Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 18
26. apríl 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 EINFALDAR OGFLJÓTLEGAR 128 BLAÐSÍÐUR AFFRÓÐLEIK OGUPPSKRIFTUM UPPSKRIFTIR SEM ALLIRGETA ELDAÐ EFTIR 21DAGSMATSEÐILLSÉRSNIÐINNAÐ FORSKRIFTLKL G unnar M ár Sigfússon Gunnar Már Sigfússon HIGH FAT LOW CARB Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri. Þessi sumar- byrjun er líka sérlega ánægjuleg þar sem við fáum á sama tíma tækifæri til að gera breytingar til góðs á Íslandi, fjölga hér tækifærum og hefja uppbyggingu. Á morgun göngum við til kosninga sem snúast fyrst og fremst um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum haga málum næstu árin. Á morgun kjósum við um framtíðina. Við kjósum um ný tæki- færi, ný vinnubrögð og nýja von. Ég hef átt þess kost að undanförnu að hitta margt fólk víða um land. Þau sam- töl hafa sannfært mig um að viðfangsefni komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að lækka skatta með áherslu á að það gagnist sem best launþeg- um og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að bregðast með raunhæf- um og sanngjörnum hætti við skuldavanda heimilanna. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram í atvinnulífinu og fjölga störfum með afnámi gjaldeyrishafta, einkaframtaki, og nýsköpun þannig að við getum tryggt traustan grunn fyrir þá velferðarþjónustu sem við viljum vernda. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þetta eru viðfangsefni sem snerta alla og það er skylda okkar sem störfum í stjórn- málum að hlusta, bretta upp ermar og vinna fyrir fólkið í landinu og með fólk- inu í landinu. Þessi verkefni verða leyst sameiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á fram- tíðina. Ísland er og á að vera land tæki- færanna. Verkefni okkar er að sjá til þess að Ísland verði þannig land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem bíður okkar. Við eigum skilið að skipa okkur í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið aukinn kaupmátt sem gefur fjöl- skyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okkur slíkt tækifæri. Við stígum fyrsta skrefið á morgun. Gleðilegt sumar! STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristjánsdóttir Oddviti Sjálfstæðis- fl okksins í Reykjavík suður ➜ Þessi verkefni verða leyst sam- eiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíðina. Ísland er og á að vera land tækifæranna. F réttablaðið sagði fyrr í vikunni frá því að íslenzk íþrótta- félög stæðu íþróttahreyfingum í nágrannalöndunum að baki hvað varðaði forvarnir gegn kynferðisbrotum og viðbrögðum við þeim. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrver- andi landsliðskona í handbolta og félagsráðgjafi, sagði í samtali við blaðið frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á kynferðis- ofbeldi, siðareglum og fræðslu í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt þeim eru íslenzk íþróttafélög flest aftarlega á merinni. Þjálfarar fá ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi og þekkja ekki verkferla hjá félögum sínum. Celia Brackenridge, pró- fessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla í Englandi, flutti erindi í vikunni á ráðstefnu á vegum samtakanna Blátt áfram og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið að Ísland stæði langt að baki öðrum löndum hvað varðaði forvarnir gegn kynferðisofbeldi í íþróttum. „Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Brackenridge. „Það er ekki rétt ef iðkendur og þjálfarar tiltekinnar íþróttar segja að kynferðisofbeldi þekkist ekki þar. Þá eru þeir augljóslega að horfa fram hjá vandanum.