Fréttablaðið - 15.04.2013, Qupperneq 6
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
2013
Skipting þingmanna
Borgarahreyfingin
Íbúafj öldi:
85.911
Fjöldi á kjörskrá:
63.154
Guðmundur Steingrímsson,
formaður Bjartrar framtíðar og
alþingismaður.
☛Varaþingmaður Samfylkingar-
innar frá 2007 en var kjörinn á þing
fyrir Framsóknarfl okkinn árið 2009.
Eygló Harðardóttir
alþingismaður.
☛Hefur verið þingmaður frá 2008
en var áður varaþingmaður.
☛Hefur verið ritari Framsóknar-
fl okksins frá árinu 2009.
Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisfl okksins og
alþingismaður.
☛Kjörinn á þing árið 2003.
☛Formaður Sjálfstæðisfl okksins
frá 2009.
A B
TLD S
Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar og
alþingismaður.
☛Þingmaður frá 2007.
☛Var áður félagsmálaráðherra og
efnahags- og viðskiptaráðherra.
Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra.
☛Setið á Alþingi frá 1995.
☛Áður heilbrigðisráðherra en
sagði af sér vegna ágreinings við
félaga sína í ríkisstjórn.
Birgitta Jónsdóttir,
formaður Pírata og þingmaður
Hreyfi ngarinnar.
☛Kjörin á þing 2009 fyrir Borgara-
hreyfi nguna, en myndaði fl jótlega
Hreyfi nguna.V Þ
Sigurjón
Haraldsson
viðskiptafræð-
ingur.
Pétur Gunn-
laugsson,
formaður
Flokks heimil-
anna, lög-
fræðingur og
útvarpsmaður
á Útvarpi Sögu
Valdís Stein-
arsdóttir
leiðbeinandi.
Lýður
Árnason,
læknir og
fyrrverandi
stjórnlagaráðs-
fulltrúi.
Margrét
Tryggva-
dóttir,
þingmaður
Hreyfi ngar-
innar.
G J I
Suðvesturkjördæmi: Efstu menn á lista
B
D
FO
S
V
P
Úrslit síðustu
þingkosninga
Kjörsókn í síðustu
kosningum: 86,4%
➜ Hraðvagnakerfi finnast í öllum heimsálfum. Eitt stærsta kerfið má finna í
Bogotá í Kólumbíu, sem er sjö milljóna manna borg, en þar hefur farþega-
fjöldinn farið upp í 40.000 farþega á klukkustund.
➜ Dæmi um hraðvagnakerfi í borgum af svipaðri stærðargráðu og höfuð-
borgarsvæðið eru í Eugene í Bandaríkjunum, Almere í Hollandi, Rouen í
Frakklandi, Swansea í Wales og Mérida í Venesúela.
➜ Flytja 40.000 farþega á klukkustund
– Blönduð umferð Engin framkvæmd
– Fullur aðskilnaður Forgangur A
– Aðskildar sérreinar en sameiginleg gatnamót Forgangur B
Biðstöð
Forgangur á gatnamótum
Kópavogur
Garðabær
Hafnarfj örður
Reykjavík
SAMGÖNGUR Hægt er að stytta
ferðatíma almenningssamgangna
á höfuðborgarsvæðinu stórlega
með notkun hraðvagna; sérstaks
kerfis sem bætir hraða og áreið-
anleika strætisvagna. Stofnkostn-
aður hraðvagnakerfis er margfalt
minni samanborið við léttlesta-
kerfi, sem hefur verið nefnt sem
vænlegur kostur.
Þetta er meðal niðurstaðna
umferðarverkfræðinganna Grét-
ars Þórs Ævarssonar og Þor-
steins R. Hermannssonar, hjá
verkfræðistofunni Mannviti.
Skipulagsyfirvöld í öllum sveit-
arfélögum höfuðborgarsvæðis-
ins hafa hugmynd þeirra til skoð-
unar, enda sameiginlegur eigandi
Strætó bs.
