Fréttablaðið - 15.04.2013, Síða 12
15. apríl 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
„Hvað eigum við nú til bragðs að taka
Búkolla mín?“ spurði strákurinn kúna
þegar þau komu að hinum ýmsu farar-
tálmum. Strákurinn var á leiðinni heim,
eftir að hafa sótt Búkollu í fjós skess-
unnar.
„Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“
spyr ég þegar við erum komin vel á veg
með að ná þjóðfélaginu úr fjósi sérhags-
munaaflanna og upp sprettur Framsókn-
armaddaman. Tví- ef ekki þríefld.
Það er skelfilegt að þeir sem sammála
eru um að breyta þjóðfélaginu tvístrist út
um allt. Óþolinmæði er afleit í pólitík.
Auðvitað voru það vonbrigði að ná
ekki að minnsta kosti auðlindaákvæði
stjórnar skrárfrumvarpsins í gegnum
þingið. En það er lítil von að ná því nokk-
urn tíma í gegn ef þau sem það vilja
hlaupa hvert í sína áttina. Það verður ekk-
ert dekk spúlað með þeirri aðferð.
Sérhagsmunaöflin eru þau einu sem
munu hagnast ef allt að tíu prósent
atkvæða falla dauð vegna þess að nýju
flokkarnir ná ekki fimm prósenta lág-
markinu sem þarf til að ná þingsæti.
Sérhagsmunaöflin munu ekki bara
hagnast í kosningunum. Þau munu líka
hagnast eftir kosningar þegar veiði-
gjaldið verður afnumið. Veiðigjaldið er
16 milljarðar. Þeim sem greiða veiðigjald
finnst það ósanngjarnt. Þeir vilja halda
áfram að nýta auðlindina okkar án þess
að borga krónu fyrir. Það finnst Fram-
sóknarmaddömunni og vinum hennar í
Sjálfstæðisflokknum líka sjálfsagt mál.
Sérhagsmunaöflin geta þá aftur selt
sjálfum sér eða vinum sínum banka.
Landsbankinn er búinn að gera upp við
þrotabúið svo sérhagsmunaöflin geta
strax hafið næstu umferð einkavinavæð-
ingar.
Er það virkilega þetta sem við viljum?
Er þetta rétti tíminn til að fara hvert í
sína áttina? Óþolinmæði hefur löngum
verið ógæfa íslenskra jafnaðarmanna.
Það virðist ætla að verða svo eina ferðina
enn.
Ólíkt skessunni sem varð að steini er
hætta á að Framsóknarmaddaman og
vinir hennar verði sprellandi kát og þjóð-
félagið lendi aftur í sérhagsmunafjósinu.
Þá hefur sannarlega ekki verið til mikils
barist. Þá mun ekki duga: „Taktu hár úr
hala mínum“!
Eru eftir hár í halanum?
STJÓRNMÁL
Valgerður
Bjarnadóttir
alþingismaður
➜ Sérhagsmunaöfl in eru þau einu
sem munu hagnast ef allt að tíu
prósent atkvæða falla dauð vegna
þess að nýju fl okkarnir ná ekki
fi mm prósenta lágmarkinu sem
þarf til að ná þingsæti.
Atlögunni hrundið
Margir Sjálfstæðismenn anda léttar
nú þegar friður hefur á ný skap-
ast um Bjarna Benediktsson, formann
Sjálfstæðis flokksins. Öfl innan flokksins
reyndu fyrir helgi að bola honum úr
embætti en með einlægri frammistöðu
í kosningaþætti á fimmtudag tókst
Bjarna að því er virðist að þjappa
flokknum saman að baki sér.
Stjórnmálafræðingar hafa
síðan haldið því fram að
atburðarás síðustu daga hafi
veikt Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur, varaformann, sem sé ekki
lengur augljós eftirmaður Bjarna
eins og margir hafa talið.
Traust eða ekki traust?
Vandi Hönnu Birnu er ekki
síst sá að það tók hana
næstum tvo sólarhringa frá því að fyrst
var fjallað um könnun sem sýndi að
flokkurinn myndi njóta meiri stuðnings
undir forystu hennar þar til hún lýsti
beinlínis yfir stuðningi við Bjarna sem
formann opinberlega. Og á meðan
logaði flokkurinn stafna á milli eftir að
Bjarni sagðist vera að íhuga afsögn.
Á fundi á laugardag sagði Hanna
að hún yrði þakklát ef um-
ræðunni um formannsem-
bættið lyki og að traust
hennar til Bjarna væri
ekki dregið í efa. Einhverj-
um gæti hins vegar sýnst
að sá stuðningur
hefði ekki
verið til
staðar
þegar þörf
var á.
