Fréttablaðið - 15.04.2013, Side 1

Fréttablaðið - 15.04.2013, Side 1
STJÓRNSÝSLA Alls hafa 66 framboðs- listar um allt land verið úrskurð- aðir gildir fyrir alþingiskosning- arnar 27. apríl. Sex framboðslistar til viðbótar hafa frest þar til í dag til að lagfæra meðmælendalista en fastlega er búist við því að þeir verði einnig úrskurðaðir gildir. Yfirkjörstjórnir í kjördæmun- um sex fóru um helgina yfir þá framboðslista sem bárust vegna þingkosninganna og skáru úr um lögmæti þeirra. Fimm yfirkjör- stjórnir luku yfirferðinni um helgina en sex framboð í Reykja- víkurkjördæmi suður fengu frest til hádegis í dag til að lagfæra með- mælendalista. Úrskurðað verður um lögmæti þeirra í kjölfarið. Alls bjóða ellefu flokkar fram í öllum kjördæmum. Þeir eru Björt framtíð, Dögun, Flokkur heim- ilanna, Framsóknarflokkurinn, Hægri grænir, Lýðræðisvaktin, Píratar, Regnboginn, Samfylk- ingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð. Þar að auki býður Landsbyggðar- flokkurinn fram í Norðvesturkjör- dæmi og K-listi Sturlu Jónssonar í Reykjavíkurkjördæmi suður auk þess sem Húmanistaflokkurinn og Alþýðufylkingin bjóða fram í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Ekkert framboð sem barst hefur verið úrskurðað ógilt ef frá eru skilin framboð fimm einstakl inga sem tilkynntu um framboð en stóðu ekki skil á tilskildum gögn- um. Þeir heita Arngrímur Pálma- son, Benedikt Stefánsson, Ragnar Einarsson, Sturla Jónsson og Guð- björn Jónsson. Sturla býður þó lík- lega fram ásamt lista í Reykjavík- urkjördæmi suður. - mþl FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur 12 Umhverfisátak Endurvinnsla á efnum leiðir til mun minni mengunar á vatni en framleiðsla úr frumefnum.Með því að nota endurunnin efni drögum við úr eyðingu skóga og votlendis og mengun vatnsfalla og annarra staða sem eru villtum dýrum nauðsynlegir. ÖTULL RÆKTANDICarl byrjaði í ávaxta-trjárækt sumarið 2010 og er nú með um 60 tré á sumarbústaðalandi íGrím Á vaxtaklúbburinn er félag áhuga-manna innan Garðyrkjufélags-ins sem sinnir ávaxtatrjárækt á Íslandi. „Tilgangur klúbbsins er að efla áhuga fólks á ávaxtatrjárækt með fræðslu, leiðsögn, kynningum á trjám og fleiru. Þá sendum við líka út pönt-unarlista til félagsmanna þarget upp úr 2010 og er í dag með um 60 tré í sumarbústaðalandi fjölskyldunn-ar í Grímsnesi. „Afi var með nokkur ávaxtatré í gróðurhúsi og ég tók eigin-lega við af honum. Ég og pabbi erum með þessi 60 tré í Grímsnesinu og kiumst á að h ÁVAXTASPRENGJA ÁVAXTAKLÚBBURINN Carl Jóhann Gränz, formaður Ávaxtaklúbbs Garðyrkjufélagsins, segir sprengingu hafa orðið í ávaxtatrjárækt undanfarin ár og ekki langt þar til íslenskir ávextir verði fáanlegir í matvöruverslunum. FASTEIGNIR.IS 15. APRÍL 2013 15. TBL. Miklaborg kynnir: Glæsilegt nýtt sex íbúða fjölbýlishús við Ljósakur 2, 4, 6 og 8 í Akrahverfinu Garðabæ. Íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja á bilinu 75-170 fm. Sér- inngangur er í allar íbúðir, stórar svalir og frábært útsýni. Vegleg- ar innréttingar og tæki. Afhend- ing frá 1. júlí 2013. Um er að ræða 113,2 fm þriggja til fjögurra herbergja endaíbúð á annarri hæð með sér- inngangi, eign merkt 0201 tó t d ý Nýtt fjölbýli í Garðabæ Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Sími 512 4900 landmark.is Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Haraldur Ómarsson sölufulltrúi sími 845 8286 Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930 Vaxandi velta og miklir möguleikar. Rúmgott og fallegt húsnæði með aðlaðandi framsetningu á vöru, góðu viðskiptavinasvæði og barnahorni. Góð staðsetning við þétta og blandaða byggð Einkal fi á í él Elín Viðarsdóttir Lögg. fasteignasali Auður Kristinsd. Sölufulltrúi Núna er rétti tíminn til að kaupa ísbúð - aðal sölutíminn fra d Ísbúð í austurborg Reykjavíkur til sölu 2 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Fólk Sími: 512 5000 15. apríl 2013 87. tölublað 13. árgangur Færri dauðadómar Að minnsta kosti 682 voru í fyrra teknir af lífi í heiminum, að því er fram kemur í skýrslu Amnesty International. Fjöldinn er svipaður og 2011. 4 Vilja torvelda byssukaup Áhrifa- miklir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum beita sér fyrir nýrri löggjöf sem torveldar byssukaup. 6 Fornleifar ónýtt auðlind Upp- bygging minjastaða er sögð vera nauðsynlegur þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar í landinu. 8 Reyna á að semja við N-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga nágrannaríkja N-Kóreu. 