Fréttablaðið - 07.03.2013, Síða 70
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 62
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3
HARÐFISKUR
- barinn og óbarinn
LAXAFLÖK
- beinhreinsuð og flott
Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is
„Ég er byrjaður að leggja drög
að handritinu og ef allt gengur
að óskum gæti ég byrjað að taka
myndina upp á næsta ári,“ segir
Ragnar Bragason leikstjóri, sem
er í óða önn að breyta leikverk-
inu Gullregn í kvikmyndahandrit.
Verkið er frumraun Ragnars á sviði
leiklistar og var frumsýnt í Borgar-
leikhúsinu í nóvember í fyrra.
Gullregn segir frá Indíönu, sem
býr í blokk í Fellahverfinu og er
umkringd fólki sem hún fyrirlítur.
Meðal leikenda eru Sigrún Edda
Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson,
Halldóra Geirharðsdóttir og Bryn-
hildur Guðjónsdóttir. Aðspurður
segir Ragnar að það þurfi að huga
að ýmsu þegar breyta á leikriti í
kvikmyndahandrit. „Fyrst þarf að
yfirstíga virðinguna fyrir frum-
verkinu og þegar maður skrifaði
frumverkið sjálfur, þá eru tilfinn-
ingarnar djúpstæðari. Þegar Gull-
regn varð til sem leikverk var ég
alltaf með radarinn úti og spáði í
það hvernig ég gæti mögulega gert
verkið að kvikmynd. Ég hripaði
hugmyndirnar niður á sínum tíma
og gat því gengið að þeim núna.“
Hann segist vilja fá sama
leikara hópinn til að endurtaka
hlutverk sín í kvikmyndinni. „Ég
hef leyft leikurunum að fylgjast
með gangi mála og það ríkir mikil
spenningur fyrir verkefninu.“
Ragnar viðurkennir að þær góðu
móttökur sem Gullregn hefur feng-
ið hafi ýtt enn frekar undir þá löng-
un hans til að vinna meira við leik-
hús. „Mér finnst ágætt að blanda
þessu tvennu saman. Smjörþefur-
inn sem ég fékk við gerð Gullregns
hefur bara æst í manni hungrið,“
segir leikstjórinn að lokum. - sm
Breytir frumrauninni í kvikmyndahandrit
Ragnar Bragason vinnur að því að breyta leikritinu Gullregn í bíóhandrit. Tökur gætu hafi st á næsta ári.
LEIKHÚSIÐ HEILLAR Ragnar Bragason
vinnur að því að breyta leikverki sínu,
Gullregni, í kvikmyndahandrit.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Þegar ég sá hann fyrst fannst
mér hann bara vera í þrívídd,
þetta var svo óraunverulegt,“ segir
Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem
hitti goðið sitt Justin Bieber bak-
sviðs fyrir tónleika í London um
síðustu helgi.
Auður Eva, sem er á fimm-
tánda aldursári, vann svokallaðan
„meet and greet“-miða í gegnum
aðdáenda síðu hans. Hún þurfti að
senda þangað tölvupóst með ljós-
mynd af öllu Justin Bieber-dótinu
sem hún átti, ásamt fleiri upplýs-
ingum. Að auki lét hún fylgja með
aukalega tveggja blaðsíðna langt
bréf um að hún væri frá Íslandi og
að hún væri á leiðinni til London á
tónleikana. Hún bætti við að hún
hefði staðið fyrir Bieber-göngunni
á Íslandi árið 2011 ásamt vinkon-
um sínum.
„Það voru um tvö þúsund manns
sem tóku þátt í þessari keppni en
bara tíu sem unnu og ég var ein
af þeim,“ segir Auður Eva, sem er
enn í skýjunum. „Ég fékk að vita
kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi
að hitta hann og ég grét og grét.“
Hún segir fundinn með Bieber
hafa verið draumi líkastan. „Þegar
ég labbaði inn til að stilla mér upp
við hliðina á honum þá var hann
brosandi og rosalega ánægður
og ég varð mjög glöð að sjá það.“
Eftir að tekin hafði verið mynd af
þeim saman föðmuðust þau áður
en Bieber þurfti að fara og hitta
fleira fólk. „Ég labbaði tvö skref
frá honum í gegnum eitthvert
tjald og þá datt ég í gólfið og fór
að hágráta. Ég gat varla andað.
