Fréttablaðið - 15.04.2013, Side 15
Umhverfisátak
Endurvinnsla á efnum leiðir til mun minni mengunar á
vatni en framleiðsla úr frumefnum.
Með því að nota endurunnin efni drögum við úr eyðingu
skóga og votlendis og mengun vatnsfalla og annarra
staða sem eru villtum dýrum nauðsynlegir.
ÖTULL RÆKTANDI
Carl byrjaði í ávaxta-
trjárækt sumarið 2010
og er nú með um 60 tré
á sumarbústaðalandi í
Grímsnesi ásamt föður
sínum.
MYND/GVA
KLÚBBURINN
Vilji fólk kynna
sér starf Ávaxta-
klúbbsins er því
bent á heimasíðu
Garðyrkjufélagsins
og Facebook-síðu
þess.
Ávaxtaklúbburinn er félag áhuga-manna innan Garðyrkjufélags-ins sem sinnir ávaxtatrjárækt
á Íslandi. „Tilgangur klúbbsins er að
efla áhuga fólks á ávaxtatrjárækt með
fræðslu, leiðsögn, kynningum á trjám
og fleiru. Þá sendum við líka út pönt-
unarlista til félagsmanna þar sem þeir
geta pantað ávaxtayrki sem kemur svo
á vorin,“ segir Carl Jóhann, formaður
Ávaxtaklúbbsins.
Helstu ávextirnir sem ræktanlegir eru
hér á landi eru epli, plómur, kirsuber
og perur. „Ávaxtaklúbburinn er í sam-
starfi við Landbúnaðarháskólann um að
finna yrki sem henta vel við íslenskar
aðstæður svo við skráum niður hvernig
ræktunin gengur. Sum tré þurfa betri að-
stæður og lengra sumar en er á Íslandi
og því þarf að rannsaka hvaða yrki henta
best. Mikil sól og gott skjól skiptir mestu
máli fyrir ávaxtatré.“
Carl byrjaði sjálfur í ávaxtatrjárækt
upp úr 2010 og er í dag með um 60
tré í sumarbústaðalandi fjölskyldunn-
ar í Grímsnesi. „Afi var með nokkur
ávaxtatré í gróðurhúsi og ég tók eigin-
lega við af honum. Ég og pabbi erum
með þessi 60 tré í Grímsnesinu og skipt-
umst á að huga að þeim.“ Fyrstu trjánum
þar var plantað eins árs gömlum árið
2011. „Það er því í fyrsta lagi í ár sem
búast má við blómum á þeim.“
Carl er sannfærður um að eftir tíu ár
verði hægt að fara út í búð og kaupa ís-
lensk epli sem ræktuð eru utandyra á
Íslandi enda margir farnir að rækta. „Það
sem heillaði mig við þetta er kannski
svolítið rómantískt. Það var tilhugsunin
um að geta rölt út í garð að morgni til
og náð mér í epli með morgunmatnum.“
Carl þarf þó að bíða enn um stund áður
en þessi draumur rætist, enda tekur
ávaxtatrjárækt tíma. „Þetta er ekki fyrir
óþolinmóða og krefst tíma, vinnu og yfir-
legu.“ ■vidir@365.is
ÁVAXTASPRENGJA
ÁVAXTAKLÚBBURINN Carl Jóhann Gränz, formaður Ávaxtaklúbbs
Garðyrkjufélagsins, segir sprengingu hafa orðið í ávaxtatrjárækt undanfarin
ár og ekki langt þar til íslenskir ávextir verði fáanlegir í matvöruverslunum.