Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 66
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 58 LEIKIR KVÖLDSINS 17.00 Anzhi - Newcastle Sport 3 18.00 Steaua - Chelsea Sport HD Sýndur í opinni dagskrá 18.00 Stuttgart - Lazio 18.00 Viktoria Plzen - Fenerbahce 20.05 Tottenham - Inter Sport HD 20.05 Benfica - Bordeaux 20.05 Levante - Rubin Kazan 20.05 Basel - Zenit FÓTBOLTI 20. október 2010 varð Gareth Bale að stjörnu þegar hann skoraði þrennu í 3-4 tapi á móti Internazionale á San Siro í Meistara- deildinni. Þá sýndi hann án nokkurs vafa að þar var á ferðinni leikmaður sem gat spjarað sig á stóra sviðinu. Undanfarna mánuði höfum við aftur séð fullþroskaðan leikmann sem hefur gert útslagið í hverjum leiknum á fætur öðrum. Fyrir vikið eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar komnir í lykilstöðu í baráttu um meistaradeildar sæti í ensku úrvalsdeildinni og mæta í kvöld Internazionale í sextán liða úrslit- um Evrópudeildarinnar. Betri en Messi og Ronaldo Heimsklassamaður telst meðal annars vera maður sem býr til eitthvað rosalegt úr engu eða gerir útslagið í jöfnum leikjum. Þetta höfum við séð Lionel Messi og Cristiano Ronaldo gera margoft á síðustu árum og síðasta mánuðinn erum við farin að sjá þetta nánast í hverjum leik hjá Gareth Bale. Gareth Bale er meira segja búinn að gera betur en þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi á síðustu fimm vikum enda með tíu mörk í síð- ustu átta leikjum sínum fyrir Wales og Totten- ham. Hann hefur skorað í þeim öllum og flest markanna hafa verið af dýrari gerðinni þar sem skotkraftur, snerpa og áræðni þessa 23 ára leikmanns hefur verið til sýnis. 24 leikir án sigurs Það hefur mikið breyst síðan Gareth Bale steig fyrstu sporin sín með Tottenham og varð að hálfgerðu aðhlátursefni þegar liðið ætlaði aldrei að vinna með hann innanborðs. Alls lék hann 24 leiki með Tottenham áður en hann var í fyrsta sinn í sigurliði. Í dag er Bale hins vegar maður sem sá nánast um það upp á eigin spýtur að Tottenham-liðið er búið að vinna fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og jafnframt búið að leika tólf deildarleiki í röð án þess að tapa. Tottenham keypti hann frá Southampton í maí 2007 þegar hann var ekki orðinn 18 ára gamall. Hann hafði áður verið næstyngsti Southampton frá upphafi en er nú þrátt fyrir ungan aldur að spila sitt sjötta tímabil á White Hart Lane. Gerir gæfumuninn „Hann gerir gæfumuninn fyrir liðið þessa dag- ana. Hann er gríðaröflugur leikmaður og hann virkar mjög hvetjandi á alla aðra í liðinu. Þegar Gareth er að spila í þessum ham hefur það bein áhrif á alla leikmenn,“ sagði knattspyrnu- stjórinn André Villas-Boas. „Það er erfitt að finna orð til að lýsa leik hans. Hann er að skora mikilvæg mörk sem komast í fyrirsagnirnar. Þegar þú ert með heimsklassa- leikmann eru þeir liðinu mikil lyftistöng,“ sagði liðsfélagi hans Scott Parker um Bale. Michael Dawson, fyrirliði Tottenham, sparar heldur ekki hrósið til Bale. „Hann er kominn upp í hóp með þeim Ronaldo og Messi hvað snertir getu. Hann er einn af bestu fótbolta- mönnum heims þessa stundina og ég get ekki séð neinn sem er að spila betur hann einmitt núna. Sumt að því sem hann er að gera fengi Ronaldo til að roðna,“ sagði