Fréttablaðið - 26.04.2013, Síða 44
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 24
Fjögur ár eru liðin frá
síðustu kosningum og
þegar litið er yfir farinn
veg má sjá að ýmislegt
hefur breyst en kannski
minna en margir vildu.
Vinstra fólk situr eftir
með vonbrigði þess að
ýmsar samfélagsúrbætur
eins og ákvæði um þjóð-
areign grunnauðlinda
hafi ekki verið styrktar í
nýrri stjórnarskrá. Margt
jafnaðarfólk er svekkt yfir því að
aðildarviðræður um Evrópusam-
bandið skuli ekki vera lengra á
veg komnar. Sjálfstæðismönnum
er létt yfir kvótanum sínum en
svolítið titrandi yfir ýmsu öðru.
Og Framsóknarmenn … ég veit
svo sem ekki hvað þeim finnst
um nokkra hluti yfir höfuð, nema
þeir eru kátir með Ólaf Ragnar
og Icesave. Einu getum við öll í
hjarta okkar glaðst yfir og það
er að Ísland skuli ekki hafa farið
alveg á hausinn; hér eru enn
reknir spítalar, grunnskólar, fjöl-
brautaskólar og háskólar. Íþrótta-
húsin og leikhúsin eru í daglegri
notkun. Það hefur eiginlega ekk-
ert svo mikið breyst, ekki þann-
ig. Og fólk er bara nokkuð sátt.
Vor ástkæra þjóðaríþrótt, að hafa
allt á hornum sér og horfa ekki út
fyrir ljórann á kofanum sínum, er
líka enn í fullu fjöri.
Smælingjar samfélagsins
Alveg er ég viss um að formað-
ur Framsóknarflokksins hefur
einhvern tíma hlustað á Megas.
„Ef þú smælar framan í heim-
inn, þá smælar heimurinn fram-
an í þig.“ Flokkurinn hans hefur
aldrei mælst með meira fylgi en
einmitt núna, nokkrum dögum
fyrir kosningar. Hann smælar
framan í heiminn, og heimurinn
smælar framan í hann. Smæl-
ingjarnir eru næstum þriðjung-
ur þjóðarinnar ef marka má
nýjustu skoðanakannanir og er
freistandi að skipta atkvæðum
þeirra í grófum dráttum í þrennt:
10% eru gamalgróið kjör-
fylgi, 10% óánægjufylgi
úr Sjálfstæðisflokknum
og afgangurinn stuðn-
ingur frá fólki sem trúir
því í raun og veru að það
fái margar milljónir að
gjöf í umboði Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar.
Um fyrstu tíu prósent-
in er lítið hægt að segja,
þau munu fylgja þessari
þjóð þar til geimverur
nema jörðina, og er þá enn óvíst
hvort þeim muni nokkuð fækka.
Næstu tíu prósent eru skiljanleg í
ljósi vandræðanna hjá Sjálfstæð-
ismönnum en það eru síðustu tíu
prósentin sem eru langathyglis-
verðust í mikilli fylgisaukningu
Framsóknar.
Óræð kosningaloforð
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
hefur í langan tíma talað fyrir
niðurfellingu skulda. Í nýlegu
viðtali í Fréttatímanum, þar
sem hann impraði á útfærslum í
þessu máli, var ekki hægt að sjá
að þær væru langt á veg komn-
ar eða skýrt væri hvernig fram-
kvæma ætti herlegheitin, hverj-
ir fengju hvað og svo framvegis.
Peningarnir eiga að koma frá
útlendingum sem hljóta að bíða
í röðum eftir að gefa peningana
sína skuldugri millistétt Íslend-
inga sem búa í dýrum húsum.
Flöt niðurfelling allra húsnæð-
isskulda, hugsanlega tekjutengd
eða með einhvers konar hámarki,
virðist ekki í deiglunni. Enda
væri hún kannski svolítið klikkuð
þegar litið er til aðstæðna í sam-
félaginu, fjársveltis spítalanna,
lágra tekna og hárra skatta.
Það kann að vera lýðræðismál í
hugum einhverra að fjölskyld-
ur með 10-15 milljóna árstekjur
fái samsvarandi upphæð að gjöf
frá ríkinu svo þær geti haldið
áfram að búa í einbýlishúsi, en
ef málið snýst um hvort heldur
eigi að greiða niður skuldir rík-
isins, styrkja heilbrigðiskerf-
ið og hækka vaxtabætur – sem
allir skuldarar myndu græða á –
þá kysi ég seinni kostinn.
