Fréttablaðið - 15.04.2013, Side 48
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 20
JEPPAR
Notaðir
Á TILBOÐI
JEPPAVEISLA Í BRIMBORG TIL SUMARDAGSINS FYRSTA
SPORT
KÖRFUBOLTI Ingi Þór Steinþórsson,
þjálfari Snæfells, hélt því fram í
rimmu sinni við Stjörnuna í undan-
úrslitum Dominos-deild karla að
Stjarnan væri að tefla fram dýr-
asta liði Íslandssögunnar. Það
eru ekki einu neikvæðu ummælin
sem Stjörnumenn hafa mátt þola
í vetur.
Því er iðulega haldið á lofti að
liðið sé með fjóra útlendinga og
gárungarnir hafa á stundum kall-
að það lið Sameinuðu þjóðanna.
Hjá Stjörnunni eru tveir Íslend-
ingar sem eru af erlendu bergi
brotnir - Justin Shouse og Jovan
Zdravevski - ásamt tveim Banda-
ríkjamönnum.
„Svona ummæli peppa okkur
upp frekar en annað. Um leið og
menn fara í svona umræður finnst
mér það vera uppgjöf og veikleika-
merki,“ sagði Teitur Örlygsson,
þjálfari Stjörnunnar.
„Við erum með nákvæmlega
sama lið og í fyrra nema að það
eru nýir útlendingar hjá okkur
eins og hjá öðrum.“
Teitur segir að umræðan um
ríkisfang þeirra Shouse og Zdra-
vevski komi reglulega upp.
„Hvenær ertu Íslendingur?
Hann stendur í skólanum á morgn-
ana, fer í búðina á leið heim úr
vinnu og kaupir sér þorramat í
flottu lopapeysunni sinni. Hann
greiðir skatta til samfélagsins
og borgar laun hjá fólki sem er á
bótum og rífur kjaft. Svo eru til
íslenskir leikmenn sem hafa varla
unnið handtak og eru að fá greitt
svart. Hvor þessara tveggja er
meiri Íslendingur?“
Teitur segir sitt lið eðlilega njóta
góðs af því að hafa menn eins og
Shouse og Zdravevski í sínu liði.
„Þetta eru samt ekki fyrstu
gaurarnir sem fá ríkisborgara-
rétt. Við erum með sama lið og
síðustu ár en með betri útlendinga
og okkur gengur betur. Þá kemur
kannski öfund. Maður heyrði þetta
ekki í fyrra. Öfundin er hluti af
þessu. Þegar menn tapa þá fara
þeir í alls kyns pakka. Hvað eigum
við að senda Justin og Jovan í
önnur lið? Myndu þau segja nei við
því að fá þá? Við erum lánsamir að
hafa þessa menn og svona umræða
fellur alltaf um sig sjálfa.“
Teitur furðar sig einnig á
umræðunni um að þetta sé dýrasta
lið Íslandssögunnar.
„Það er þvæla að Bandaríkja-
mennirnir séu sérstaklega dýrir.
Þeir eru ekki nálægt því að vera
dýrustu Kanarnir í deildinni,“
sagði Teitur en hermt hefur verið
að maður eins og Jarrid Frye væri
með um 500 þúsund krónur í mán-
aðarlaun hjá Stjörnunni.
„Ætli það sé ekki um helmingi
minna. Ætli Kanarnir á Íslandi
séu ekki með um 215 til 260 þús-
und krónur á mánuði. Einhverjir
eru kannski dýrari en þeir komu
þá síðasta sumar. Þeir sem koma
síðar eru þá með lausan samn-
ing og fást á minni pening,“ sagði
Teitur. En hvað með Íslendingana?
„Marvin var búinn að spila í 1.
deildinni í mörg ár og það virt-
ist enginn hafa áhuga á honum er
við náðum í hann. Sá hefur heldur
betur staðið sig. Fannar var orðin
áttundi eða níundi maður hjá ÍR er
hann kom til okkar. Hann er fyr-
irliði okkar og byrjunarliðsmaður.
Jovan er örugglega ekki á miklum
launum eftir árið í fyrra. Hann er
örugglega að borga til baka. Þessi
umræða er bara þvæla. Það eru
engin rök fyrir þessu tali og við
nýtum okkur svona umræðu til
þess að þjappa okkur saman.“
Teitur er að klára sitt fjórða
ár með Stjörnuliðið og það hefur
styrkst með hverju ári. Er hann
loksins kominn með liðið sem fer
alla leið?
„Þetta er örugglega sterkasta
liðið sem ég hef verið með í hönd-
unum. Ég hef ekki þurft að púsla
miklu saman því þá voru Justin,
Jovan og Fannar þarna en þetta
eru þrír byrjunarliðsmenn. Liðið
var aftur á móti búið að vinna
einn leik og tapa níu er ég kem
að því. Liðið var þá neðst í deild-
inni. Kjarninn hefur verið til stað-
ar lengi,“ sagði Teitur og bendir á
að sitt lið hafi alltaf fallið úr leik
gegn sterku liði.
„Síðustu þrjú ár hefur liðið sem
við töpuðum gegn orðið Íslands-
meistari. Stefnan er að breyta
því að þessu sinni,“ sagði Teitur
en Stjarnan hefur aldrei orðið
Íslandsmeistari í körfubolta.
henry@frettabladid.is
Allt þetta tal er bara öfund
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að allt tal um að Stjarnan tefl i fram dýrasta liði í sögu Íslands og
sé lið Sameinuðu þjóðanna geri ekkert annað en að þjappa sínum mönnum saman. Stjarnan er skrefi frá
fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins en úrslitarimman gegn Grindavík er handan við hornið.
BLÆS Á ALLT TAL UM OFURLAUN Teitur Örlygsson skilur ekki af hverju talað er
um Stjörnuna sem eitthvað sérstaklega dýrt lið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson og
félagar í Ajax eru komnir í mjög
vænlega stöðu í baráttunni um
hollenska meistaratitilinn.
Liðið er með fimm stiga forskot
á toppnum eftir gríðarlega mikil-
vægan sigur, 2-3, á útivelli gegn
PSV Eindhoven. Kolbeinn skoraði
fyrsta mark leiksins fyrir Ajax
en hann fór svo af velli fjórum
mínútum fyrir leikslok. Kol-
beinn er óðum að finna sitt fyrra
form hjá Ajax eftir langvarandi
meiðsli.
Íslensku strákarnir í hollenska
boltanum voru annars í stuði í
gær en þrír þeirra komust á blað.
Alfreð Finnbogason skoraði tvö
mörk fyrir Heerenveen sem vann
góðan sigur á Willem II, 3-2.
Alfreð er búinn að skora 23
mörk í hollensku deildinni í vetur
og er næst markahæstur. Hann
jafnaði einnig met Péturs Péturs-
sonar yfir flest mörk skoruð í
efstu deild erlendis á einu tíma-
bili. Pétur skoraði 23 mörk fyrir
Feyenoord leiktíðina 1979-80.
Aron Jóhannsson stimplaði sig
síðan inn í lið AZ Alkmaar með
sínu fyrsta marki fyrir félagið.
Það kom í 6-0 sigri á Utrecht.
Aron kom af bekknum og skoraði
á 90. mínútu eftir sendingu frá
Jóhanni Berg Guðmundssyni. - hbg
Mikilvægt
mark Kolbeins
MARKI FAGNAÐ Kolbeinn fagnar marki
sínu í gær. NORDICPHOTOS/GETTY