Michael Dawson. Nýjasti meðlimurinn í heimsklassaklúbbnum? Gareth Bale hefur spilað frábærlega með Tottenham á síðustu vikum og liðsfélagi hans segir hann vera kominn í úrvalshóp með þeim Ronaldo og Messi. Tíu mörk í síðustu átta leikjum segja sína sögu. LEIKIR OG MÖRK BALE, MESSI OG RONALDO FRÁ 30. JANÚAR GARETH BALE Síðustu átta leikir Bale MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *S am kv æ m t p re nt m ið la kö nn un C ap ac en t G al lu p nó v. -s ep t. 20 12 HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu. 60% landsmanna skoða fjölpóst. Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! 75% íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið daglega. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! Bale sjálfur er hógværðin uppmáluð. „Ég nýt þess bara að spila fótbolta og það skiptir mig mestu máli. Liðið er að spila vel sem gerir allt miklu auðveldara en þetta snýst ekki um mig heldur Tottenham-liðið,“ sagði Gareth Bale. Í sviðsljósinu í kvöld Hvort Bale fær áskrift að heimsklassaklúbbi þeirra Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á eftir að koma í ljós enda eigum við eftir að sjá Bale halda áfram á þessu skriði út þetta tíma- bil. Fyrsta prófið af mörgum fram undan er á White Hart Lane í kvöld þegar Tottenham tekur á móti Internazionale. ooj@frettabladid.is 10 CRISTIANO RONALDO LIONEL MESSI 8 8 10 9 6 MÖRK LEIKIR MÖRK LEIKIR MÖRK LEIKIR 3. MARS 2-1 sigur á Arsenal 1 mark 25. FEBRÚAR 3-2 sigur á West Ham 2 mörk 21. FEBRÚAR 1-1 jafntefli við Lyon skoraði ekki 14. FEBRÚAR 2-1 sigur á Lyon 2 mörk 9. FEBRÚAR 2-1 sigur á Newcastle 2 mörk 6. FEBRÚAR (MEÐ WALES) 2-1 sigur á Austurríki 1 mark 3. FEBRÚAR 1-0 sigur á West Brom 1 mark 30. JANÚAR 1-1 jafntefli við Norwich 1 mark FÓTBOLTI Sextán liða úrslit Evrópu deildar UEFA hefjast í kvöld. Talsvert af sterkum liðum er eftir í keppninni og þar af þrjú ensk lið. Aðeins Liverpool féll úr leik í 32 liða úrslitunum af ensku liðunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham eiga erfitt verkefni fyrir höndum, en þeir leika gegn ítalska stórliðinu Inter. Andre Villas-Boas, stjóri Totten ham, segir að sitt lið muni mæta með sjálfstraustið í botni. Skal engan undra þar sem Spurs hefur aðeins tapað einum af síð- ustu sextán leikjum sínum og lagði nágranna sína í Arsenal um síðustu helgi. „Þessi leikur kemur á flottum tíma fyrir okkur. Þetta er stórleikur, okkur gengur vel og viljum endilega spila sem flesta stórleiki. Við erum líklega að mæta stærsta félaginu sem eftir er í keppn- inni.“ Inter-liðið er ekki eins sterkt og oft áður. Það hefur misst marga sterka menn upp á síð- kastið eins og Wesley Sneijder, Thiago Motta og Lucio. „Inter er að byggja upp nýtt lið. Þeir hafa fjárfest í ungum strákum en eru samt enn með í þremur keppnum. Ég veit að þessi keppni skiptir þá miklu máli rétt eins og okkur. Við þurf- um að varast þeirra styrkleika og þeir verða líka að passa sig á okkur. Við megum helst ekki fá á okkur mark. Strákarnir eru samt spenntir og ég er viss um að þetta verður flottur leikur.“ - hbg Tottenham mætir Inter SPILAR HANN? Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Spurs í síðasta leik og stóð sig vel. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.