Fréttablaðið - 05.04.2013, Page 40

Fréttablaðið - 05.04.2013, Page 40
5. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 BAKÞANKAR Magnúsar Þorláks Lúðvíkssonar Þybbinn og léttskeggjaður hermaður með vinalegt andlit hleypur óttasleg- inn í snjóbyl. Stórvaxinn ísuppvakningur nálgast hermanninn. Dagar hans eru tald- ir. Á síðustu stundu kemur risastór úlfur aðvífandi og fellir uppvakninginn. Á sama andartaki mæta fleiri hermenn og kveikja í skrímslinu sem deyr. Svona er upphafs- atriði fyrsta þáttar þriðja seríu af fantasíu- sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem sýndur var á mánudag. Rosaleg fantasía á skjánum og allt sem ég gat hugsað um var alþjóðlega fjármálakreppan 2007 og 2008. Í þessum þáttum er nefnilega að finna bestu allegoríu sem ég hef fundið um þá stórkrafta sem að lokum leiddu til fjármálakreppunnar. Svo góða allegoríu að ég get ekki horft á þættina án þess að leiða hugann að þessu. Hvort það segir meira um þætt- ina eða mig er vafamál. Í ÞÁTTUNUM er sagt frá hópi hermanna sem hafast við á risa- stórum Kínamúr sem reistur var árþúsundum áður til að hindra aðgang þessara bless- uðu ísuppvakninga að löndum manna. Þá var hermönnum komið fyrir á veggnum til að verja hann. Ástæða þess að grip- ið var til þessara rosalegu varúð- arráðstafana var sú að ísuppvakn- ingarnir höfðu næstum tortímt löndum manna í stríði. Vandinn er sá að þegar þættirnir gerast hefur hættan næstum gleymst. Herliðið á veggnum er því of fáliðað til að berjast við ísuppvakn- ingana sem hafa látið á sér kræla á ný. Stríð er í aðsigi. EN HVAÐ hefur þetta með fjármálakrepp- una að gera? Jú, sjáið til. Eftir krepp- una miklu, sem meðal annars stafaði af of mikilli áhættusókn og skuldsetningu í fjármálakerfinu, voru reistir alls konar veggir til þess að koma í veg fyrir að slíkt gæti gerst aftur. Varúðarráðstafanirnar voru kannski of miklar en vandinn er sá að hinar öfgarnar tóku við þegar minning- arnar um kreppuna miklu fóru að gleym- ast. Reglur um fjármálastarfsemi urðu of léttvægar og viðhorf til skuldsetningar og áhættusóknar of jákvæð. Afleiðingin varð að lokum fjármálakreppa. Í raunheimum eins og í fantasíunni var slakað of mikið á varúðarreglum sem endaði með ósköpum. ÞAÐ ER athyglisvert við svona þróun að voða lítið er hægt að gera til að koma í veg fyrir hana. Hvernig getur ein kynslóð séð til þess að sú næsta eða sú þarnæsta hagi sér eins? Menn geta skrifað bækur og sett lög en að lokum hefur það mest að segja um ákvarðanir fólks hvað það finnur á eigin skinni. Þegar allt hefur gengið eins og í sögu í áratugi (eða árþúsund) þá verða menn sjálfkrafa of værukærir gagnvart hættum. Og þá verður fjármálakreppa, inn- rás ísuppvakninga eða eitthvað allt annað. Fjármálakreppa ísuppvakninganna1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. hljóðfæri, 6. rún, 8. þvottur, 9. skyggni, 11. tveir eins, 12. óróleg, 14. rófa, 16. pot, 17. af, 18. óðagot, 20. persónufornafn, 21. þjappaði. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. stefna, 4. trjátegund, 5. for, 7. starfræksla, 10. ar, 13. skarð, 15. rótartauga, 16. margsinnis, 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. túba, 6. úr, 8. tau, 9. der, 11. rr, 12. ókyrr, 14. skott, 16. ot, 17. frá, 18. fum, 20. ég, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. júdó, 3. út, 4. barrtré, 5. aur, 7. rekstur, 10. ryk, 13. rof, 15. tága, 16. oft, 19. mó. 9,2! Næs! Næstum fullt hús! Fyrir hvað? „Geronimo!“ Ok... ætla að hætta að reyna! Ég sagði: Ef tónlistin er of hátt stillt get ég lækkað. Og ég sagði: Ég fann ekki eyrna- tappana mína svo ég notaði sykurpúða í staðinn. Eigum við að byrja að borða, eða eigum við að bíða eftir að símasölufólkið hringi? VÁ! Hlustaðu á þetta! ÓGEÐS- LEGT! Þetta hljómar eins og risaeðla! Passaðu þig! Hún springur! HLAUPUM!!! Voða fyndið. Má ég minna þig á að þú gafst þeim læknadótið í jólag jöf. Dansstrákur á hvíta tjaldið Styr Júlíusson leikur aðalhlutverkið í Fölskum fugli. Hann sér eftir því að hafa hætt í ball- ett sautján ára og er pínu stressaður fyrir frumsýningu bíómyndarinnar. MÓÐIR, DÓTTIR; STÓRLEIKKONUR Tinna Gunnlaugsdóttir er fyrsta konan í starfi Þjóðleikhússtjóra. Hún fetaði ung í fót- spor móður sinnar, stórleikkonunnar Herdísar Þorvaldsdóttur sem féll frá um síðustu helgi. Tinna ræðir opinskátt um listina og lífið. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ Ómissandi hluti af góðri helgi Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 Auglýsingar 512-5401 | visir.is Veistu hvað þú lætur ofan í þig? Hver Íslendingur borðar 24 kíló af kjúklingi á ári. Framleiðslu- aðferðirnar eru umdeildar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.