Fréttablaðið - 15.04.2013, Síða 2

Fréttablaðið - 15.04.2013, Síða 2
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 BELGÍA, AP Rútu sem flutti ungmenni frá Rússlandi var ekið fram af brú í Antwerpen í Belgíu í gær með þeim afleiðingum að fimm létust og tólf slösuðust, þar af fimm alvarlega. Engin tilraun virðist hafa verið gerð til þess að stöðva rútuna áður en hún fór fram af brúnni og er því talið að bílstjórinn hafi sofnað undir stýri. Þeir sem létust voru bílstjórinn, fullorðinn leiðsögumaður og þrjú ungmenni. Um borð voru 42 manns, mest ungmenni sem ferðuðust með rútunni frá Volgograd í Rússlandi á leið til Parísar. - bþh Fimm ungmenni létust í rútuslysi í Antwerpen: Rúta fór fram af brú í Belgíu AF SLYSSTAÐ Í fyrstu var ekki ljóst hvernig slysið bar að en engin bremsuför fund- ust á brúnni þar sem rútan fór út af. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fertugs- aldri var handtekinn fyrir alvar- lega líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Sá sem fyrir árásinni varð er á svipuðum aldri og var með slæma áverka. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hans. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að árásarmaðurinn sé meðlimur í mótorhjólasamtök- um. Hann var í mjög annarlegu ástandi og á honum fundust fíkni- efni. - bþh Meðlimur í bifhjólasamtökum: Handtekinn fyrir líkamsárás SPURNING DAGSINS FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU Fundur um mannréttindi með frambjóðendum Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi Í kvöld kl. 20 í Kragakaffi, Hamraborg 1-3. Rjúkandi kaffi og líflegar umræður. RÓSA BJÖRK ÓLAFUR ÞÓRÖGMUNDUR ÞÉR ER BOÐIÐ á OPINN STJÓRNMÁLAFUND ALLIR VELKOMNIR Edda, færðu greiðslu? „Nei, ég tek ekki þátt í hártog- unum.“ Edda Blumenstein heldur úti vefsíðunni Hárið.is sem fjallar um hár og hártísku. FRAKKLAND Enn hefur ekkert spurst til Redoine Faid, stroku- fangans sem sprengdi sér leið út úr Sequedin-fangelsi nærri Lille í norðurhluta Frakklands á laugar- dag. Hann er alræmdur ræn- ingi og þekktur glæpamaður í Frakklandi, að sögn breska ríkis- útvarpsins. Faid tók gísla þegar hann flúði fangelsið. Sprengiefnið á hann að hafa fengið í heimsókn konu sinnar í fangelsið. Gíslana frels- aði hann alla áður en hann lagði á flótta í bíl sem fannst brunninn við hraðbraut sunnan Lille. Ríkissaksóknari í Frakklandi segir Faid vera sérlega hættuleg- an fanga. - bþh Sprengdi sig úr fangelsi: Strokufanginn enn ófundinn STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson hyggst halda áfram sem formað- ur Sjálfstæðisflokksins. Þetta tilkynnti Bjarni á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ á laugardag. Í kosningaþætti í Ríkissjón- varpinu á fimmtudagskvöld sagði Bjarni að hann væri að íhuga að segja af sér sem formaður. Fyrr sama dag hafði Viðskipta- blaðið birt niðurstöður könnunar sem bentu til þess að fylgi Sjálf- stæðisflokksins væri umtalsvert meira ef Hanna Birna Kristjáns- dóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, væri formaður flokks- ins í stað Bjarna. - mþl Sjálfstæðismenn funduðu: Bjarni verður áfram formaður FÓLK „Við báðum sérstaklega um silfur núna því það er silfur- þema hjá Þjóðminjasafninu í ár. Fólk hefur komið með stokkabelti, nælur, skeiðar og aðra smámuni úr silfri og látið meta þá. Svo hafa aðrir mætt með ýmsa aðra gripi líkt og dúkkur,“ segir Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlun- arsviðs Þjóðminjasafnsins. Í gær bauðst almenningi að koma með eigin gripi í greiningu til sérfræð- inga Þjóðminjasafnsins á svoköll- uðum greiningadegi safnsins. Greiningadagarnir hafa verið haldnir frá árinu 2007 og eru vel sóttir. Greining gripanna snýst um aldur þeirra, efni og uppruna en ekki verðgildi þeirra. Bryndís segir að oft séu mjög áhugaverðar sögur á bak við gripina. „Margir sem hingað koma vilja fá sögurn- ar í kringum gripina staðfesta. Eitt árið kom hingað kona með stokka- belti sem Ragnheiður Brynjólfs- dóttir átti að hafa átt. Konan kom til þess að athuga hvort fjölskyldu- sagan gæti staðist. Við greiningu kom í ljós að beltið var frá þeim tíma sem Ragnheiður var uppi og sagan gat því vel verið sönn.