Fréttablaðið - 05.04.2013, Qupperneq 21
Sérblaðið Fólk tekur þátt í átakinu Grænn apríl.
Markmiðið er að kynna vöru, þekkingu og þjónustu
sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálf-
bæra framtíð á Íslandi. Lumar þú á grænni þjónustu,
vöru og/eða þekkingu, sem allt of fáir vita um? Þá
er Grænn apríl eitthvað fyrir þig.
Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr
Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar
okkur maísfylltar kjúklingabringur fyrir fjóra.
Rétturinn er borinn fram með maískorni, steiktum
dvergmaís, poppkorni og kartöflum. Hægt er að
fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð
í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina.
Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN,
inntv.is.
ELDAÐ MEÐ HOLTA
HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann
sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með
honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
3/4 dl kúskús
3/4 dl sjóðandi vatn
1 tsk. kjúklingakraftur
200 g maísbaunir, frosnar
og látnar þiðna
1,5 dl rjómi eða mjólk
20 g smjör
1,5 msk. estragon smátt saxað eða
3/4 msk. þurrkað
Salt og nýmalaður pipar
1 msk. Montreal Chicken
frá McCormik
4 kjúklingabringur
2 msk. olía
■ AÐFERÐ
Setjið kjúklingakraftinn í sjóðandi
vatnið og hellið yfir kúskúsið. Látið
álpappír yfir og geymið í 5 mín.
Færið maísinn í pott ásamt smjöri og
rjóma og sjóðið í 2-3 mín. Maukið
með töfrasprota eða í matvinnslu-
vél. Blandið helmingi maísmauks-
ins vel saman við kúskúsið ásamt
estragoni, salti og pipar og látið í
sprautupoka. Skerið vasa á kjúk-
lingabringurnar og sprautið maís-
fyllingunni inn í þær. Kryddið með
Montreal Chicken-kryddinu.
Steikið kjúklingabringurnar í olíu á
heitri pönnu í 1-2 mín. á hvorri hlið
eða þar til þær eru orðnar gullin-
brúnar. Setjið bringurnar í ofnskúffu
og bakið við 180°C í 12-18 mín.
Merjið restina af maísmaukinu í
gegnum sigti og berið fram með
bringunum, maískorni, steiktum
dvergmaís, poppkorni og kartöflum.
KJÚKLINGABRINGUR FYLLTAR MEÐ MAÍS
LJÚFFENGUR
MATUR
Úlfar Finn-
björnsson sýnir
meistaratakta í
eldhúsinu á ÍNN.
Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum
sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum.
Nýjar vörur
Íslensk kennslubók
í matreiðslu fylgir!
Gildir um
hrærivélar.
Þau brúðhjón sem koma við í verslun okkar og skrá sig á
brúðargjafalista fá nöfnin sín sjáfkrafa skráð í pott. Í lok sumars
verða heppin brúðhjón dregin út og hljóta þau að launum nýju
KitchenAid matvinnsluvélina, nýju KitchenAid brauðristina,
nýja KitchenAid blandarann og nýja KitchenAid töfrasprotann,
samtals að verðmæti um 200 þúsund krónur.