Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 75
FIMMTUDAGUR 25. apríl 2013 | MENNING | 59
Hreinskilni sjónvarpsdómar-
inn Simon Cowell er hættur að
reykja. Þetta sagði Amanda
Holden, sem er dómari með
honum í þáttunum Britain´s Got
Talent, í viðtali við The Daily
Mirror.
„Simon er hættur að reykja.
Hann notar rafmagnssígarettu
í staðinn. Hann
reykir loft, eða
vatn öllu heldur.
Það er ótrúlegt
að sjá þetta,“
sagði hin 42 ára
Holden. Cowell,
sem er 53 ára,
reyndi síðast að
hætta að
reykja
í fyrra
með
aðstoð
Cowell hættur
að reykja
Kanadíska söngkonan Claire Boucher, betur
þekkt sem Grimes, tjáði sig nýverið um kynja-
misréttið sem ríkir innan tónlistariðnaðar-
ins. Boucher skrifaði langa færslu um efnið á
Tumblr-síðu sína á þriðjudag.
„Ég vil ekki verða fyrir áreiti á tónleikum
eða á götum úti vegna þess að fólk hefur hlut-
gert mig. Það hryggir mig að löngunin eftir
jafnrétti er túlkuð sem hatur í garð karlmanna
og ekki sem krafa um virðingu,“ skrifaði söng-
konan á síðu sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem hin 25 ára gamla Boucher tjáir sig um
málið. Í viðtali við Spin á síðasta ári lét hún
þessi orð falla: „Því lengur sem ég hrærist í
þessum iðnaði, því meira kemur hegðun fólks
mér á óvart.“
Grimes ósátt við kynjamisrétti
Söngkonan Grimes tjáir sig um kynjamisrétti innan tónlistariðnaðarins.
Lauren Graham, sem flestir
þekkja úr sjónvarpsþáttunum
Gilmore Girls og Parenthood,
segir kosti og galla fylgja leikara-
starfinu.
„Leiklist er hin furðulegasta
vinna. Maður getur starfað við
leiklist í fjölda ára án þess að vera
raunverulegur þátttakandi. Þegar
ég horfi á þætti á borð við Amer-
ican Idol og sé að fólki er sagt
að trúa á sjálft sig
óháð öllu, finnst
mér það ekki
alltaf góð
hugmynd,“
sagði leik-
konan, sem
viðurkennir
jafnframt
að hún hafi
verið í
megrun
í 35 ár
vegna
starfs
síns.
Leiklistin er
skrítið starf
Leikkonan Gwyneth Paltrow var í efsta
sæti hjá lesendum tímaritsins People
Magazine yfir fallegustu konur í heimi
árið 2013. Paltrow er með mörg járn í
eldinum þessa dagana þar sem hún fer
með hlutverk í Hollywood-myndinni
Iron Man 3, sem er frumsýnd á næstu
dögum, ásamt því að vera nýbúin að gefa
út sína fyrstu matreiðslubók sem hefur
toppað metsölulista í Bandaríkjunum.
Aðrar konur sem fylgdu fast á
hæla Paltrow á ofangreindum lista
eru Amanda Seyfried, Jennifer Law-
rence, Kelly Rowland, Halle Berry,
Drew Barrymore, Jane Fonda og Zooey
Dechanel.
Valin fallegust í heimi
Gwyneth Paltrow toppaði lista People Magazine.
FALLEGUST Leikkonan Gwyneth
Paltrow í fyrsta sæti.
NORDICPHOTOS/GETTY
ÓSÁTT Grimes
er ósátt við
kynja misréttið
sem ríkir innan
tónlistar-
iðnaðarins.
NORDICPHOTOS/GETTY
Söngkonan Kesha sakar slúður-
blaðamanninn Perez Hilton um að
hafa eyðilagt samband sitt og fyrr-
verandi kærasta síns.
Hilton birti myndir af söngkon-
unni fáklæddri á vefsíðu sinni árið
2010 og að sögn Keshu varð það til
þess að upp úr sambandi hennar
og þáverandi kærasta hennar slitn-
aði. „Hann eyðilagði
eina sambandið
sem skipti mig
máli,“ sagði söng-
konan í sjónvarps-
þættinum Ke$ha:
My Crazy Beauti-
ful Life sem frum-
sýndur var
í Banda-
ríkjunum á
þriðjudag.
Kesha reið
Perez Hilton