“ Þetta er áreiðanlega rétt hjá þessum sérfræðingum. Hættan á kynferðislegu ofbeldi er ekki síðri í íþróttafélögum en öðrum stofnunum og samtökum þar sem starfað er með börnum og unglingum, eins og dæmin sanna raunar. Umræða um þessi mál tengist umfjöllun á breiðari grundvelli um ofbeldi og einelti í íþróttahreyfingunni. Það eru óljós mörk á milli þess hóp-fávitaháttar sem grípur oft að minnsta kosti karl- menn á öllum aldri þegar þeir eru berir saman í búningsklefa og kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis. Margt af því sem í eina tíð viðgekkst utan vallar og þótti sjálfsagt fellur í dag klárlega undir skilgreiningar á slíkum brotum. „Manndómsvígslur“ á borð við flengingar nýliða, sem reglulega fá athygli í fjölmiðlum eru sömuleiðis á þessum mörkum. Svo furðulegt sem það kann að virðast, eru enn margir í íþróttahreyf- ingunni sem verja slíka niðurlægjandi framkomu gagnvart yngri leikmönnum. Þótt einstök íþróttafélög hafi brugðizt rétt við atvikum þar sem einelti og ofbeldi, meðal annars af kynferðislegum toga, hefur komið við sögu, hefur skort á heildstæð viðbrögð íþróttahreyf- ingarinnar. Það stendur nú til bóta. Siðareglur sem eiga að fyrir- byggja kynferðisbrot eru í smíðum í samvinnu Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Nýafstaðið íþróttaþing ÍSÍ samþykkti lagabreytingu sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til starfa sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Þingið samþykkti sömuleiðis áskorun þar sem aðildarfélögin eru hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Þetta eru rétt viðbrögð. Skýrar reglur eiga að gilda um sam- skipti í íþróttahreyfingunni, bæði innan og utan vallar, og það á að taka hart á ofbeldi og virðingarleysi. Kynferðisbrot og annað ofbeldi í íþróttum: Reglur utan og innan vallar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Ekki benda á mig Rúnar Páll Rúnarsson er ekki maður einhamur. Tvíhamur væri kannski orðið yfir hann, þar sem sú staða er komin upp að hann er í framboði í tveimur kjördæmum. Það er þó bót í máli að í báðum tilvikum er hann í framboði fyrir sama flokkinn, Flokk heimilanna, annað væri bara pínlegt. Þannig hafa kjósendur í Norð- vesturkjördæmi möguleika á því að kjósa Rúnar Pál, sem og kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Rúnar virðist hærra metinn á Norðvestur- landinu, þar vermir hann 9. sætið, en í Reykjavík er hann í 22. sæti. Þá er hann í Reykjavík titlaður vélsmíðanemi en í Norðvesturkjördæmi kerfis- fræðingur. Bæði mun vera rétt. DV sagði frá þessu og ræddi við framkvæmdastjóra Flokks heimilanna, sem taldi auðsýnt að kjör- stjórn hefði átt að benda þeim á mis- tökin. Landskjörstjórn mun reyndar gera það, í formi kæru til lögreglu. Fjölhæfur formaður En þeir eru fleiri frambjóðendurnir sem virðast ekki einhamir. Þannig var Árni Páll Árnason í formannaþætti á Stöð 2, en virtist á sama tíma ansi virkur á Facebook. Þannig komu nokkrar stöðuuppfærslur hjá honum á meðan á þættinum stóð. Annað hvort var Árni lítið að fylgjast með umræðunum og hékk á Facebook, eða einhver annar sér um reikninginn hans, sem er líklega ekki óalgengt með stjórn- málamenn. En þarf að auglýsa það svona augljóslega? Sérkennileg hvatning Gunnar I. Birgisson lagði á dögunum fram bókun í bæjarráði Kópavogs. Þar sagði hann að nýtingin í íþróttasal Kórsins, þar sem HK æfir, væri óásættanleg og bætti um betur, því „algjörlega óafsakanlegt“ væri að nýta ekki íþróttamannvirki bæjarins betur. Bókunin kallaði á bókun frá bæjar- stjóranum, sem reyndar er samflokks- maður Gunnars, en sá síðarnefndi útskýrði þetta allt í samtali við Fréttablaðið. Þetta hefði verið vel meint og bara hvatning til að gera betur. Þá vitum við það. Ef eitthvað er „óafsakanlegt“ þá er það hvatning, í munni Gunnars. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.