Fréttablaðið - 05.04.2013, Síða 24

Fréttablaðið - 05.04.2013, Síða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og annað frábært. Hönnun, hugmyndir og heimlii. Sunneva Sverrisdóttir. Veru-leiki, heilsa og hollusta. Helgarmaturinn og spjörunum úr. 2 • LÍFIÐ 5. APRÍL 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært H átíðin Aldrei fór ég suður, sem fram fór á Ísafirði, var einstaklega vel sótt þetta árið en talið er að á fimmta þúsund manns hafi sótt hátíðina í ár, en þetta er í tíunda sinn sem hún er haldin. Heima- maðurinn Örn Elías Guðmunds- son, einnig þekktur sem Mugi- son, setti hátíðina með glæsi- brag en á meðal gesta mátti sjá leikkonuna Selmu Björnsdótt- ur, fjölmiðlamanninn Sölva Tryggvason, sjónvarps- kokkinn Friðriku Hjör- dísi Geirsdóttur og leik- araparið Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson. Uppáhaldsflíkin? Uppáhaldsflíkin mín er kjóll sem ég keypti fyrir sex árum í Viborg í Danmörku þegar ég var að heimsækja bróður minn sem spilaði þar fótbolta. Hvaðan er hún? Kjóllinn er eftir einn af mínum uppáhaldshönnuðum, Malene Birger. Hvað er það sem gerir hana svona æðis lega? Ég bara elska flíkur sem passa við allt og geta bæði verið fínar og hvunndags. Ég var hjá bróður mínum í viku og fór u.þ.b. fimm sinnum að skoða kjólinn áður en ákvörð- unin um kaupin voru tekin. Ég sé ekki eftir því að hafa fest kaup á honum, hef notað hann við svo mörg tækifæri og vinkonur mínar hafa einnig fengið hann lánaðan. Hvenær klæddistu honum síðast? Ég fór síðast í hann um jólin. Flík sem ég bara fæ ekki leiða á. Ég get ekki sleppt því að tala um mest notuðu flíkina í fataskápnum. Það er dásamlegur silkiklútur frá Plomo o Plata. Skemmti- legur fylgihlutur sem pass- ar við allt. Hvað keyptirðu þér síðast? Flíkin sem ég keypti mér síðast er Barbour-jakki í verslun- inni Geysi á Akureyri. Draumaflíkin? Mig hefur lengi langað í ljósa Burberry- kápu. Tel það vera klassíska ei- lífðareign sem stelpurnar mínar geta svo notað seinna. ÓLÍNA JÓHANNA GÍSLADÓTTIR ANNAR EIGANDI VERSLUNARINNAR KASTANÍU LENGI LANGAÐ Í LJÓSA BURBERRY-KÁPU Ólína segist elska flíkur sem passa við allt L ögðu margir leið sína út fyrir borgarmörk- in enda flott dagskrá víðs vegar um landið og flestar skíðabrekkur opnar. Í Hlíðarfjalli á Akureyri var frábær stemning og margt um manninn en þar mátti sjá Einar Bárðarson ásamt eiginkonu sinni, Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, og börnum, fjölmiðlamanninn Kalla Lú og söngvarann Jónsa, sem vakti mikla lukku í fjallinu. Máttu þá sjá ritstýruna Björk Eiðsdóttur á fleygiferð í fjallinu sem og kær- ustuparið Tobbu Marinós og Karl Sigurðsson. Íþrótta- álfurinn Dýri Kristjáns- son sýndi einnig flotta skíðatakta. FRÆGA FÓLKIÐ FERÐAÐIST VEL HEPPNUÐ PÁSKAHÁTÍÐ UM ALLT LAND Ísland var svo sannarlega í hátíðarbúningnum þessa páskana, sólin skein, skíðabrekkurnar fylltust af fólki og íslenskt tón- listarlíf blómstraði. Það er óhætt að segja páskahátíðin hafi tekist vel á fl estum stöðum enda veðrið upp á sitt allra besta. F ólk skemmti sér einnig konunglega á Siglufirði en á meðal gesta þar voru rithöfundurinn Hallgrímur Helgason, dóttir hans og ljós- myndarinn Hallgerð- ur Hall- grímsdóttir og leikkonan Björk Jakobs- dóttir. Á SKÍÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR Á SIGLUFIRÐI Þó svo að margir hafi lagt leið sína út á land síðastliðna helgi nutu þó fjölmargir höfuðborgar- innar. Ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir varði til að mynda páskunum hér á landi ásamt fjöl- skyldu sinni en hún er búsett í Lúxemborg. Sást hún spóka sig með systrum sínum, þeim Elmu Lísu Gunnarsdóttur leik- konu og Tinnu Gunnarsdóttur hárgreiðslukonu. Sást þá einnig til Manúelu Harðardóttur í góðum fé- lagsskap Ragnheiðar Guðfinnu Guðnadóttur og Karenar Lindar. Ásgeir Kolbeinsson hélt einnig til í borginni ásamt vinum og vanda- mönnum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.