Ég get auðvitað í hinu heiða
skini fyrri kostsins alið í brjósti
mér von um að verðtryggðu lánin
mín frá 2003 yrðu „leiðrétt“ og
þannig myndi ég græða nokkrar
milljónir í einum grænum, sem
er nákvæmlega það sem mig
vantar. Alveg nákvæmlega. En
hvað með alla hina, fólkið sem á
bara skuldir en ekkert húsnæði,
fólk sem eygir aðeins fjarlæga
von um að geta eignast húsnæði
vegna þess hversu allt er dýrt og
tekjurnar lágar? Eða sjúklingana
sem bíða lengur en oftast áður
eftir læknisþjónustu, vegna þess
að peningar finnast ekki til að
sinna þeim? Málið lítur raunar
allt þannig út, verði Framsóknar-
flokkurinn sigurvegari kosning-
anna, að næstu fjögur ár fari í að
ræða stóra Niðurfellingarmálið
inni á þinginu á meðan önnur og
brýnni mál fyrir samtíðina sitja
á hakanum. Við fengjum nýtt Ice-
save-mál. Á meðan gæti stjórn-
málaflokkurinn sem eyðilagði
Lagarfljót, studdi innrásina í
Írak og átti ásamt Sjálfstæðis-
flokknum stærstan þátt í mestu
lífskjaraskerðingu almennings í
sögu lýðveldisins að nýju farið
að dunda sér við að koma áhuga-
málum sínum á koppinn. Í þessu
birtist ekki fögur framtíðarsýn,
heldur fimbulköld gusa framan í
þjóð sem á betra skilið.
➜ Ég get auðvitað í hinu
heiða skini fyrri kostsins
alið í brjósti mér von um að
verðtryggðu lánin mín frá
2003 yrðu „leiðrétt“
AF NETINU
Samfylkingin, VG– og klofningsframboðin
Samfylkingin var stofnuð til að vera stóri flokkurinn á vinstri vængnum. Það tókst ekki að sameina allt vinstrið,
hluti af Alþýðubandalaginu tók sig til, fann nýjan málstað sem var kominn í tísku– blandaði saman umhverfis-
vernd og sósíalisma. En Samfylkingunni tókst að verða stór. Með tilkomu hennar varð krataflokkurinn miklu
stærri en sósíalistaflokkurinn– á tíma Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins var það á hinn veginn, sósíal-
istarnir voru alltaf stærri. Samfylkingin hefur tekið þátt í fernum kosningum og fylgið hefur í raun verið harla
gott. Frá 27 prósentum upp í 31 prósent– í síðustu kosningum var fylgið 29,8 prósent og Samfylkingin stærsti
flokkurinn. Þess vegna er það mikið áfall fyrir Samfylkinguna ef flokkurinn fer niður í kringum 15 prósent. Það
gæti þýtt breytingar í fylgisgrunninum, kjósendur sem hafa kosið flokkinn aftur og aftur leita annað.
http://www.eyjan.is/silfuregils
Egill Helgason
Til þjóðar sem á betra skilið
STJÓRNMÁL
Sölvi Björn
Sigurðsson
rithöfundur
Fáar þjóðsögur eru líf-
seigari en sú að lánsfé sé
óhemju dýrt á Íslandi, nema
ef vera skyldi sú saga að
með innlimun landsins í
Evrópusambandið opnist
flóðgáttir ódýrra peninga
sem rigna muni yfir Íslend-
inga.
Viðskiptablaðið hefur
eftir ummæli Björgvins G.
Sigurðssonar á Alþingi 13.
mars sl. um að Íslendingar
greiði sem nemur aukaíbúð
umfram aðra í formi hárra vaxta.
Í Fréttablaðinu 10. apríl segir
Magnús Orri Schram að Íslending-
ar borgi miklu meira fyrir íbúðir
en aðrir. Ekki ósvipað stef kveður
Mörður Árnason í Fréttablaðinu
18. apríl og margir aðrir hafa haft
svipuð orð, oft í sama mund og vist-
in í Evrópusambandinu er lofuð og
prísuð.
Raunvextir mæla verð á lánsfé,
en það eru vextir að frádreginni
verðbólgu. 7% vextir í 5% verð-
bólgu samsvara nærri 2% raun-
vöxtum. Fáir mundu telja slíkt
leiguverð á peningum tilefni til
sárra kvartana, þótt einhverjum
gæti þótt 7% hátt hlutfall við fyrstu
sýn. Miðað við verðbólgu 2012 og
lán með föstum vöxtum til 5 ára í
Arion banka eru raunvextir hús-
næðisláns á Íslandi 2,3%. Í því evr-
ulandi sem næst okkur er, Írlandi,
eru raunvextir húsnæðislána í
Írlandsbanka reiknaðir með sama
hætti 3,6%. Að gefnum þessum for-
sendum óbreyttum og eins að tekið
sé kúlulán fyrir öllu kaupverðinu
má segja til samræmis við það orð-
færi sem nú er vinsælt að eftir 30
ár borgi Íslendingurinn tæpar tvær
íbúðir en Írinn tæpar þrjár íbúðir.
