Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 2
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Magnús, fylgja ofurgrúppum ekki ofurgrúppíur? „Jú. Við hlökkum óskaplega mikið til að sjá þær en vonum að þær gleymi ekki tannlíminu.“ Magnús Kjartansson fer fyrir sannkallaðri ofurgrúppu tónlistarmanna úr Trúbroti, Nátt- úru, Mánum og Pelican sem mun hita upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöll í júlí. REIÐI Almenningur brenndi eftirmynd héraðsleiðtoga í reiði vegna dauða fimm ára telpu sem var nauðgað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDLAND, AP Fimm ára indversk telpa sem tveir menn nauðguðu fyrr í mánuðinum lést í gær af völdum áverka sem hún hlaut í árásinni. Mennirnir, sem eru í haldi lögreglu, lokkuðu stúlkuna inn á sveitabæ þar sem annar maðurinn kom fram vilja sínum við hana. Stúlkan varð fyrir heilaskaða þegar mennirnir héldu púða fyrir vitum hennar til að kæfa í henni neyðarópin, en það dró hana til dauða. Mikil reiðialda braust út í héraðinu þegar fréttir bárust af dauða hennar og brenndu mótmælendur eftirmyndir af héraðs- stjóranum sem er sakaður um aðgerðaleysi í málum sem þessum. - þj Reiðialda eftir enn eitt grimmdarverkið í Indlandi: Fimm ára lést eftir nauðgun LÖGREGLUMÁL Karlmaður frá Litháen var handtekinn í Leifs- stöð á mánudag þegar hann reyndi að flýja land. Hann var handtek- inn í mars, en þá var jafnframt lagt hald á 500 grömm af ætluðu kókaíni. Eftir gæsluvarðhald var maðurinn úrskurðaður í farbann. Á mánudag ætlaði Litháinn úr landi og hafði keypt miða til Færeyja og þaðan til Bretlands þar sem hann er búsettur. Hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem er á lokastigi. Um tíma sat annar Lithái og einn Íslendingur í gæsluvarð- haldi í tengslum við sama mál. - shá Í farbanni vegna fíkniefna: Lithái reyndi að flýja til Færeyja FJÁRMÁL Orkuveita Reykjavíkur gekk í gær frá stærstu afborgun láns í sögu fyrirtækisins, sem var um tíu milljarð- ar króna. Eitt af helstu markmið- um eignasölu- áætlunar sem OR vinnur eftir var að mæta afborguninni. Upphaflega átti afborgunin að nema um 15 milljörðum en á síðasta ári tókst að fresta greiðslu fimm milljarða. Í tilkynningu segir að engu að síður hafi greiðslan verið helsta ógnin við greiðsluhæfi OR. - shá Greiddu 10 milljarða af láni: Stór áfangi hjá Orkuveitunni BJARNI BJARNASON BANDARÍKIN Barack Obama Banda- ríkjaforseti ítrekaði í gær áform sín um að leggja niður fangabúð- irnar í Guantanamo. Lokun búð- anna var eitt af helstu kosningalof- orðum Obama árið 2008, en þingið stóð gegn öllum fyrirætlunum í þá átt. Obama endurnýjaði heit sitt í gær og lofaði að bera málið upp við þingið. Búðirnar sköðuðu orðspor Bandaríkjanna á alþjóðavett- vangi, en tugir fanga hafa verið í mótmælasvelti að undanförnu. - þj Obama Bandaríkjaforseti: Lofar að loka Guantanamo ÞJÓÐGARÐAR „Ég hræðist ekki þessa aðsókn þegar við getum gert aðbúnaðinn góðan og fyrir- tækjunum líður vel,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, þar sem aðsókn í köfun og snorkl í gjána Silfru var verulega umfram það sem menn áttu von á í mars og apríl. Í byrjun mars tók gildi eitt þúsund króna gjald fyrir köfun í Silfru. Síðan hafa rúmlega tvö þúsund manns verið skráðir þar í köfun, langflestir á vegum ferða- þjónustufyrirtækja. Rekstrar- áætlun þjóðgarðsins gerir hins vegar ráð fyrir sex til sjö þús- und gestum á ári. Ólafur bendir á að mars og apríl séu alls ekki á háannatíma í köfuninni. „Þetta er mest yfir sumarið og bjartasta tímann en stendur ótrú- lega lengi fram eftir haustinu. Það er hægt að draga þær álykt- anir að þetta fari töluvert fram úr þeim sex til átta þúsundum sem við gerðum ráð fyrir,“ segir þjóðgarðs- vörður sem kveðst vera farinn að vonast til að meira fé en áður var gert ráð fyrir fáist til að bæta aðstöðuna við Silfru. Uppstig fyrir kafarana, fráleggsborð og gáma- salerni hafi verið á áætlun ársins. „Það sem er brýnast að gera núna er að koma í veg fyrir gróður- skemmdir á svæðinu, sérstaklega fram með gjánni. Þar er allur mosi uppsparkaður og tættur. Einu skynsamlegu viðbrögðin eru að leggja þar stíga svo þeir sem hafa áhuga á að ganga fram á brúnirnar og fylgjast með köfurunum geti gert það án þess að spilla landinu. Við gerðum ekki ráð fyrir að þetta yrði hægt fyrr en næsta sumar en ég er farinn að gæla við að við getum hrint þessu í framkvæmd strax í sumar,“ segir Ólafur. Þjóðgarðsvörður undir strikar að öllu fé sem innheimtist af köfurunum eigi að verja í þjón- ustu við þá sjálfa. Samstarfið sé ánægjulegt og árekstralaust eftir að nýjar öryggisreglur voru inn- leiddar og gjaldið sett á. „Hitt var alveg vonlaust, eins og þetta var orðið. Hvorki landið né aðstaðan þoldi þetta. Þetta er ánægjuefni og skapar nýja mögu- leika til að standa vel að þessu öllu saman,“ segir Ólafur sem kveður athyglisvert hversu köfunin sé orðin vinsæl. „Þetta er áhugaverð þjónusta fyrir Þingvelli og fyrir þessi fyrirtæki og íslenska ferða- þjónustu alla.