Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 01.05.2013, Qupperneq 10
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 ÚKRAÍNA, AP Fangelsun Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi for- sætis ráðherra Úkraínu, átti sér pólitískar rætur og fól í sér brot á réttindum hennar. Þetta úrskurð- aði Mannréttindadómstóll Evr- ópu í gær, en dómarar við réttinn komust einróma að þeirri niður- stöðu að fangelsunin hafi ekki stuðst við lög. Óljóst er hvaða áhrif þessi úrskurður mun hafa á framvindu málsins. Tímósjenkó, sem var einn af forvígismönnum byltingarinnar í Úkraínu árið 2004, var sakfelld fyrir landráð árið 2011 en hún var sett í varðhald tveimur mánuðum áður fyrir að sýna réttinum van- virðingu. Hún var jafnframt helsti and- stæðingur Viktors Janúkóvitsj forseta en stjórnarandstæðingar segja þessa aðför að Tímósjenkó vera runna undan rifjum hans til að þagga niður í henni. Stjórnvöld í Úkraínu þræta fyrir slíkt en hafa þó verið gagn- rýnd fyrir meðferðina á Tímó- sjenkó, meðal annars af Banda- ríkjunum og Evrópusambandinu (ESB). Janúkóvitsj bindur miklar vonir við nánara samband við ESB og kemur dómurinn, þótt hann sé ekki bindandi, for- setanum illa á viðkvæmum tíma- punkti. Mannréttindadómstóllinn heyrir undir Evrópuráðið og rauk fastafulltrúi Úkraínu hjá ráðinu út í fússi eftir að úrskurðurinn lá fyrir. Stjórnvöld í Kiev hafa ekki tjáð sig efnislega um niðurstöð- una en segjast ætla að kynna sér hana til hlítar. Janúkóvitsj sjálfur er í fríi og hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn. Málsaðilar hafa þrjá mánuði til að áfrýja úrskurð inum. Stuðningsfólk Tímósjenkó fögnuðu úrskurði dómsins inni- lega. Málsvarnarteymi hennar hvatti stjórnvöld til að binda enda á fangavist Tímósjenkós. Dóttir hennar, Evgenía, sagði niður stöðuna vera „fyrstu sólar- glætuna“ fyrir móður sína. „Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að móðir mín sé pólitískur fangi. Nú geta stjórnvöld ekki lengur þrætt fyrir það eða þá staðreynd að henni þarf að sleppa úr haldi á næstu dögum eða vikum.“ Hún sagði að þetta væri fyrsta skrefið í endurkomu móður sinnar. „Brátt verður hún hreinsuð af þessum röngu og fáránlegu ásök- unum.“ thorgils@frettabladid.is Áfellisdómur yfir Janúkóvitsj forseta Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að fangelsun Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, væri ekki byggð á lagalegum grunni. Kemur sér illa fyrir núverandi forseta sem vonast eftir nánari tengslum við Vesturveldin. SAKAR FORSETANN UM OFSÓKNIR Júlía Tímósjenkó hefur lengi haldið því fram að málarekstur á hendur henni eigi sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu er á sama máli, sem og stuðningsfólk hennar. NORDICPHOTOS/AFP Júlía Tímósjenkó hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmálum í Úkraínu frá því hún settist á þing árið 1997. Hún leiddi appelsínugulu upp- reisnina árið 2004 við hlið Viktors Júsjenkó og tók við embætti forsætisráðherra árið 2005, og svo aftur frá 2007 til 2010. Hún bauð sig þá fram til forseta gegn Viktori Janúkóvitsj en tapaði. Upphafið á málaferlunum gegn Tímósjenkó má rekja aftur til 2010. Hún var síðar dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að misbeita valdi sínu í tengslum við samning við Rússland um kaup á jarðgasi. Hún var þó sett í varðhald tveimur mánuðum áður. Hún dvelur nú á sjúkrahúsi, en hefur meðal annars brugðið til mótmælasveltis til að vekja athygli á máli sínu og slæmum aðstæðum í varðhaldi. Hæðir og lægðir á litríkum ferli Að lokinni kröfugöngu og útifundi á Ingólfstorgi býður FIT félagsmönnum sínum í 1.maí kaffi að Grand hóteli (Setrið) við Sigtún. Félagar fjölmennum í hátíðarhöld dagsins! Sjá nánar á www.fit.is Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu. Kynntu þér námið á vmv.hi.is Umsóknarfrestur er 5. júní Viðskiptafræði með vinnu Aukin þekking - fjárfesting til framtíðar Ársfundur Vina Vatnajökuls hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs Miðvikudaginn 8. maí, 2013, kl. 16:00 verður haldinn ársfundur Vina Vatnajökuls. Fundurinn verður til húsa í Tjarnarsal, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða konu 50 þúsund krónur í miskabætur. Konan hafði réttar- stöðu sakbornings við rannsókn máls, en niðurstaðan var sú að hún hefði ekki tengst málinu. Rannsóknin tengdist mansals- máli þar sem ung kona var flutt til landsins frá Litháen. Sambýlis- maður konunnar var handtekinn ásamt fimm litháískum ríkisborg- urum og úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hann var síðar sýknað- ur af kröfum ákæruvaldsins þar sem sekt hans þótti ekki sönnuð. Konan var handtekin 20. októ- ber 2009. Lögreglan gerði húsleit á heimili hennar vegna gruns um aðild hennar að fyrrgreindu man- salsmáli auk gruns um peninga- þvætti, tryggingasvik og hugsanlega önnur brot. Konan taldi húsleitina, símahlustun og fleiri aðgerðir lög- reglu ólögmætar og fór í mál við ríkið. Hún krafðist einnar milljónar króna í miskabætur. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að rökstuddur grunur hafi verið um aðild konunnar og að aðgerðir lögreglu hafi verið rétt- mætar og eðlilegar. Henni voru þó dæmdar 50.000 krónur þar sem rannsókn leiddi í ljós að hún tengdist ekki sakamálinu og „hafi hvorki valdið né stuðlað að þessum að gerðum lögreglu“. - hó Kona sem var grunuð um að tengjast mansalsmáli í skaðabótamál við ríkið: Dæmdar 50.000 krónur í bætur ➜ Konan taldi húsleit lög- reglu, símhlustun og aðrar aðgerðir ólögmætar og krafð- ist einnar milljónar króna í miskabætur frá ríkinu. SKÓLAR „Þetta er ákveðin arfleifð sem okkur ber að hlúa að,“ segir Linda Rós Michaels- dóttir, settur rektor Menntaskólans í Reykja- vík, sem fékk í gær Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem verndara fornmáladeildar skólans. Linda bendir á að fornmáladeild MR sé sú eina í framhaldsskólum landsins. Lagt hafi verið að stjórnendum skólans að leggja hana niður. „Við vorum ákveðin í að halda alltaf úti fornmáladeildinni. Það var aðeins að finna út hvernig við verðum hana. Og þá spurði ég Vig- dísi hvort hún vildi ekki verða verndari deild- arinnar til að vernda hana og styrkja. Hún var meira en til í það og taldi að þar væri hún að gegna góðu hlutverki,“ segir Linda Rós. - gar Rektor Menntaskólans í Reykjavík fagnar samstarfi við fyrrverandi forseta: Vigdís verndar fornmáladeild REKTOR OG FORSETI Linda Rós Michaelsdóttir og Vigdís Finnboga- dóttir skrifa undir samning sem gerir Vigdísi að verndara fornmála- deildar MR, hennar gamla skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.