Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 60
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52 „Þetta var bara alveg geðveikt og minn besti árang- ur hingað til,“ segir Páll Valdimar Guðmundsson Kolka sem nýverið lenti í fjórða sæti á Evrópu- meistaramótinu í jójó sem fór fram síðustu helgi í Búdapest. Um 120 manns kepptu á Evrópumótinu þar sem Páll var í svokölluðum A-hópi fyrir færustu kepp- endurna. Páll hefur iðkað jójólistina síðastliðin átta ár, en það sem byrjaði sem saklaust áhugamál hefur aldeilis undið upp á sig. Páll er nú kominn á samning hjá kanadíska jójóframleiðandanum CLYW sem bæði skaffar honum jójó og styrkir hann til keppnisferða víðs vegar um heiminn. „Það var árið 2006 sem ég fattaði að ég gæti gert meira úr þessu áhugamáli mínu. Þá fór ég sem áhorfandi á keppni í Flórída með vini mínum og komst í sam- band við fólk í þessum geira. Svo keppti ég í minni fyrstu alvöru keppni árið 2010,“ segir Páll, sem er iðinn við að halda út í heim að sýna jójólistir sínar. „Í fyrra keppti ég í Flórída, Tékklandi, Japan og á Spáni svo það er nóg að gera. Það munar miklu að vera með styrktaraðila sem hjálpar til við ferða- kostnaðinn.“ Páll hefur hannað sitt eigið jójó sem CLYW fram- leiðir og er vinsælt meðal annarra iðkenda. Hann segist semja sín jójótrix sjálfur og telur mikilvægt að sýna hversu skapandi hann er þegar kemur að stigagjöf dómara. „Svo finnur maður skemmtilega tónlist undir og býr til atriði. Allt snýst þetta um að búa til skemmtilega sýningu fyrir áhorfendur.“ Páll starfar sem vaktstjóri hjá Dominos en hættir í lok mánaðarins. Hann hyggst einbeita sér að upp- gangi jójólistarinnar hér á landi. Að sögn Páls er jójó vinsælast í Tékklandi, Japan og Rússlandi en á Íslandi er hann bara rétt að byrja að breiða út boðskapinn. „Mig langar að búa til alvöru senu á Íslandi og ég stefni á að halda Norðurlandamótið í jójó hér á landi á næsta ári.“ alfrun@frettabladid.is Keppir í jójólistinni úti um allan heim Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfi rðingur og einn mesti jójó- snillingur landsins. Hann er nýkominn heim eft ir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó. Fyrsta jójóið var búið til í Grikklandi til forna en það varð fyrst vinsælt sem leik- fang og afþreying á þriðja áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum. Fyrsta sérhæfða jójó fyrirtækið sem vitað er um, Yo-yo Manufacturing Company, var opnað í Santa Barbara í Kaliforníu árið 1929 og síðan hefur jójóæði gripið æskufólk af og til í gegnum söguna, meðal annars hér á Íslandi í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Jójóæði skýtur upp kollinum HÁLFGERÐUR ATVINNU- MAÐUR Páll Valdimar Guðmundsson Kolka lenti í fjórða sæti á Evrópumeistara mótinu í jójó í Búdapest um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÁÐU GÓÐ RÁÐ VIÐ OFNÆMI NEUTRAL.IS Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum fráDönsku astma- og ofnæmissamtökin ÍS LE N SK A S IA .I S N AT 6 27 19 0 1. 20 13 BÍÓ ★★★ ★★ Jagten Leikstjórn: Thomas Vinterberg Leikarar: Mads Mikkelsen, Thomas Bo Larsen, Alexandra Rapaport, Annika Wedderkopp, Susse Wold. Það sem margir óttast mest af öllu er að vera sakaðir ranglega um hræðilegan glæp. Hin martraðar- kennda Jagten fjallar einmitt um það, og segir frá Lúkasi, leikskóla- kennara í litlu þorpi, sem grunur leikur á að hafi brotið kynferðislega gegn barni í sinni umsjá. Við þess- ar ásakanir fer líf hans algjörlega á hvolf og smám saman er honum útskúfað úr samfélaginu. Umfjöllunarefni myndarinn- ar er vandmeðfarið, enda er það hagsmunamál allra að grafa ekki undan trúverðugleika barna sem segja frá ofbeldi. Á köflum er erf- itt að njóta myndarinnar án þess að spóla í þeim hugsunum. En Jag- ten er ekki pólitísk yfirlýsing held- ur þrælspennandi og hádramatísk kvikmynd með frábærum leikhópi. Mads Mikkelsen er ekki bara einn allra besti núlifandi leikarinn frá Danmörku, heldur alþjóðlegur stórleikari sem virðist geta tekist á við hvaða hlutverk sem er. Hin unga Annika Wedderkopp gefur honum lítið eftir og leikstjórinn passar að persóna hennar detti ekki í ein- hvern grautfúlan klisjupytt um „illa barnið“. Afleiðingar orða hennar eru hrikalegar, en áhorfandinn áttar sig á því að hún er óviti. Og óneitanlega hugsar maður til athugasemdakerfa vefmiðlanna þegar íbúar smábæjarins ráðast gegn Lúkasi, fullir af heilagri reiði og sjálfsréttlætingu. Erfiðar senur að horfa á, sérstaklega þegar áhorf- andinn veit betur. Það hefðu ekki allir getað tæklað Jagten jafn vel og Thomas Vinter- berg, og þegar myndin færir sig hægt og rólega inn á slóðir spennu- tryllisins verður hún bara sterkari ef eitthvað er. Lokasenan er síðan kynngimögnuð, en ég held henni fyrir mig að svo stöddu. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Mögnuð mynd sem situr lengi í áhorfandanum. Martröð Mikkelsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.