Fréttablaðið - 01.05.2013, Side 6

Fréttablaðið - 01.05.2013, Side 6
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað heitir formaður SFR? 2. Hversu margir háhyrningar syntu upp í fjöruna á Langanesi? 3. Hvert er Sigurður Guðmundsson, kenndur við hljómsveitirnar Hjálma og Memfi smafíuna, að fl ytja? SVÖR: 1. Árni Stefán Jónsson. 2. Sex. 3. Til Noregs. LÖGREGLUMÁL Fatlaðar konur eiga frekar á hættu að verða fyrir kyn- ferðisofbeldi en aðrar konur. Nýleg sænsk rannsókn sýnir að þrisvar sinnum líklegra sé að þroska- heftar konur ver ð i f y r i r slíkum brotum, en engar rann- sók n i r h a fa verið gerðar á slíku hér lendis þótt vísbend- ingar bendi í svipaða átt. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu er langt á veg komin með að rannsaka nauðgun á fatlaðri konu í Kópavogi um miðjan mars síðastliðinn. Bílstjóri konunnar, maður á fimmtugsaldri, var kærður fyrir brotið og hefur hann verið yfirheyrður. Nauðgunin átti sér stað í bíl á vegum Ferða- þjónustu fatlaðra í Kópavogi og hefur maðurinn verið leystur frá störfum. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu en öllum starfsmönnum er skylt að framvísa sakavottorði til Kópa- vogsbæjar áður en þeir eru ráðnir. Ekki er hægt að fá upp- gefið hvort maðurinn hafi gengist við glæpnum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lög- reglunnar, segir manninum hafa verið sleppt að lokinni skýrslu- töku. Hann segir að brot sem þessi séu ekki algeng en þau komi vissulega fyrir eins og hjá öðrum. Spurður hvort hann telji líklegt að maðurinn verði ákærður segir hann það vera alfarið í höndum ákæru valdsins. Gunnar Torfason, yfirmaður Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi, segir þetta vera í fyrsta sinn sem svona mál komi upp innan stofn- unarinnar. „Það verður klárlega farið yfir málin,“ segir hann. „Það er búið að ræða þetta og við erum að skoða þetta.“ Hann vildi ekki tjá sig um málið sem slíkt. „Maðurinn var boðaður til skýrslutöku og búið. Ég veit ekkert um aðstæður eða neitt slíkt. Ég veit bara ekkert um þetta mál,“ segir hann. Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfir- maður þjónustudeildar fatlaðra í Kópavogi, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði í félagsmálastjóra. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. sunna@frettabladid.is Líklegra að brotið sé á fötluðum konum Fatlað fólk er berskjaldaðra gegn kynferðisofbeldi en annað fólk. Bílstjóri fatlaðrar konu í Kópavogi grunaður um nauðgun. Veit ekkert um málið, segir fyrrverandi yfirmaður mannsins. Yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra neitar að tjá sig. KÆRÐI NAUÐGUN Í MARS Manninum sem var kærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu í Kópavogi var sagt upp störfum hjá Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi eftir að málið komst upp. FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON „Erlendar konur, konur með fötlun, konur með alvar- legar geðraskanir og eldri konur eru taldar eiga frekar á hættu að verða þolendur kynbundins ofbeldis en aðrar konur.“ Svo segir í aðgerðaráætlun sem ríkis- stjórnin samþykkti í september árið 2006 vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis og gildir til ársins 2011. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunar- fræðum við Háskóla Íslands, segir fatlað fólk berskjald- aðra en þá sem heilbrigðir eru gagnvart margs konar ofbeldi. Hún segir þau aðgreindu úrræði sem séu til staðar fyrir fatlað fólk vera viss hættusvæði sem ofbeldismenn geti leitað í. „Þessi umræða hefur ekki farið hátt,“ segir hún. „Þegar starfsmaður beitir ofbeldi er það auðvitað áfall fyrir viðkomandi stofnun. Oft er við- komandi þá bara látinn fara í rólegheitum, málið er ekki kært og hann fer þá bara að vinna á næstu stofnun fyrir fatlað fólk. Þetta er ferli sem hefur verið skilgreint í alþjóðlegum rannsóknum.