Fréttablaðið - 15.04.2013, Side 8
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
NISSAN QASHQAI SE
Nýskr. 05/12, ekinn 22 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.790 þús.
Rnr.201016.
HYUNDAI ix35
Nýskr. 06/12, ekinn 26 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.890 þús.
Rnr.120116.
Frábært úrval af notuðum
bílum á frábæru verði
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
BMW 320d LUXURY
Nýskr. 04/12, ekinn 13 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr.151870
HYUNDAI GETZ GLS
Nýskr. 10/09, ekinn 41 þús km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.750 þús.
Rnr.120134.
PEUGEOT 208
Nýskr. 11/12, ekinn 8 þús km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 2.850 þús.
Rnr.130544.
SUZUKI SWIFT 4WD
Nýskr. 05/11, ekinn 44 þús. km.
bensín, beinskiptur. Verð kr. 2.190
TILBOÐ kr. 1.790 þús.
Rnr.201020.
NISSAN NOTE visia
Nýskr. 12/11, ekinn 16 þús. km.
bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.990
TILBOÐ kr. 2.590 þús.
Rnr.170290.
BMW glæsibifreið kr.
7.980 þús.
Gerðu frábær kauphjá Bílalandi BL
Gott úrval
af 4x4 bílum
Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði!
FORNLEIFAR Uppbygging minja-
staða er nauðsynlegur en van-
ræktur þáttur í því púsluspili
að byggja upp ferðaþjónustuna
í landinu. Staðir þar sem forn-
minjar er að finna reynast hafa
mikið aðdráttar-
afl fyrir ferða-
menn, innlenda
sem erlenda, og
þar liggja mikil
tækifæri.
„Ennþá hefur
náttúran mesta
aðdráttaraflið
en menningin, í
víðum skilningi,
sækir mjög á.
Ferðamenn eru sífellt að leita að
nýjum upplifunum og þá ekki síst
samspili mannlífs og náttúru í
gegnum tíðina. Öflug uppbygging
á ferðaþjónustu sem tengist menn-
ingarverðmætum eins og forn-
leifum spilar þar stórt hlutverk,“
segir Ólöf Ýrr Atla dóttir, ferða-
málastjóri, og bætir við að það eigi
við um erlenda ferðamenn en ekki
síður Íslendinga sjálfa.
Ólöf segir jafnframt að sú við-
leitni að dreifa ferðamönnum
betur um landið tengist uppbygg-
ingu menningartengdrar ferða-
þjónustu sterkum böndum. Því
fleiri slíkir minjastaðir, því lík-
legra er að fólk sjái ástæðu til að
fara víðar um.
Kristín Huld Sigurðardóttir,
forstöðumaður Minjastofnunar
Íslands, segir stöðuna einfalda í
sínum huga. Meira fjármagni verði
að veita til skráningar, sem er for-
senda uppbyggingar auk nauðsyn-
legrar varðveislu og rannsókna.
„Ferðaþjónusta er ekki bara nátt-
úran, heldur þarf að mæta eftir-
spurn þeirra ferðamanna sem vilja
sjá minjastaði og kynna sér sög-
una. Við verðum að hafa svigrúm
til að vinna undirbúningsvinnuna
- gera þessa staði aðgengilega og
sinna miðlunarþættinum.“
Kristín nefndi í viðtali við
Fréttablaðið á fimmtudag nokkra
minjastaði þar sem uppbygging
hefur tekist vel og Skriðuklaustur
var þar á meðal.
Skúli Björn Gunnarsson, for-
stöðumaður Gunnarsstofnunar á
Skriðuklaustri, segir að minjarnar
á staðnum hafi ótvírætt gildi fyrir
ferðaþjónustuna. „Erlendir ferða-
menn sýna sögunni ekki síður
áhuga en íslenskir ferðalangar og
greinilegt í öllum könnunum að
söguáhuginn fer vaxandi.“
Skúli segir að nákvæmlega eins
og Íslendingar hafa áhuga á að
skoða sögustaði erlendis þá vilja
gestir okkar vita meira um lífið í
landinu fyrr á öldum. „Þess vegna
er ekki síður mikilvægt að byggja
á vandaðan hátt upp minjastaði,
eins og náttúruperlur okkar,“ segir
Skúli. svavar@frettabladid.is
Á SKRIÐUKLAUSTRI Fornleifarnar hafa fætt af sér glæsilega sýningu í sögu- og
fræðasetrinu á staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SKRIÐUKLAUSTUR Uppbygging minja-
staða hefur sums staðar tekist vel.
ÓLÖF ÝRR
ATLADÓTTIR
HEILBRIGÐISMÁL Á meðan verið er
að innleiða kerfi þar sem tannlækn-
ingar verða gjaldfrjálsar fyrir börn
verður nokkur bið á því að kerfið
nái til allra aldurshópa. Þannig líða
þrjú ár þar til kerfið nær til barns
sem er fjögurra ára í dag.
Í vor nær kerfið til barna á aldr-
inum 15 til 17 ára. Í haust bætast
við þriggja ára og 12 til 14 ára og
svo verður bætt við hópum fram
í ársbyrjun 2018. Sigurður Bene-
diktsson, tannlæknir og fyrrver-
andi formaður Tannlæknafélags
Íslands, telur
þó ekki að við
þetta skapist
sérstök vanda-
m á l . „ E k k i
má gleymast
að ástandið er
óbreytt fyrir
börn sem ekki
det t a a lveg
strax inn í kerf-
ið,“ segir hann
og telur ólíklegt að foreldrar bíði
með heimsóknir til tannlæknis
þar til börn ná „réttum“ aldri. Í
hönnun á nýja kerfinu í fyrrasum-
ar hafi líka verið gert ráð fyrir að
búin yrðu til sérstök úrræði fyrir
börn sem illa stæðu félagslega.
„Síðan gætu stjórnmálamenn
líka ákveðið í framhaldinu að inn-
leiða kerfið hraðar,“ bendir Sigurð-
ur á og telur ljóst að breytingarnar
séu til mikilla bóta. Fyrirséð sé að
fólk komi í framhaldinu mun frekar
með börn til tannlæknis. „Og svo er
sérstakt fagnaðarefni að samið er til
langs tíma. Þetta er langhlaup.“ - óká
Nýtt kerfi gjaldfrjálsra tannlækninga nær mishratt til barna eftir aldri:
Ólíklegt að fólk láti börnin bíða
SIGURÐUR
BENEDIKTSSON
Skattskrár vegna álagningar 2012 og
virðisauka skattsskrár vegna tekjuársins 2011
verða lagðar fram 15. apríl 2013.
Skrárnar, sem sýna álagða skatta á gjaldendur í hverju sveitarfélagi,
eru lagðar fram á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða á
sérstaklega auglýstum stöðum dagana 15. apríl til og með
26. apríl 2013.
Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga
nr. 90/2003 og 46. gr. laga nr. 50/1988.
15. apríl 2013
RÍKISSKAT TSTJÓRI
Fornleifar ónýtt auð-
lind í ferðaþjónustu
Uppbygging minjastaða er nauðsynlegur þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar
í landinu. Minjastaðir hafa þegar sannað gildi sitt. Lykilþáttur í að dreifa ferða-
mönnum um landið. Líta ber minjastaði sömu augum og náttúruperlurnar.