Allir sem gerst þekkja telja
nauðsynlegt að bæta almennings-
samgöngur á Íslandi. Þetta endur-
speglast í þingsályktunartillögu
um samgönguáætlun 2011-2022
þar sem segir að í samvinnu við
sveitarfélögin verði unnið að því
að tvöfalda hlutdeild almennings-
samgangna í öllum ferðum sem
farnar eru á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta markmið næst aldrei
án grundvallarbreytinga og því
telja þeir Grétar Þór og Þor-
steinn það „skynsamlegt og jafn-
vel nauðsynlegt“ að þróa hluta
almannasamgöngukerfisins yfir
í hraðvagnakerfi.
Þorsteinn segir að hraðvagna-
kerfi í borgum af sömu stærðar-
gráðu og höfuðborgarsvæðið sé
víða að finna. Eins í stærri borg-
um, þar á meðal í Seattle í Banda-
ríkjunum þar sem þeir Grétar
dvöldu við verkfræðinám. „Þar
var umræða um léttlestakerfi
en menn náðu því aldrei heim og
saman að ávinningurinn svaraði
kostnaði. Hvað þá hér heima þar
sem engir eru lestarteinarnir og
aðrir innviðir sem verða að vera
til staðar – og þá er þekkingin enn
ónefnd,“ segir Þorsteinn.
Hraðvagnakerfi er nokkurs
konar millistig milli hefðbund-
inna strætisvagnakerfa og lesta-
kerfa. Hugmyndin eins og hún
stendur í dag snýst um hraðvagna
á leið 1 hjá Strætó (S1) sem fyrsta
áfanga, en þar liggja fyrir hug-
myndir um léttlest.
Áætlað er að stofnkostnaður
hraðvagnaleiðar milli samgöngu-
miðstöðvar í Vatnsmýri (BSÍ) og
verslunarmiðstöðvarinnar Fjarð-
ar í Hafnarfirði sé á bilinu sex til
sjö milljarðar króna. Inni í þeirri
áætlun eru sérreinar og aðrar
forgangsaðgerðir, biðstöðvar og
vagnar. svavar@frettabladid.is
Styttir ferðatímann
um allt að helming
Hraðvagnakerfi er talið álitleg lausn til að bæta almenningssamgöngur á höfuð-
borgarsvæðinu. Slíkt kerfi er mun ódýrara en aðrar lausnir í sama tilgangi. Skipu-
lagsyfirvöld alls höfuðborgarsvæðisins hafa hugmyndina til skoðunar.
LEIÐ 1 er ákjósanlegur valkostur þar sem hún er mest
notaða einstaka leiðin í leiðakerfi Strætó bs. Samanborið
við hefðbundin strætisvagnakerfi sýna reynslutölur frá
Bandaríkjunum að ferðatími er um 25-50% styttri.
léttur fiskréttur
WASHINGTON, AP Tveir áhrifamiklir öldungadeildar-
þingmenn í Bandaríkjunum kynntu fyrir helgi laga-
frumvarp sem tryggja á að hvergi verði hægt að
kaupa skotvopn í landinu án þess að fortíð kaupand-
ans sé könnuð fyrir kaupin.
Þingmennirnir sem standa að frumvarpinu, Joe
Manchin og Patrick Toomey, eru hvor í sínum flokkn-
um en líklegt er talið að frumvarpið fái brautargengi
í öldungadeildinni þar sem demókratar eru í meiri-
hluta.
Erfiðara kann hins vegar að reynast að fá frum-
varpið samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar
sem repúblikanar eru í meirihluta.
Repúblikanar eru flestir á móti takmörkunum
á skotvopnaeign og það sama gildir um hluta þing-
manna demókrata.
Ríkisstjórn demókratans Baracks Obama Banda-
ríkjaforseta hefur lagt þunga áherslu á það síðustu
mánuði að gripið verði til úrræða til að minnka skot-
vopnaofbeldi í Bandaríkjunum. Áhersla var lögð
á málið eftir fjöldamorð í grunnskóla í Newtown í
Connecticut í desember síðastliðnum.
Hefur Obama meðal annars lagt á það áherslu að
gerðar verði breytingar á skotvopnalöggjöfinni vest-
anhafs í þá átt að erfiðara verði að eignast byssu. - mþl
Þingmenn úr báðum flokkum vilja takmarka skotvopnasölu í Bandaríkjunum:
Erfiðara verði að eignast byssu
MANCHIN OG TOOMEY Eftir fjöldamorðin í Sandy Hook-
grunnskólanum hefur skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum
verið talsvert til umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP