Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 42
5. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 ÞJÓÐSAGA EFNIVIÐUR SÖNGLEIKS Söngleikurinn Kolrassa krókríðandi verður frumsýndur í kvöld í flutningi nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík. Flytjendur eru 17 söngvarar og átta manna hljómsveit úr Tónlistarskólanum. Verkið er byggt á þjóðsögunni um systurnar Ásu, Signýju og Helgu og foreldra þeirra. Höfundur er Þórunn Guðmundsdóttir söngkennari sem einnig leikstýrir sýningunni, stjórn tónlistar er í höndum Hrafnkels Orra Egilssonar. Sýnt er í Iðnó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LEIKHÚS ★★★★★ Blam! Höfundur: Kristján Ingimarsson, Jesper Pedersen. Leikstjórn: Kristján Ingimars- son, Simon Boberg. BORGARLEIKHÚSIÐ Leikritið Blam er stórhættulegt skrifstofudrama þar sem aðalsögu- hetjurnar þurfa að takast á við sið- blindan yfirmann, stórhættuleg vélmenni, Rambó í skrifstofuham og háskalegt pókerspil. Um er að ræða dansleikhús úr smiðju Krist- jáns Ingimarssonar, sem er kannski ekki þekktasta nafnið í leikhúsheim- inum hér á landi, en hann er rokk- stjarna í dönsku leikhúslífi. Og ekki að ósekju. Blam segir sögu þriggja skrif- stofumanna og baráttu þeirra við þrúgandi hversdagsleikann. Þeir stunda það að „blamma“, en íslenska orðið er líklega „byssó“. Sem sagt, þegar yfirmaðurinn lítur undan breyta þeir skrifstofunni í blóðug- an vígvöll þar sem hasaratriði kvik- myndasögunnar eru endurleikin með kröftugum hljóðáhrifum undir, en hljóðmyndin er afar vel heppnuð. Kristján nýtir sér skrifstofuum- hverfið með einstaklega hugvit- samlegum hætti. Þannig leikur vatnstankur mikilvægt hlutverk sem framandi vera verksins og hugrenningatengslin leiða mann til kvikmynda eins og ET og fleiri mynda í þeim dúr frá tíunda ára- tugnum. Vatnstankaveran er einnig mikilvæg fyrir vel heppnaða upp- byggingu leikritsins – sem breyt- ist skyndilega í gríðarlega kröftugt hefndardrama. Hugmynd leikritsins er að fanga kvikmyndaupplifunina í leikhúsi. Þetta tekst hópnum og varð kannski augljósast í mögnuðu fjárhættuspili fjórmenninganna. Þá endurskapa þeir áhrif kvikmyndanna með ein- földum aðferðum eins og að snúa pókerborðinu í miðju spili, og að lokum með því að skella því á hlið. Sjónarhorn áhorfenda breytist um leið, það var eins og við sætum beint fyrir ofan spilið, og líkt og kvik- myndalinsa, námum við öll sjónar- horn atriðisins. Það má vera að sumum þyki leik- ritið fullyfirborðskennt. Verkið er barnslegur óður til leikgleðinnar og ákveðins tímabils í kvikmynda- sögunni, þar sem söguhetjur eins og Rambó og John McClane voru allsráðandi. Þessar kvikmyndir höfðu gríðarlega djúpstæð áhrif á unga pilta sem eru á fullorðins- aldri í dag. Leikgleðin er fölskva- laus og leikritið er líklega ekki hugsað sem sérstök ádeila á áhrif hasarmynda á unga menn, heldur þvert á móti, áhrifunum er hamp- að. Það er kannski umdeilanlegt í sjálfu sér. Og í raun frekar kröftug afstaða fólgin í því að hampa þess- um umdeilda menningararfi. En það sem Kristjáni og félögum tekst þó betur en mörgum kvik- myndum er að skapa þennan tryllta heim kvikmynda án allra kvik- myndabrellna. Það er ótrúlegt á stundum að fylgjast með færum sviðslistamönnunum sem ná að end- urskapa flókin bardagaatriði kvik- myndasögunnar með húmor, styrk og hljóðáhrif að vopni. Háskinn var mun nær áhorfendum en maður upplifir í kvikmyndahúsi. Og í raun sýnir hópurinn að leikhúsið er fullkomlega fært um að keppa við flóknustu atriði kvikmyndanna, það er nefnilega allt hægt í leikhúsi eins og í kvikmyndum. Hugvit er það eina sem greinir á milli. Á sýningunni voru fjölmörg börn sem skemmtu sér líklega betur yfir leik hópsins en þeir fullorðnu. Það er því óvænt hlið á verkinu að þarna er á ferð fjölskyldusýning. Að vísu dálítið ofbeldisfull, en ekkert verri en ofurhetjumyndir nútímans, enda má finna Hulk og Úlfamanninn í ævintýralegum bardaga í leikritinu. Kristjáni og félögum tekst þarna að skapa eitthvað fjörugasta skrif- stofudrama sem hefur verið fært á svið hér á landi. Valur Grettisson NIÐURSTAÐA: Frábær sýning. Einstakur óður til kvikmynda og leikgleði fullorðinna karlmanna. Óður til leikgleðinnar – og Rambós Kolrassa krókríðandi í fl utningi nemenda Tónó Myndlistarhátíðin Sequences hefst í dag og stendur til 14. apríl næstkomandi. Hátíðin, sem haldin er annað hvert ár, beinir sjónum að tímatengdri myndlist eins og gjörning- um, hljóð- og myndbandsverkum. Sýningar á verkum sextán listamanna verða opnaðar á ellefu sýningarstöðum í miðborginni, auk gjörninga á Skólavörðuholti, í Listasafni Einars Jónssonar og í Hörpu, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki er heilt kvöld helgað gjörningum ólíkra listamanna á Hótel Holti. Sýningarstjóri Sequences VI er Markús Þór Andrésson. Fjórar sýningar á hátíðinni verða opnaðar í dag, sýning Grétars Reynissonar, Áratug- ur, verður opnuð í Nýlistasafninu, sýningar Mörthu Wilson og Sigrúnar Hrólfsdóttur á Skúlagötu 32 og sýning Magnúsar Loga Krist- inssonar á Kexi hosteli. Nánar verður fjallað um Sequences í Fréttablaðinu á morgun. Sequences hefst í sjötta sinn Í dag hefst myndlistarhátíðin Sequences. Hátíðin, sem haldin er annað hvert ár, stendur í tíu daga. AÐALFUNDUR Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Enn fremur er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30. Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægjanlegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn HB Granda hf. Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2013 í matsal félagsins á Norðurgarði í Reykjavík og hefst hann kl. 17:00. ÍS L E N S K A S IA .I S G R A 6 96 51 0 4/ 13 Eingöngu selt á hársnyrtistofum MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.