sem er frumsýnd um helgina. Sandy þessi neyðist til að ferðast þvert yfir Bandarík- in, frá Denver alla leið til Miami, til þess að standa uppi í hárinu á manneskjunni sem er að stela nafn- inu hans. Þar hittir hann hina sak- leysislegu Diönu, sem er leikin af hinni sprenghlægilegu Melissu McCarthy, og í ljós kemur að hún er búin að lifa góðu lífi í dágóðan tíma á hans kostnað. Hann reynir öll brögð til að ná Diönu með sér aftur til Denver og þannig hreinsa nafn sitt, en það er ekki eins auð- velt og það hljómar því Diana er ekkert lamb að leika sér við. Græna ljósið frumsýnir drama- myndina On the Road um helgina. Myndin er eftir Walter Salles og skartar þeim Sam Riley, Garrett Hedlund, Kristen Stewart og Amy Adams í aðalhlutverkum. Kirsten Dunst og Viggo Mortensen eru síðan á meðal annara leikara. Myndin byggir á samnefndri bók Jacks Kerouac og segir frá rithöf- undinum unga Sal Paradise. Líf hans breytist til muna þegar hann kynnist hinum frjálslynda Dean Moriarty og kærustunni hans Marylou. Saman ferðast þremenningarnir um Bandaríkin og hitta fyrir fjölda fólks, sem allt á sinn þátt í því að gera ferðina ógleymanlega. - trs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.