Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.04.2013, Qupperneq 10
5. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 6 4 ■ „Á Íslandi hefur óbærileg áhætta fylgt húsnæðiskaupum ára- tugum saman og það hefur verið viss passi fyrir hverja kynslóð að missa húsnæði sitt. Þessu ástandi verður að linna. Það verður að taka áhættuna út úr þessu kerfi og skapa eins mikið öryggi og mögulegt er í landi sem býr við gríðarlega sveiflu- kenndan gjaldmiðil og háa vexti. Leiðin til þess er örugglega best farin í gegn- um þetta danska kerfi.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar ■ „Ég er mjög hlynnt- ur því að vinna áfram með þessar hugmynd- ir ASÍ vegna þess að mér finnst markmið- ið vera mjög göfugt. Markmiðið er það að endurskipuleggja húsnæðislánamark- aðinn þannig að íslenskum lántökum standi til boða óverðtryggð lán með föstum vöxtum til mun lengri tíma en við höfum séð fram til þessa dags. Það er mjög aðlaðandi hugmynd. […] En þó að ég styðji þessar hugmyndir þá held ég að það sé ekki hægt að ræða um þessa hluti án þess að við byrjum á sama tíma að leggja grunn að nýju stöðugleikatímabili.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Stöðugleikinn skiptir máli ekki síður en lánafyrirkomulag HÚSNÆÐISMÁL Framtíð húsnæðis- lána á Íslandi var til umræðu á ráðstefnu sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Íbúðalánasjóður (ÍLS) og Samtök fjármálafyrir- tækja (SFF) stóðu fyrir á Hilton Nordica í gær. Á ráðstefnunni kynnti Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, hugmyndir sem sambandið hefur sett fram um að taka upp húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Þá flutti Kar- sten Beltoft, framkvæmdastjóri Realkreditforen ingen í Danmörku, erindi um danska kerfið og mælti með því. Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri ÍLS, sagði ekki nóg að innleiða nýtt kerfi heldur þyrfti að auka aga í húsnæðismálum. Hann tók þó fram að í framtíðar- sýn ÍLS væri litið til norrænna fyrirmynda. Þá kynnti Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, sjónarmið sam- takanna á fundinum. Yngvi kynnti hugmyndir að reglum um veitingu húsnæðislána en slík starfsemi hafði að hans mati reynst áhættu- samari en talið var fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna. Þá sagði hann vert að skoða danska húsnæðislána- kerfið sem og það þýska. Loks fjallaði Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði, um vandamál og valkosti á fasteignalánamarkaði. Benti hann sérstaklega á svoköll- uð „aðeins-vaxta“-lán sem valkost sem beri að skoða nánar. Þau væru líklega heppilegri en Íslandslánin, löng, verðtryggð jafngreiðslulán. magnusl@frettabladid.is Flokkarnir vilja skoða „danskt“ húsnæðiskerfi Samstaða virðist vera að myndast um að líta til Norðurlandanna sem fyrirmynda við uppbyggingu á nýju húsnæðislánakerfi. Flestir flokkar vilja skoða danska kerfið. ■ „Það þýðir ekki að segjast vilja gera eitt og haga sér svo með öðrum hætti. Það höfum við gert í húsnæðis- og efnahagsmálum. […] Íbúar hér eiga fullan rétt á að búa við sambærileg kjör og annars staðar en það gerist ekki því við erum ekki að bjóða upp á nægjanlegan stöðugleika. […] Heilt yfir er ég sammála þeim hugmyndum sem hafa komið frá ASÍ varðandi breytingar á hús- næðiskerfinu. Ég vil sjá það gerast í þessa átt en ég vil að við gerum það að umræðuefninu hér hvað þarf til þess.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna ■ „Í niðurstöðum meirihluta verðtryggingar- nefndarinnar sem skilaði af sér til Árna Páls Árnasonar þegar hann sat í ráðuneytinu lagði meirihlutinn einmitt til að það yrði tekið upp þess háttar kerfi og við höfum síðan fylgt því eftir innan Framsóknarflokksins. […] Lagaum- hverfið í Danmörku er mjög áhugavert og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef kallað mjög mikið eftir því að það verði sett sérstök fasteignalánalöggjöf.“ Eygló Harðardóttir, þingmaður og ritari Framsóknarflokksins ■ „Mér líður eins og við séum mikið föst á Nordica að ræða næstbestu leiðina. Mér líður eins og einhvers staðar hafi verið ákveðið að við ætlum að hafa krónu og svo erum við föst hér í ráðstefnusölum að ræða hvað við eigum að gera í því. […] Verðtrygging sem lánafyrirkomulag er […] deyfilyf, uppgjöf í viðureigninni við stöð- ugleikavandann […]. Við þurfum að búa til stöð- ugt efnahagsumhverfi […]. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að við verðum að taka upp nýjan gjaldmiðil og klára viðræðurnar við ESB, auka verðmæti útflutnings, bæta nýt- ingu opinberra fjármuna og auka aga.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Tillögur ASÍ um að taka upp húsnæðiskerfi að fyrirmynd þess danska hafa fengið ágætan hljómgrunn hjá stjórnmálaflokkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EVRÓPUMÁL Breytilegur samruni, þar sem einstök aðildarríki ESB taka sig saman um nánara sam- starf um vissa málaflokka, verður sennilega meira áberandi á næstu árum, en smærri ríki sambands- ins munu líklega reyna að standa gegn þeirri þróun. Þetta kom fram í máli Viviens Pertusot, forstöðu- manns frönsku Ifri-hugveitunnar í Brussel, á fundi Alþjóðamálastofn- unar HÍ í gær. Pertusot sagði að breytilegur samruni hefði einkennt starf ESB síðustu ár, meðal annars með Schengen og myntsamstarf- inu, þar sem sum ríki hafa ákveð- ið að standa utan við. Staðreynd- in sé sú að ljóst liggi fyrir að ESB henti ekki öllum ríkjum á sama hátt. Þessi þróun, segir Pertusot, gengur vissulega gegn grundvallarhugmynd ESB um sífellt nánara samband, en um leið sé hægt að nota þessa aðferð, að sum ríki taki sig saman um eitt mál, til að hvetja önnur til að taka þátt síðar, til að skerpa enn á samrun- anum þó hægt fari. Pertusot segir í samtali við Fréttablaðið að vissu- lega sé hætta á að smærri ríki endi utangarðs í stærri ákvörðunum. „Það er einmitt það sem smærri ríkin vilja forðast. Þau hafa enda staðið gegn því að Frakkland og Þýskaland myndi ákveðinn kjarna innan ESB.“ - þj Franskur fræðimaður um breytingar á virkni Evrópusambandsins: Staða smærri ríkja gæti versnað VIVIEN PERTUSOT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.