“ Greiningarnar eru þó ekki aðeins fróðlegar fyrir eigend- ur gripanna heldur einnig fyrir sérfræðinga safnsins sem gefst þá kostur að sjá ýmsa áhuga- verða gripi sem leynast á heim- ilum landsmanna. „Í dag kom ein með stokkabelti eftir smið sem mjög lítið er til eftir. Sá hét Einar Skúlason frá Tann- staðabakka í Hrútafirði og það var athyglisvert að fá að sjá þann grip,“ segir Bryn- dís. sara@frettabladid.is Fengu til greiningar fágætt stokkabelti Greiningadagur Þjóðminjasafnsins fór fram í gær. Sérfræðingar safnsins greindu að þessu sinni silfurgripi í eigu almennings. Greining snýst um aldur og uppruna en ekki verðgildi. Eigendur gripa vilja fá sögu þeirra staðfesta af sérfræðingum. RÝNT Í SILFRIÐ Þór Magnússon, fyrrum þjóðminjavörður, var á meðal þeirra sér- fræðinga sem rýndu í gripi landsmanna á greiningadegi Þjóðminjasafnsins. Hér sést hann með stokkabelti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er stykki af kolaofni, eða einhverju slíku. Ég fann þetta á gömlum torfbæ sem verið var að rífa og tók hann með mér því mér fannst þetta vera sérstakur gripur, sem þetta greinilega er fyrst að fornleifafræðingarnir þekkja hann ekki,“ segir Vilhjálmur Steingrímsson um grip sem hann lét meta á greiningadegi Þjóðminjasafnsins. Vil- hjálmur býr á Hofsósi en átti erindi til Reykjavíkur í gær og ákvað að láta skoða gripinn í leiðinni. Aðspurður segist hann þó lítils vísari um gripinn dularfulla sem honum áskotnaðist í kringum 1960. „Þór [Magnússon] hafði aldrei séð svona hlut áður. Hann taldi að þetta væri af ofni og að hann sýni einhvern guð sem haldi á nægtarhorni. Ég hef haft gripinn á arinhillunni hjá mér og ætla að hafa hann þar áfram, hann á best heima þar.“ Dularfullur gripur sem fannst á torfbæ UMHVERFISMÁL Meirihluti lands- manna er andvígur því að fleiri álver verði reist á Íslandi. Þá eru umtalsvert fleiri andvígir virkj- unarframkvæmdum í Bjarnar- flagi við Mývatn en eru þeim fylgjandi. Þetta leiðir skoðanakönnun Capacent Gallup í ljós sem unnin var fyrir Landvernd og var kynnt á aðalfundi félagsins á laugardag. Byggðu niðurstöðurnar á svörum 862 einstaklinga en alls var leitað til 1.450 við gerð könnunarinnar. Reyndust 43,6% svarenda vera andvíg Bjarnarflagsvirkjun en 30,5% henni hlynnt. Ríflega fjórð- ungur svarenda var ekki viss. Þegar spurt var um afstöðu til byggingar fleiri álvera hér á landi sögðust 51,3% svarenda vera því andvíg en 30,9% voru því hlynnt. Landsvirkjun ráðgerir að reisa 45 til 90 megavatta virkjun í Bjarn- arflagi en Bjarnarflag er í orku- nýtingarflokki rammaáætlunar. Landvernd hefur að undan- förnu gagnrýnt þessa fyrirhug- uðu framkvæmd á þeim forsend- um að óvissa sé um áhrif hennar á lífríki Mývatns. Umhverfismat vegna virkjunarinnar er orðið tíu ára gamalt og telur Landvernd að það þurfi að uppfæra. Félagið hefur því hvatt til þess að Bjarnarflag verði fært í biðflokk rammaáætl- unar á meðan möguleg áhrif á líf- ríki vatnsins eru rannsökuð. Þá hefur Landvernd efnt til und- irskriftasöfnunar á netinu til að styðja við þessa kröfu. Í gærkvöldi höfðu ríflega 7.400 einstaklingar skrifað undir. - mþl Meirihluti landsmanna er andvígur því að fleiri álver verði reist á Íslandi: Andstaða við Bjarnarflagsvirkjun MÝVATN Landvernd telur óvissu vera um áhrif Bjarnarflags- virkjunar á lífríki Mývatns. Umhverfismat vegna ráð- gerðrar fram- kvæmdar er tíu ára gamalt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VENESÚELA, AP Forsetakosningar í Venesúela fóru fram í gær, þær fyrstu eftir dauða Hugo Chavez for- seta sem lést í síðasta mánuði. Tveir frambjóðendur voru taldir líklegastir til að ná árangri í kosn- ingunum, Nicolás Maduro, sitjandi forseti og eftirmaður Chavez, og Henrique Capriles, frambjóðandi hægrimanna. Capriles bauð einnig fram í for- setakosningunum árið 2012 gegn Chavez en varð að lúta í lægra haldi. Samt sem áður varð hann vinsæl- asti andstæðingur forsetans fyrr- verandi síðan sósíalistar komust til valda árið 1999. Stjórnarliðar hvöttu fólk alls stað- ar í landinu til að fara á kjörstað í gær. Maduro er talinn sigurstrang- legri fari fleiri á kjörstað enda var Chavez vinsæll og Maduro hefur heitið því að fylgja stefnu hans. Niðurstöður skoðanakannana síð- ustu vikna segja Maduro hafa for- skot þó Capriles hafi sótt á und- anfarið. Þess er vænst að úrslit kosninganna verði tilbúin í dag. - bþh Kosið var í Venesúela til þess að finna eftirmann Hugo Chavez: Maduro talinn sigurstranglegri MADURO Forsetaefni sósíalista veifar til fjöldans þegar hann mætir á kjörstað ásamt fjölskyldu sinni í Karkas, höfuð- borg Venesúela í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.