Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2013, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 05.04.2013, Qupperneq 28
FRÉTTABLAÐIÐ Sunneva Sverrisdóttir. Veru-leiki, heilsa og hollusta. Helgarmaturinn og spjörunum úr. 6 • LÍFIÐ 5. APRÍL 2013 H vernig myndirðu lýsa sjálfri þér með nokkrum orðum? Opin, ævintýragjörn og hress ung kona sem veit hvað hún vill. Segðu mér aðeins frá fjölskyldunni þinni? Ég kem úr frekar lítilli fjölskyldu, en mjög góðri. Ég bý í miðbænum hjá foreldrum mínum og á eina eldri systur. Þó svo að við séum bara tvær systurnar þá hafa foreldrar okkar alltaf verið duglegir að tala við okkur systurnar og séð til þess að við erum náin. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var yngri ætlaði ég mér að verða annaðhvort tannlæknir, þar sem langafi minn var fyrsti tannlæknir- inn á Íslandi, eða þá forseti, því ég vildi búa á Bessastöðum. Ertu enn á sömu skoðun eða áttu þér nýjan draum sem þú ert kannski mark- visst að stefna að í dag? Nei, í rauninni á ég mér engan sérstakan draum eða markmið sem ég stefni að akkúrat núna. Það eina sem ég veit er að mig langar til þess að vinna að einhverju sem mér finnst áhugavert og skemmtilegt í fram- tíðinni. Í dag legg ég stund á viðskipta- fræði og hef mjög gaman af, svo hver veit nema ég endi í einhverju viðskipta- tengdu starfi. Það er ekki beint bein tengsl á milli náms í viðskiptafræði og kynlífsþáttar. Hvernig vildi það til að þú bjóst til þátt- inn Tveir + sex? Sumarið 2011 var ég að vinna hjá Jafningjafræðslunni við að fræða ungmenni um ýmis málefni, til að mynda tóbak, sjálfsmynd, áfengi, kynlíf og margt fleira þarft. Af þeim umræðum sem áttu sér stað var kynlífsumræða alltaf langlíflegust og mikið af áhuga- verðum spurningum sem komu upp. Þá áttaði ég mig á því að það væri að öllum líkindum vettvangur til að gera eitthvað fræðandi og skemmtilegt um málefnið. Þaðan þróaðist svo hugmyndin í að búa til Tveir + sex. Finnst þér mikill munur á sjálfsímynd stúlkna og drengja? Strákarnir voru án efa ófeimnari við að spyrja um kynlíf í jafningjafræðslunni, en ég vil samt ekki endilega meina að það snúi að mismun- andi sjálfsmynd kynjanna. Þeir eru bara frakkari á þessum aldri. Hver voru svo næstu skref í átt að þætt- inum? Ég bar hugmyndina undir systur mína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og við settum okkur í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór bolt- inn að rúlla. Hún er okkur innanhandar í þættinum, enda uppfull af fróðleik og visku um þessi mál. Við fórum svo með hugmyndina til strákanna hjá Stórveld- inu sem framleiða marga flotta íslenska þætti á borð við Andra á flandri, Master Chef og fleira. Þeir tóku vel í þetta og úr varð þátturinn. Nú er þetta frumraun þín í sjónvarpi, finnst þér þetta ekkert mál? Nei, ég verð að viðurkenna að það var auðveldara en ég átti von á enda með góðan grunn í að koma fram. Þú valdir Veigar með þér sem með- stjórnanda. Af hverju? Á stuttri skóla- göngu minni í MH kynntumst við Veig- ar og urðum fljótt góðir vinir. Veigar er opinn, einlægur og hefur reynslu af leiklist sem hefur komið sér vel. Svo er mikil vægt að við treystum hvort öðru vel þegar við vinnum með svona viðkvæmt málefni og það gerum við. Ég hefði ein- faldlega ekki getað hugsað mér betri mann í verkið. Nú er þátturinn mjög opinskár og fræðandi, hvaða viðbrögð hafið þið Veigar fengið? Við höfum fengið mjög já- kvæð viðbrögð. Ungt fólk hefur verið að koma upp að okkur og tala um að það sé skemmtileg tilbreyting að sjá talað á svona hispurslausan hátt í sjónvarpi um jafn viðkvæmt málefni. Að sjálf- sögðu eru einhverjir sem finnst verið að ganga of langt en almennt hafa viðbrögð- in verið góð. Það er ótrúlega gaman að fá svo góðar viðtökur þegar að maður hefur verið að vinna að svona verkefni mánuð- um saman. Er ekkert málefni sem þið treyst- ið ykkur ekki til að taka fyrir? Í raun- inni er ekkert sérstakt málefni sem var of gróft eða viðkvæmt til þess að taka en við lögðum upp með að tala ekki um neitt neikvætt tengt kynlífi og nálgast öll um- ræðuefni með opnu og jákvæðu hugafari. Nú reynið þið ýmislegt sjálf í þættin- um – hvað er það furðulegasta sem þú hefur gert eða kannski óþægilegasta? Mig grunar að Veigari hafi fundið vaxið óþægilegast en persónulega fannst mér mjög óþægilegt að ganga upp að ókunn- ugu fólki og bjóða því á blint stefnumót. En það þurftum við að gera í þætti okkar um stefnumótamenningu Íslendinga. Ég lét samt bara vaða og leið vel á eftir. Hvað finnst fjölskyldunni um þetta nýja starf þitt? Þau taka þessu bara vel. Það er auðvitað frábært tækifæri að fá að vinna að svona sjónvarpsþætti og ég hef lært mikið af ferlinu. Foreldrar mínir virðast hafa séð það fyrir þar sem þau hvöttu mig til þess að gera verkefnið svo lengi sem það yrði gert vel. Er þörf á ýtarlegri fræðslu um kyn- líf í skólakerfinu að þínu mati? Nú veit ég ekki nákvæmlega hversu mikla kyn- fræðslu unglingar fá í dag en það sem ég veit er að það er mikilvægt að opna umræðuna um kynlíf til þess að kveða niður mýtur og auðvelda ungu fólki að tjá sig. Um leið og umræðan opnast er kom- inn vettvangur til þess að koma á fram- færi hvað manni finnst gott, hvort maður sé tilbúinn að gera ákveðna hluti o.s.frv. Ég tel því mikilvægt að hafa umræðu og fræða ungt fólk til þess að stuðla að heil- brigðu kynlífi. Hvað hefur komið þér mest á óvart við gerð þáttanna? Ætli það hafi ekki komið mér mest á óvart hve mikið af ungu SUNNEVA FRÖKK OG ÓFEIMIN Þegar Sunneva Sverrisdóttir starfaði fyrir Jafningjafræðsluna fannst henni áberandi hve forvitin ungmennin voru um kynlíf og upplifði því þörf á aukinni fræðslu. Í dag stýrir hún spennandi og fróðlegum þætti um kynlíf ungs fólks á Íslandi ásamt Veigari Ölni Gunnarssyni. Þættirnir eru upplýsandi og fróð- legir og koma til með að vekja umtal, án þess þó að fara yfi r velsæmismörk. Lífi ð kynntist þessari ungu og áhugaverðu konu. ALDUR 21 árs HJÚSKAPARSTAÐA Á lausu STARF/NÁM Viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík Ungt fólk hefur verið að koma upp að okkur og tala um að það sé skemmti- leg tilbreyt- ing að sjá talað á svona hispurslausan hátt í sjón- varpi um jafn viðkvæmt málefni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.