Ekkert segir þó að þessi munur geti
ekki breyst í hvora áttina sem er.
Eins má vafalaust finna staði í Evr-
ópu þar sem kjörin eru ýmist lakari
eða betri fyrir lántaka en í Írlands-
banka.
Íslendingar sem tekið hafa óverð-
tryggð lán hafa undanfarin ár borg-
að ívið minna fyrir húsnæðislán
en ýmsir aðrir íbúar Evrópu, en
það hefur ekki alltaf verið þannig.
Raunvextir á Íslandi hafa
oft verið 1-2 prósentustig-
um hærri en í nágranna-
löndunum. Það ætti ekki
að koma á óvart. Vextir
ráðast m.a. af aldri einstaklinga í
samfélaginu og vilja til sparnaðar,
en hvorugt vinnur með lágum vöxt-
um á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn
augljóst samhengi milli stærðar
myntsvæða og raunvaxta, enda eru
raunvextir ekki bara breytilegir í
tíma heldur líka milli landa á sama
myntsvæði og jafnvel milli hreppa
í sama landi. Eins er peningur mis-
dýr eftir því hver lánar. Það þekkja
þeir sem flutt hafa viðskipti sín
milli banka eða sjóða á Íslandi. Ein-
hvern tímann gæti sú staða komið
upp að verð á lánsfé verði hátt á
Íslandi, svo hátt að menn vilji grípa
í taumana. Þá eru hæg heimatökin,
því til er kerfi vaxtabóta og fjár-
magnstekjuskatts sem stilla má
með einu pennastriki. Nú þegar
er það kerfi reyndar keyrt á fullu
þrátt fyrir að raunvextir séu lágir.
Nú er það svo að fyrrnefndir
frambjóðendur sem tóku til máls
um verð á lánsfé eru sómamenn,
enda hafa þeir allir gefið kost á
sér til að sinna fremur vanþakk-
látum þjónustustörfum fyrir þjóð-
ina. Skiljanlega hafa þeir ekki haft
tækifæri til að fara yfir skrýtn-
ar vaxtatölur sem sveima um í
umræðunni eins og draugar að
nóttu. Þeim gefst vonandi góður
tími til þess eftir kosningar.
Aðrir ákafamenn um innlimun
Íslands í Evrópusambandið ættu
svo að leita að öðrum og betri
rökum en að með aðild Íslands
komi miklir og ódýrir leigupening-
ar. Sú leit gæti reynst erfið og þá
er hægast að hætta henni og snúa
sér að þarfari málum. Það yrði auð-
vitað best fyrir alla.
Í grein sem Einar K. Guð-
finnson alþingismaður
skrifar í Fréttablaðið 4.
apríl gerir hann grein
fyrir tillögu Sjálfstæðis-
flokksins um skattalegan
afslátt fyrir þá sem vilja
lækka íbúðalán sín með
svokölluðum höfuðstól-
sgreiðslum. Þessi tillaga
markar tímamót. Vart er
hægt að hugsa sér ein-
faldari og áhrifaríkari
aðgerð af hálfu ríkisins
til skuldalækkunar yfir-
skuldsettra heimila en
skattfríðindi til þeirra sem lækka
skuldir sínar með greiðslum inn
á höfuðstól lána, varanlega og til
frambúðar. Ég segi því skírt og
klárt já við þessari tillögu.
En Einar Kristinn, af hverju
að hengja á þessa ágætu tillögu
hugmynd um að nota eina frjálsa
lífeyrissparnaðinn til þess að
greiða niður höfuðstól lána?
Það er óþarft vegna þess að við
erum sem þjóðfélag ekki lengur í
bráðri neyð. Hafi það verið rétt-
lætanlegt að leyfa fólki að taka út
séreignarsparnað sinn til þess að
fleyta sér yfir sker og halda uppi
neyslu í kreppu til að örva hag-
vöxt, þá eru þær forsendur ekki
lengur fyrir hendi.
Og hugmyndin er skaðleg
vegna þess að þetta er okkar
dýrmætasti sparnaður. Honum
er ætlað að tryggja okkur mann-
sæmandi eftirlaun. Og
þessi sparnaður er ekki
aðfararhæfur þótt allar
aðrar eignir okkar geti
lent undir hamrinum.