“ ➜ Ríkisstjórnin vildi rannsókn árið 2006 Árið 2008 var Sveinbjörn R. Auðunsson sakfelldur fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu í bíl sínum. Í dómsorðinu segir að hann hafi notfært sér ástand konunnar og að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum and- legra annmarka og líkamlegrar fötlunar. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi, en konan sem hann nauðgaði var mikið fötluð og var hann með hana í liðveislu þegar hann braut gegn henni. Hún var þá 17 ára gömul. ➜ Nauðgaði 17 ára skjólstæðing sínum Innifalið er: Flug, flugvallarskattar, flutningur á golfsetti, gisting á Barcelo Costa Ballena**** með hálfu fæði. Ótakmarkað golf í 7 daga + komudag, golfkerrur og æfingaboltar. Ferðtilhögun: Flogið út í beinu flugi frá Keflavík til Jerez (ca. 25 mín akstur til Costa Ballena) að morgni 9. maí. Heimflug frá Sevilla með Easy Jet kl. 10:25 þann 17. maí með millilendingu í London Gatwick. Þaðan er svo flogið kl. 14.35 með Wow air til Íslands með lendingu kl. 16:35. Hotel Barcelo Costa Ballena **** Kr. 165.000 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í herbergi með hálfu fæði í 8 nætur. Verð m.v. gistingu í einbýli kr. 185.000 Frá kr. 165.000 með hálfu fæði á mjög góðu 4 stjörnu hóteli Síðust u sæti n í vor Golfferð til Costa Ballena á Spáni 9. maí í 8 nætur Ályktunartillögur sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Tillögur til breytinga á sam- þykktum er að finna á heimasíðu Stafa, stafir.is. Stórhöfða 31 Δ 110 Reykjavík Δ sími 569 3000 Δ stafir@stafir.is www.stafir.is Stafir lífeyrissjóður boðar til ársfundar á Grand Hóteli Reykjavík miðvikudaginn 22. maí 2013 kl. 17:00: Dagskrá: - Venjuleg ársfundarstörf - Breytingar á samþykktum Stjórn Stafa lífeyrissjóðs Ársfundur Stafa lífeyrissjóðs Save the Children á Íslandi HOLLAND, AP Vilhjálmur Alexander var í gær krýndur konungur Hollands eftir að móðir hans, Beat- rix drottning, lét af völdum eftir 33 ár á valdastóli. Vilhjálmur, sem er 46 ára gamall, verður fyrsti konungur Hollands í meira en 120 ár, og hinn yngsti í Evrópu. Vilhjálmur-Alexander er sagn- fræðingur að mennt, elsti sonur Beatrix og eiginmanns hennar, Claus prins sem lést árið 2002, en yngri bræður hans eru þeir Friso og Constantijn. Eiginkona Vilhjálms er hin argentínska Maxima, en þau hjónin eiga saman þrjár dætur. Við krýninguna þakkaði konung- urinn móður sinni fyrir þjónustu hennar við land og þjóð, en hún var vel séð af þegnum sínum. Hann hét því í ávarpi að verða nútímalegur konungur, sameiningartákn þjóðar sinnar og missa sig ekki í hefðum og venjum tengdum stöðu sinni. Margt fyrirmenna sótti krýninguna í Amsterdam í gær. Þar á meðal má nefna Karl Bretaprins og Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar. - þj Hinn 46 ára Vilhjálmur Alexander var krýndur konungur Hollands í gær: Fyrsti konungurinn í yfir 120 ár SVER EMBÆTTISEIÐ Vilhjálmur Alex- ander sór eið við stjórnarskrá lands- ins þegar hann var krýndur konungur Hollands. Drottningin Maxima stendur við hlið hans. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að hefja form- lega rannsókn á ívilnanalögum sem Alþingi setti árið 2010. Lögin mið- uðu að því að efla nýfjárfestingu á Íslandi og heimiluðu meðal annars beina ríkisstyrki til fyrirtækja og skattaívilnanir í tíu ár. ESA ber að hefja formlega rann- sókn að lokinni frumathugun leiki vafi á því að ríkisaðstoð sam- ræmist EES-samningnum. Samið hefur verið við sex fyrirtæki hér á landi á grundvelli kerfisins. - kóp Lög frá 2010 rannsökuð: Ívilnanir undir smásjá ESA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.