10 SPORT Teitur Örlygsson segir ekkert hæft í því að Stjarnan sé með dýrasta lið Íslandssögunnar. 20 SAMGÖNGUR Sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu skoða uppsetningu hraðvagnakerfis, sem er strætis- vagnakerfi fyrir stofnleiðir. Um er að ræða samgöngukerfi sem bætir hraða og áreiðanleika almannasam- gangna verulega. Hraðvagnar eru ódýr lausn í samanburði við aðra kosti, eins og léttlestakerfi sem hefur verið til skoðunar. „Lestarkerfi á gúmmíhjólum“ er lausnin kölluð í skýrslu tveggja umferðarverkfræðinga hjá verk- fræðistofunni Mannviti. Þeir unnu verkefnið með styrk frá Vegagerð- inni, en stjórn Strætó bs. fjallaði um hugmyndina í lok síðasta árs. Sam- göngumátinn er einn þeirra sem til- greindir hafa verið í stefnumiðum Strætó fram til ársins 2021. Á síðustu vikum hefur hugmynd- in verið kynnt innan stjórnkerf- is allra sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu og er til vinnslu hjá skipulagsnefndum þeirra. Páll Hjaltason, formaður skipu- lagsráðs Reykjavíkur, segir um mjög spennandi kost að ræða. Ekki síst komi hraðvagnakerfi til greina vegna þess hversu ódýrt það sé miðað við aðra kosti. „En þetta er það sem við höfum verið að horfa á fyrir stærri og lengri flutningsleið- ir á milli sveitarfélaga og úr efri hverfum. Í skoðun er að þróa þær leiðir í þessa átt.“ Páll segir að skrefið sé jafnvel styttra en margur heldur þar sem strætókerfið beri keim af slíku kerfi; miðað sé við að farþegi þurfi að skipta sem minnst á milli vagna. Eins verði á Íslandi líklega um blandað kerfi að ræða þar sem mun fjölmennari byggð þurfi að standa að baki hreinu hraðvagnakerfi, eins og þekkt er víða í Suður-Ameríku. Hins vegar séu þessi kerfi þekkt í fjölmörgum borgum og reynist víða góð lausn, jafnvel til hliðar við lest- arkerfi eins og í New York. Stjórn SSH hefur ályktað að hrað- lestakerfið verði skoðað í tengslum við endurskoðun svæðis skipulags höfuðborgarsvæðisins og einstök sveitarfélög, eins og Hafnarfjörður, skoða málið í tengslum við breyting- ar á aðalskipulagi. - shá / sjá síðu 6 Sveitarfélög skoða kerfi hraðvagna fyrir stoðleiðir Hugmynd að hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu er skoðuð af alvöru hjá skipulagsyfirvöldum sveitarfélaga. Eykur hraða og áreiðanleika almenningssamgangna. Kostar bara brotabrot af því sem lestarkerfi myndi kosta. Heimilis RIFINN OSTUR 370 g ÍSLENSKUR OSTUR 100% Þetta er það sem við höfum verið að horfa á fyrir stærri og lengri flutnings leiðir. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur Útlit er fyrir að 72 framboðslistar verði í kjöri í þingkosningunum: Öll flokkaframboð metin gild Bolungarvík -3° NA 8 Akureyri 1° NNV 6 Egilsstaðir 2° NNV 5 Kirkjubæjarkl. 8° NA 5 Reykjavík 5° NA 8 Dregur úr vindi og verður víða fremur hægur vindur síðdegis. Snjókoma eða él norðanlands en slydda eða rigning austan til. 4 RÝNT Í FJÁRSJÓÐ Þór Magnússon, fornleifafræðingur og fyrrverandi þjóðminjavörður, rýnir hér í forláta silfurskál á grein- ingadegi Þjóðminjasafnsins. Sérstök áhersla var lögð á silfurmuni í ár í tilefni útgáfu bókarinnar Íslenzk silfursmíð, eft ir Þór sjálfan, sem kom út fyrir helgi. Hann hefur rannsakað íslenska silfursmíð um áratuga skeið. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 72 FRAMBOÐSLISTAR Sjötíu og tveir listar verða í kjöri í Alþingis kosningunum 27. apríl. Af þeim hafa sex fengið frest þar til í dag til að lagfæra meðmælendalista. SAMGÖNGUR Stórhríð gerði víða á Norðurlandi og Vestfjörðum og illfært var um þjóðvegi þar í gærkvöldi. Á þjóðvegi 1 um Bakkaselsbrekku efst í Öxnadal festust tvær rútur og runnu út af veginum svo björgunarsveitir þurfti að kalla til. Engum varð meint af en sveitirnar stjórnuðu umferð um flughála brekkuna og snéru vanbúnum bílum við. „Við fengum tilkynningu um þrjá fasta bíla í Bakkaselsbrekku í hádeginu,“ sagði Magnús Viðar Arnarson, formaður Súlna í gær- kvöldi. Umferð var stöðvuð um veginn á meðan verið var að ná rútunum aftur upp á veg. Veginum um Ólafsfjarðarmúla var lokað vegna snjóflóðahættu í gærkvöldi. Ófært var um fjall- vegi á Vestfjörðum og þeir lok- aðir í allan gærdag. - bþh / sjá síðu 4 Fjallvegir illfærir nyrðra: Stjórnuðu um- ferð í flughálku SKOÐUN Valgerður Bjarnadóttir skrifar um Búkollu og fjós sérhags- munaaflanna. 12 MENNING Boðið er upp á rökræður við Einar Má Jónsson um Örlagaborg- ina í kvöld. 17

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.