Enginn sparnaður er jafn
vel til þess fallinn að ná
tilætluðum árangri og þessi sér-
eignarsparnaður.
Verði þeirri leið haldið opinni,
að nota þessa séreign í eitthvað
annað en lífeyrissparnað, er
verið að dæma þá sem hana velja,
og eru í flestum tilvikum hinir
skuldsettustu, til fátæktar öll eft-
irlaunaárin. Almannatryggingar
og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá
okkur fyrir grunnlífeyri eða að
hámarki um helmingi af fyrri
tekjum í framtíðinni. Frjálsa líf-
eyrissparnaðinum, séreignar-
sparnaðinum, er ætlað að brúa
bilið þannig að eftirlaunin verði
sem næst því sem launatekjurnar
voru og við getum haldið lífsgæð-
um og reisn í ellinni. Í ljósi þess
hve illa lífeyrissjóðirnir standa
eftir hrunið verðum við að verja
frjálsa lífeyrissparnaðinn með
öllum tiltækum ráðum.
➜ Og hugmyndin er
skaðleg vegna þess að
þetta er okkar dýr-
mætasti sparnaður.
➜ Aðrir ákafamenn
um innlimum Íslands
í Evrópusambandið
ættu svo að leita
að öðrum og betri
rökum
Írinn borgar
þrjár íbúðir en
Íslendingurinn tvær
Já, en Einar Kristinn
FJÁRMÁL
Ingólfur H.
Ingólfsson
formaður stjórnar
Sparnaðar ehf.
STJÓRNMÁL
Haraldur Ólafs-
son
prófessor í
veðurfræði
Flest viljum við
standa vörð um
heilbrigðiskerfið.
Við viljum eiga
kost á sérhæfð-
um meðferðar-
rúrræðum ásamt
góðri grunnþjón-
ustu fyrir alla.
Aðkallandi er að
efla heimahjúkr-
un og hlúa betur
að eldri borg-
urum. Einnig er
nauðsynlegt að
stjórnvöld standi
við gefin loforð varðandi líf-
eyri og almannatryggingar. Það
nægir ekki að sauma vasa á lík-
klæðin.
Hingað til höfum við skartað
góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á
heimsmælikvarða í sumu eins og
meðhöndlun kransæðasjúkdóma
og krabbameina. Einnig er ung-
barnadauði með því minnsta sem
þekkist í heiminum. En nú eru
blikur á lofti. Skuldir íslenzka
ríkisins eru rúmlega 2000 millj-
arðar. Þannig geta flestir lands-
men n v it n að
um að verulega
hafi kvarnast úr
grunnþjónust-
unni, stofnan-
ir lagðar niður,
landflótti heil-
brigðisstarfs-
manna er orðið vandamál og
öryggisnetið missir æ fleiri
niður í dýrari meðferðarúrræði.
Samfara öllu þessu eldist þjóðin
hratt. Nýtt stöðumat er því nauð-
synlegt.
Að mati greinarhöfunda er
kostnaður við nýjan Landspítala
of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem
áætlaðir eru í þessa framkvæmd
eru ekki til og hagkvæmnissparn-
aður upp á þrjá milljarða á ári
nemur ekki einu sinni vöxtunum,
hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun
verði eins og aðrar, stórlega van-
metin. Dæmi um slíkt er bygg-
ing Borgarspítalans og viðbygg-
ing Landspítala, í báðum tilvikum
fór kostnaður langt úr böndum.
Bendum einnig á þá staðreynd að
óskynsamlegt er að byggja nýtt
sjúkrahús sem samsvarar helm-
ingi stærri þjóð á meðan fyrir-
liggjandi grunnþjónusta samsvar-
ar helmingi minni þjóð.
Sem sakir standa teljum við
því rétt að endurmeta þessa risa-
framkvæmd og haga henni betur
að efnum og ástæðum þjóðarbús-
ins. Núna verðum við að beina
sjónum að sjálfu starfsfólkinu
sem er að þrotum komið. Í því
liggja mestu verðmætin. Bygg-
ingarævintýri í líkingu við Hörp-
una á samúð okkar alla en ætti að
vera víti til varnaðar.
Er nýr Landspítali of stór biti?
➜ Sem sakir standa teljum við því rétt að
endurmeta þessa risaframkvæmd og haga
henni betur að efnum og ástæðum þjóðar-
búsins. Núna verðum við að beina sjónum að
sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið.
Ólafur Ólafsson
Fyrrverandi Land-
læknir og fram-
bjóðandi Lýðræðis-
vaktarinnar
Lýður Árnason
Læknir og fram-
bjóðandi Lýðræðis-
vaktarinnar
HEILBRIGÐISMÁL