Fréttablaðið - 15.04.2013, Qupperneq 50
15. apríl 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 22
www.jonar.is
Geimstöðvargámurinn hans
Það var öllu tjaldað til þegar Jónar fluttu tól og tæki fyrir kvikmyndina
Oblivion, sem kvikmynduð var á Íslandi í fyrra. Einni bíómynd fylgir mikil
vinna og margir sem koma að slíku verki.
Sérstakar ráðstafanir þurfti svo vegna geimstöðvarinnar enda passaði
hún ekki í neinn gám sem fyrir var.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
J
L
.I
S
•
S
ÍA
HANDBOLTI Íslendingaliðið Kiel
varð í gær þýskur bikarmeistari
í handknattleik. Þetta er þriðja
árið í röð sem lærisveinar Alfreðs
Gíslasonar vinna bikarinn en þeir
eru einnig Þýskalands- og Evrópu-
meistarar.
Kiel lagði Flensburg, 33-30, í
úrslitaleiknum sem var mögnuð
skemmtun. Íslendingarnir í liði
Kiel áttu frábæran leik en Guðjón
Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk
og Aron Pálmarsson fimm. Voru
þeir afar sterkir er Kiel sigldi
fram úr í síðari hálfleik.
Ólafur Gústafsson komst ekki á
blað í liði Flensburg en hann fékk
lítið að reyna fyrir sér í sóknarleik
liðsins.
Kiel vann auðveldan sigur á Mel-
sungen í undanúrslitum á meðan
Flensburg lagði Hamburg eftir
framlengdan leik. Undan úrslitin
fóru fram á laugar deginum og allir
leikirnir voru spilaðir í Hamburg
líkt og áður. - hbg
Bikarmeistarar þriðja árið í röð
Það er ekkert lát á góðu gengi liðs Alfreðs Gíslasonar, Kiel, sem lyft i bikar í gær.
MEISTARAR Strákarnir í Kiel lyfta hér enn einum bikarnum. Þeir þreytast seint á
því. NORDICPHOTOS/BONGARTS
BADMINTON Þau Kári Gunnars-
son og Tinna Helgadóttir urðu í
dag Íslandsmeistarar í einliðaleik
í badminton. Kári var að vinna
annað árið í röð en Tinna sigraði
síðast árið 2009.
Kári lagði Atla Jóhannesson í
tveimur lotum, 21-13 og 21-18. Kári
býr og æfir í Kaupmannahöfn en
kom heim til þess að verja titilinn
og gerði það með glans.
Tinna lagði Snjólaugu Jóhanns-
dóttur í tveimur lotum, 21-14 og
21-14. Þetta er í annað sinn sem
hún verður Íslandsmeistari.
Helgi Jóhannesson og Magnús
Helgason urðu Íslandsmeistarar
í tvíliðaleik. Þeir lögðu þá Atla
Jóhannesson og Kára Gunnarsson
í úrslitum, 21-19 og 22-20.
Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel
Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik-
inn hjá konunum. Þær lögðu Snjó-
laugu Jóhannsdóttur og Karítas
Ósk Ólafsdóttur í úrslitum, 21-13,
14-21 og 21-19.
Systkinin Magnús Ingi og Tinna
Helgabörn urðu Íslandsmeistarar
í tvenndarleik en þau lögðu Helga
Jóhannesson og Elínu Þóru Elías-
dóttur í þremur lotum. - hbg
Tinna og Kári best
Íslandsmótið í badminton fór fram um helgina.
KÁT Magnús og Tinna fagna sínum titli
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI