Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 26.04.2013, Qupperneq 2
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNMÁL Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkur eru með 49,1 pró- sents fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR, sem birt var í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 26,7 prósent, miðað við 27,5 í síðustu könnun. Framsókn mæld- ist með 22,4 prósent, en 25,6 í síð- ustu könnun. Samfylkingin mældist með 13 prósent, en var með 13,5 síðast, og VG mældist með 11,6 prósent en fékk 8,1 síðast. Björt framtíð og Píratar mældust með 7,7 og 7,5 prósent. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimm prósent en Lýðræðisvaktin er næst því, með 3,5 prósent. - þeb Ný könnun MMR: Stærstu flokk- arnir ná 49,1% BANGLADESS, AP Að minnsta kosti 238 manns létust þegar fataverksmiðja í Bangladess hrundi til grunna á miðvikudag. Enginn þeirra tvö þúsund starfsmanna sem unnu í verksmiðjunni átti að vera þar á miðvikudag. Yfirvöld segja að eigendur fataverk- smiðjunnar hafi hundsað skipun lögreglunnar um að loka henni vegna djúpra sprunga í veggjum. Hundruð starfsmanna lifðu af hrun byggingarinnar en voru fastir í rústum hennar. Einhverjum hafði tekist að bjarga í gær, en fjölmargir voru enn fastir. Slysið hefur vakið athygli á ný á hræðilegum aðstæðum starfsfólks í verksmiðjum í landinu. - þeb Fataverksmiðja hrundi í Bangladess og minnst 238 létust: Áttu að hafa lokað byggingunni VERKSMIÐJAN HRUNIN Heyra mátti óp fólks sem var fast í rústum hússins í gær. NORDICPHOTOS/AFP MENNINGARMÁL „Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,“ segir Þor- valdur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem ann- ast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010. Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Nátt- úrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verks- ins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan. „Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þann- ig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur. Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð. „Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúp- una meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hrein- lega úr gerviefni,“ segir Þorvald- ur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýn- ingarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til upp- setningar eftir tvö ár. Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smá- hvölum. Engin þeirra stenst sam- anburð við steypireyðina. Þor- valdur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötv- un eftir að hafa gengið eftir skýr- ingum. „Þá kom í ljós að þeirra hval- ir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypi- reyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreins- un heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“ gar@frettabladid.is Steypireyður laskaðist í hraðsuðu í Hvalfirði Hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir of knappan tímaramma og þröngan fjár- hagslegan stakk af hálfu stjórnvalda hafa leitt til þess að beinagrind úr steypireyð- inni af Skaga hafa verið soðin of hratt. Grindin hafi skemmst en því megi bjarga. STEYPIREYÐURIN SKORIN Ríkisstjórnin ákvað að beinagrindin úr hvalnum á Skaga yrði gerð sýningarhæf og hún mun verða það – þótt snurða hafi hlaupið á þráðinn við hreinsun beinanna. MYND/VALUR ÖRN ÞORVALDSSON Bergur, skjálfið þið nokkuð á beinunum á Húsavík? „Við skjálfum dálítið en grindin af hvalnum mun veita okkur þann stöðugleika sem upp á vantar.“ Húsvíkingar og Náttúruminjasafn Íslands vilja bæði fá til sýninga beinagrind úr steypi- reyði sem rak á land 2010. Menningarmála- ráðherra segir Húsvíkinga fyrsta í röðinni samkvæmt fyrri ákvörðun ríkisstjórnarinnar. DANMÖRK 875 þúsund börn munu líklega snúa aftur í skóla sína í Danmörku eftir helgi, eftir margra vikna verkbann kennara. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra lands- ins, hélt blaðamannafund í gær og tilkynnti að hún myndi leggja frumvarp fyrir þingið til að leysa úr málinu. Það fær flýtimeðferð í þinginu og verði það samþykkt mun skólastarf hefjast að nýju á mánu- daginn. Forsætisráðherrann sagði að nauðsynlegt hefði verið að grípa inn í deilu kennara við sveitarfélög, sem settu á verkbannið í upphafi mánaðarins eftir að kjaradeilur höfðu siglt í strand. Það sem virðist hafa fyllt mælinn voru fjölmenn mótmæli foreldra á miðvikudag. Vinnufyrirkomulag hjá kennurum breytist með lagasetningunni og laun þeirra verða hækkuð. Stjórnvöld leggja til 300 milljónir danskra króna, eða 6,1 milljarð íslenskra króna. Það þýðir að grunnskólakennarar geta búist við að árslaun þeirra hækki um 67 til 84 þúsund íslenskar krónur. Sam- kvæmt danska ríkisútvarpinu, Danmarks radio, verður vinnufyrirkomulaginu breytt til samræmis við aðra opinbera starfsmenn.Þannig munu kennar- ar missa rétt til að minnka við sig vinnu frá sextugu án þess að tekjur minnki. Breytingarnar taka gildi í ágúst á næsta ári. - þeb Tæplega 900 þúsund skólabörn í Danmörku mæta aftur eftir helgina: Stjórnvöld gripu inn í verkbann MÓTMÆLT Bæði kennarar, foreldrar og börn hafa mótmælt verkbanninu sem hófst þann 2. apríl. Þessi mynd er frá fjöl- mennum kennaramótmælum á Ráðhústorginu í Kaupmanna- höfn fyrr í mánuðinum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Davíð Örn Bjarnason var í gær dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi fyrir að hafa ætlað að fara með úr landi marmarastein sem sagður er fornminjar. Þetta kom fram hjá fréttastofu RÚV. Davíð sagðist feginn að niður- staða væri komin í málið. Hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. Davíð og kona hans voru á leið frá Tyrklandi þegar tollverðir fundu marmarastein í farangri Davíðs. Steininn sögðust þau hafa keypt á útimarkaði og án þess að vita að hann teldist til fornminja. Davíð sat í varðhaldi í Tyrklandi í tæpan mánuð. - gar Dómur fyrir marmarastein: Fer ekki aftur til Tyrklands MENNINGARMÁL Vestmanna- eyingar minntust þess í gær að 160 ár eru frá embættistöku Andreas Augusts Kohl árið 1853-1860). Kohl er einna frægastur fyrir að hafa stofnað einu íslensku her- deildina sem starfrækt hefur verið. Í henni voru allt að eitt hundrað menn sem telst nokkuð margt því þá bjuggu aðeins um fjögur hundruð manns í Eyjum. Mikil óregla var á Eyjamönnum þegar Kohl bar að garði og gerði hann að skilyrði að menn væru algjörir reglumenn á vín og tóbak til að geta gerst hermenn. Einu sinni á ári stóð Kohl fyrir hersýningu. Þá marseraði her- inn úr bænum og inn í dal með bumbuslætti og íbúar fylgdu á eftir. Margir segja þetta upphaf þjóðhátíða í Eyjum. Talið er að afkomendur Kohls á Íslandi séu mörg hundruð. - gar, ópf Blásið í herlúðra Eyjum á sumardaginn fyrsta vegna 160. ártíðar frá embættistöku Andreas Augusts Kohl: Minntust sýslumanns og hershöfðingja VIÐBÚNAÐUR Á SKANSINUM Karl Gauti Hjaltason sýslumaður fór fyrir ímynduðum her og minntist for- vera síns í embætti. Bjarg- vætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. SPURNING DAGSINS FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU Ertu ekki viss um hvað þú ætlar að kjósa? Viltu fá svör við ákveðnum spurningum? Hringdu í Vg númerið 863 7038 og tilgreindu það málefni sem brennur á þér. Við finnum rétta frambjóðandann til þess að hafa samband við þig og svara spurningum þínum. Við hlökkum til að heyra frá þér! HVAÐ VILTU VITA?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.