Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 32

Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 32
FÓLK|TÍSKA Áhugafólk um íslenskt skart og silfurgripi ætti að heimsækja Þjóðminjasafnið á Hönnunar- Mars en þar eru í gangi þrjár ólíkar sýningar sem allar fjalla um íslenska silfur- og gullsmíði. Sýningin Silfur...13 var opnuð á þriðjudaginn á Torgi Þjóðminjasafns- ins. Þar sýna fjórir gullsmiðir, þau Erling Jóhannesson, Helga Ósk Einars- dóttir, Orri Finnbogason og Þorbergur Halldórsson, en þau tefla saman hug- myndum um samtíma gullsmíði og sögulega arfleifð og veita innsýn inn í fjölbreytileika starfs gull- og silfur- smiða í dag. Sýningu fjórmenninganna er áhuga- vert að skoða í samhengi við hátíðar- sýningu Þjóðminjasafnsins, Silfur Ís- lands, í Bogasalnum, en sú sýning var sett upp í tilefni 150 ára afmæli safns- ins. Þar gefur að líta silfurgripi frá síð- miðöldum og frá fyrri hluta 20. aldar, meðal annars borðbúnað, búninga- silfur og kaleika. Þá er sýningin Silfursmiður í hjáverk- um á annarri hæð safnsins þar sem sett hefur verið upp dæmigert alda- mótaverkstæði silfursmiðs og hægt er að skoða áhugaverð verkfæri og tól smiðsins. ÍSLENSK SILFUR- SMÍÐI ÞÁ OG NÚ HÖNNUNARMARS Íslensk silfursmíði er nú í aðalhlutverki á Þjóðminjasafni Íslands, en yfirstandandi eru þrjár sýningar sem allar fjalla um silfur og gull. SILFUR ÍSLANDS Á hátíðarsýningu Þjóðminjasafnsins í Bogasal er að finna silfurgripi frá síð-miðöldum og frá fyrri hluta 20. aldar, meðal annars borð- búnað, búningasilfur og kaleika. MYND/VILHELM SILFUR...13 Sýningu fjórmenninganna á Torgi Þjóðminjasafnsins er áhugavert að skoða í samhengi við hátíðarsýningu safnsins, en þeir tefla saman hugmyndum um samtíma gullsmíði og sögu- lega arfleifð í verkum sínum. SILFURSMIÐUR Í HJÁVERKUM Á annarri hæð safnsins hefur verið sett upp dæmigert aldamótaverkstæði silfursmiðs þar sem hægt er að skoða verkfæri og tól. Save the Children á Íslandi 20% afsláttur af öllum vörum Vorútsala 13.–16. mars Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist Föndur FönFöndur Fríar vinnustofur• Kertaskreytingar Skreyta Gestabækur Shamballa Skartgripagerð Skreyta myndaalbúm (skrapp) • Þú greiðir aðeins fyrir efni Úrvalið er hjá okkur Föndraðu fyrir ferminguna Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING AF VORVÖRUM! Allt fyrir sumarfríið og fermingarnar. 50% AFMÆLISAFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM. Ferskar fréttir á Facebook! facebook.com/frettabladid Splæstu á eitt like á Fréttablaðið á Facebook og fáðu ferskustu fréttirnar á síðuna þína. Heppinn vinur Fréttablaðsins vinnur iPad.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.