Pólitísk kaldhæðni Pírata
Píratar hafa legið undir ámæli, ekki síst
frá femínistum, eftir að umdeild um-
mæli nokkurra frambjóðenda flokksins
voru grafin upp á netinu. Ekki var bót í
máli þegar fram kom að tveir karlkyns
frambjóðendur Pírata hafa dóma á
bakinu vegna ofbeldismála, annar
meðal annars fyrir að kýla konu. Smári
McCarthy, einn kapteina Pírata, var
spurður á Stöð 2 á laugardag hvort
bakgrunnur frambjóðenda hefði
verið kannaður. Sagði Smári Pírata
ekki hafa fundið þörf hjá sér til að
stunda persónunjósnir. En varla
eru það persónunjósnir
að kanna hvort flokkur
sé með ofbeldismenn
í framboði til Alþingis
eða ekki.
magnusl@frettabladid.is
F
réttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um bágt ástand
fornleifa víða á landinu. Hér birtust til dæmis býsna
sláandi myndir af merkilegum 13. aldar kirkjugarði
á Akbraut í Rangárvallasýslu, þar sem hauskúpurnar
liggja glottandi á milli stuðlabergssteina sem garðurinn
var hlaðinn úr. Þessar minjar eru að eyðileggjast vegna uppblást-
urs og hafa aldrei verið rannsakaðar sem skyldi.
Þannig háttar til um fornminjar víða um land. Fornleifafræð-
ingar eru á mörgum stöðum í kapphlaupi við tímann að grafa upp
og kortleggja minjar sem eru að
hverfa, ekki sízt vegna sjávar-
rofs og uppblásturs.
Ragnheiður Traustadóttir
fornleifafræðingur hefur meðal
annars staðið í slíku kapphlaupi
við eyðingaröflin á hinum forna
verzlunarstað við Kolkuós í
Skagafirði. Hún hefur enn-
fremur kannað ástand ýmissa minjastaða og komist að því að víða
eru áhugaverðar minjar að tapast, til dæmis á Reykjanesi. „Ef
við eigum friðlýstar fornminjar, og samkvæmt orðanna hljóðan
því einstakar, þá ættum við að gera meira til að verja þær,“ sagði
Ragnheiður hér í blaðinu í síðustu viku.
Fé skortir til skráningar, rannsókna og varðveizlu á forn-
minjum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofn-
unar Íslands, telur að fé sem veitt er til hennar á fjárlögum sé
innan við helmingurinn af því sem þyrfti til að stofnunin gæti
sinnt sínu lögbundna hlutverki. Hún bendir til dæmis á að forn-
leifaskráningu sé stórlega ábótavant. „Við vitum einfaldlega
ekki hvað við eigum af fornleifum á Íslandi. Slík skráning er til
dæmis forsenda þess að sveitarfélögin og framkvæmdaaðilar hafi
nauðsynlegar upplýsingar. Svo þarf fjármagn í viðhald minjanna
og frekari rannsóknir,“ segir hún.
Nýleg dæmi eru um að þekkingin á fornleifum sé brotakennd
þar sem á að fara að ráðast í framkvæmdir. Nú er fyrirhugað að
virkja við Eldvörp á Reykjanesi. Vitað var að þar fyndust forn-
leifar, en þar hafa áhugamenn nýlega fundið fjölda óþekktra
minja eins og Fréttablaðið sagði frá í desember síðastliðnum. Það
væri ábyrgðarleysi að ana út í framkvæmdir án þess að hafa áður
kortlagt minjarnar og áhrif framkvæmdanna á þær almennilega.
Það er ekki hægt að leyfa minjum sem geyma mikilvægar
upplýsingar um sögu og fortíð lands og þjóðar að fjúka burt og
drabbast niður. En það verður klárlega áfram á brattann að sækja
fyrir minjavörzluna eins og staðan er í ríkisfjármálum. Á meðan
peninga vantar til löggæzlu, heilbrigðismála og menntunar er
hætt við að það sem legið hefur í jörð öldum saman verði bara
látið liggja þar áfram án þess að trufla það með fjárveitingum.
Möguleikarnir liggja líkast til helzt á því sviði sem fjallað er
um í frétt í Fréttablaðinu í dag; að nýta fornleifarnar í uppbygg-
ingu menningartengdrar ferðamennsku. Fyrir stóran hóp ferða-
manna, bæði innlendra og erlendra, hefur sagan mikið aðdráttar-
afl. Samhliða stöðugri fjölgun ferðamanna veitir heldur ekki af að
fjölga fjölsóttum ferðamannastöðum og dreifa álaginu.
Nú þurfa áhugamenn um varðveizlu menningararfsins að hugsa
út fyrir kassann og fá í lið með sér fjárfesta sem hafa áhuga á
uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Það er líklegasta
uppspretta peninga handa þessum málaflokki á næstunni.
Skráning og rannsóknir á fornleifum eru í ólestri:
Sagan fýkur burt