“ gar@frettabladid.is Tvö þúsund kafarar borguðu ofan í Silfru Aðsókn að köfun í gjánni Silfru í mars og apríl var miklu meiri en áætlað var áður en eitt þúsund króna gjald tók gildi í byrjun mars. Þjóðgarðsvörður segir það fé sem fáist aukalega verða nýtt til að bæta aðstöðuna og minnka gróðurskemmdir. SILFRA Stigi auðveldar köfurum að komast upp úr Silfru en viðkvæmur gróður á brúnum gjárinnar er óvarinn fyrir traðki forvitinna áhorfenda. MYND/HÖRÐUR JÓNASSON Einu skynsamlegu viðbrögðin eru að leggja þar stíga svo þeir sem hafa áhuga á að ganga fram á brúnirnar og fylgjast með köfurunum geti gert það án þess að spilla landinu. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum NÁTTÚRA Björgunarfólki frá Þórshöfn tókst að bjarga tveimur háhyrningum úr fjörunni við Heiðar höfn á Langanesi. Fjögur af sex dýrum sem upphaflega syntu á land drápust. Ákveðið var að aflífa tvö dýr eftir að endur teknar til raunir til að koma þeim á haf út báru ekki árangur. Það fréttist af háhyrningunum sex um klukkan tvö á mánudag. Þegar fór hópur manna þeim til bjargar og náði fljótlega að bjarga einu dýri; tvö drápust í fjörunni um daginn. Þrjú dýr voru eftir í fjörunni og var stórri gröfu beitt til að moka frá dýrunum. Guðni Hauksson, formaður björgunarsveitar- innar Hafliða, segir að eftir nokkurra tíma vinnu í gærdag, þar sem fimmtán björgunarsveitar- menn komu að björgun, hafi átta farið aftur um nóttina. „Þá tókst þeim að koma einum háhyrningi út en verr gekk með tvö stærri dýrin af þessum þremur. Þegar komið var með þau út í brimið sló þeim alltaf fyrir og skolaði aftur upp í fjöruna. Dýrin voru bara orðin of máttfarin og hjálpuðu lítið til. Þá var ekkert annað eftir en að senda eftir byssumanni,“ segir Guðni. - shá Björgunarfólk á Þórshöfn lagði nótt við dag til að bjarga háhyrningum: Tókst að bjarga tveimur dýrum ALLT REYNT Fyrst var reynt með handafli og síðan með hjálp gröfu. Tveimur tókst að bjarga. MYND/HILMA STEINARSDÓTTIR REYKJAVÍKURBORG „Annað árið í röð er taprekstur í borginni sem gefur til kynna að aðhald í rekstri borgar- innar sé ábótavant,“ segir í tilkynn- ingu sem borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna sendi frá sér í til- efni birtingar ársreiknings Reykja- víkurborgar. Meirihluti Besta flokksins og Sam- fylkingar segir hins vegar að „birt hafi til“ í ársreikningum sem sýni að aðgerðaáætlun eigenda og stjórn- enda Orkuveitu Reykjavíkur hafi gengið framar vonum. Halli A-hluta borgarinnar hafi aðeins verið 44 milljónir króna þrátt fyrir að gjald- færsla vegna lífeyrisskuldbindinga hafi verið 2,9 milljarðar en ekki 600 milljónir eins og áætlað hafi verið. „Þetta er frábær árangur og gott dæmi um þann stöðugleika sem tekist hefur að ná hér í borginni á síðustu þremur árum,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri í tilkynningu. „Á tímabili núverandi meirihluta hefur aðhaldið verið ófullnægjandi og kerfið vaxið á kostnað borgar- búa,“ segir hins vegar í tilkynn- ingu sjálfstæðismanna. „Það er auðvelt að stjórna með því að taka stöðugt fé af fjölskyldum og fyrir- tækjum í borginni,“ sagði Júlíus Vífill Ingvars son sjálfstæðismaður á borgarstjórnarfundi í gær. - gar Öndverðar skoðanir um ársreikninga Reykjavíkurborgar í borgarstjórn í gær: Frábær árangur segir Jón Gnarr RÁÐHÚSIÐ Skiptar skoðanir eru um ágæti ársreikninga borgarinnar. SPURNING DAGSINS Dagskrá skv. lögum félagsins er: 1. Setning fundar og dagskrá kynnt. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins á liðnu starfsári. 4. Umræða um skýrslu stjórnar. 5. Skoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir. 6. Umræða um reikninga og þeir bornir upp til samþykktar. 7. Skýrslur nefnda, ef kjörnar hafa verið. 8. Tillögur/lagabreytingar frá stjórn, nefndum eða félagsmönnum. 9. Kjör stjórnar, varamanna og fastanefnda. 10. Kjör Skoðunarmanna. 11. Önnur mál. 12. Fundarslit. Rétt til setu á aðalfundi hafa allir félagar í öllum deildum og móðurfélagi sem hafa staðið full skil á gjöldum til félagsins. Hinir sömu hafa einnig atkvæðisrétt á aðalfundi. Stjórnin Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4x4 verður miðvikudagskvöldið 8. maí kl. 20:00. Fundarstaður er Hótel Natura (Loftleiðir).

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.