Ég hljóp svo til mömmu í fangið
á henni og hélt áfram að gráta.
Ég grét í svona klukkutíma eftir
þetta,“ segir hún hlæjandi.
Auður Eva, sem er í Hvaleyrar-
skóla í Hafnarfirði, segir Bie-
ber vera fullkominn á alla vegu.
„Hann er líka svo indæll. Ég er
sko alls ekki búin að jafna mig og
ég mun pottþétt aldrei gera það.“
Breskir fjölmiðlar greindu frá
því daginn eftir tónleikana að
þeim hefði seinkað um tvo tíma og
vönduðu Bieber ekki kveðjurnar.
Auður Eva segir það algjört kjaft-
æði. Tæknilegir örðugleikar hafi
valdið því að þau þurftu að bíða
í 45 mínútur eftir popparanum.
„Þetta var ekki Justin að kenna og
það var bara mjög illa gert af þeim
af klína þessu öllu á hann.“
freyr@frettabladid.is
Hitti Justin Bieber og
hágrét í klukkutíma
Auður Eva Peiser Ívarsdóttir hitti goðið sitt Justin Bieber á tónleikum í London.
MEÐ BIEBER Auður Eva með átrúnaðargoði sínu Justin Bieber baksviðs í London.
Justin Bieber var
ekki eina stjarnan
sem Auður Eva hitti
baksviðs því leikarinn
Jaden Smith var
einnig á svæðinu
og gaf henni miða
með auglýsingu fyrir
nýjustu kvikmynd sína
After Earth sem
kemur í bíó í júní.
Fékk miða frá leikaranum
Jaden Smith
María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi
í myrkri ásamt Kristmundi Axel,
en myndband við lagið hefur fengið
yfir tólf þúsund áhorf á Youtube á
aðeins þremur dögum. Lagið er úr
smiðju upptökuteymisins Stop Wait
Go, sem er skipað Sæþóri Kristjáns-
syni og bræðrunum Pálma Ragnari
og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum.
„Ég hef aðeins unnið með strák-
unum í Stop Wait Go og þeir spurðu
mig hvort ég vildi ekki syngja lagið
með Kristmundi,“ segir María um
verkefnið. Lýsi í myrkri er þegar
komið í spilun á útvarpsstöðinni Fm
957 og viðurkennir María að það sé
skrýtið að heyra sjálfa sig syngja í
útvarpinu. „Ég vissi ekki alveg við
hverju ég mátti búast en viðtökurn-
ar hafa verið góðar.“
Hún segir söng og leiklist
helstu áhugamál sín og hyggur á
framhalds nám í tón- og leiklist. „Ég
hef aldrei lært söng en hef sungið
frá því ég man eftir mér. Ég hef líka
tekið þátt í leiksýningum frá tíu ára
aldri, þar á meðal Söngvaseið sem
var sett upp í Borgar leikhúsinu
og í Michael Jackson-sýningunni
á Broadway,“ segir María, sem
hefur að auki komið fram í þremur
nemendaleiksýningum Verslunar-
skóla Íslands, þaðan sem hún lýkur
stúdents prófi í vor.
Þegar hún er spurð út í titil lags-
ins segir hún hann hafa verið upp-
sprettu góðlátlegs gríns meðal vina
hennar. „Mér datt ekki í hug að
titill inn gæti misskilist fyrr en vinir
mínir byrjuðu að djóka með hann.
En lagið fjallar ekki um lýsi,“ segir
hún og hlær. - sm
Lagið fj allar ekki um lýsi
María Ólafsdóttir syngur danssmellinn Lýsi í myrkri sem er vinsælt á Youtube.
SÖNGUR HELSTA ÁHUGAMÁLIÐ María
Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri
ásamt Kristmundi Axel. Lagið hefur
fengið góðar viðtökur á Youtube.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
„Ég mæli eindregid med nýkreistum
Jugo Verde-safa. Sérstaklega ef
maður er staddur í Mexíkó.“
Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona.
DRYKKURINN