Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.05.2013, Qupperneq 20
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 20 AF NETINU Viðkvæmir foringjar Dálítið er það kyndugt hjá for- ystumönnum í verkalýðshreyf- ingunni að amast við því þótt umhverfisverndarsinnar efni til grænnar göngu á 1. maí. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að leyfa eigi „okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks“. Gylfi er reyndar einn harðasti stóriðjusinni á Íslandi. Það er þó ekkert aðalatriði, heldur hitt að löng hefð er fyrir því að alls konar hópar taki þátt í baráttugöngum 1. maí. Femínistar hafa stundum verið áberandi, samkynhneigðir ef ég man rétt, Palestínuvinir, anarkistar, og hér á á árum áður meðlimir í byltingarsinnuðum hópum á vinstri væng. Með þessu er ekki gert lítið úr mikilvægi verkalýðsbaráttunnar. Ég nefni að lokum að í Kiljunni annað kvöld, 1. maí, verðum við með umfjöllun um kjör verkafólks á árum áður. Það er býsna fallegt innslag, þó ég segi sjálfur frá. http://www.eyjan.is/silfuregils Egill Helgason Litbrigði grámans Þótt kjörsókn á Íslandi sé meiri en víðast annars staðar er samt alltaf nokkuð stór hópur sem situr heima á kjördag eða skilar auðu. Þeir eru auðvitað til sem hafa bara engan áhuga á stjórn- málum en mun oftar heyri ég fólk skýra ákvörðun sína með því að það sé bara ekkert í boði sem það geti hugsað sér að kjósa. Maður hefði kannski haldið að þegar ellefu nýir valkostir koma til greina ætti kjörsókn að aukast en fleiri framboð virðast ekki hafa þau áhrif. Málið er að þegar fólk vill „eitt- hvað nýtt“ í stjórnmálum á það ekki við að það vilji geta valið úr mörgum nýjum Framsóknar- flokkum. Það vill ekki fleiri litbrigði grámans heldur eitthvað sem er allt öðruvísi. http://www.pressan.is/evahauks Eva Hauksdóttir Flestir kannast við að fá ýmsar upplýsingar um matvörur og fæðu- bótarefni sem vísa til jákvæðra áhrifa þeirra á líkamsstarfsemina. Þessar upplýsingar geta komið fram á umbúðum vörunnar, í aug- lýsingum og/eða á dreifimiðum. Það getur skipt máli að umrædd- ar upplýsingar eru ekki að koma frá hlutlausum aðilum og því mik- ilvægt að regluverk varðandi upp- lýsingamiðlun til neytenda tryggi að þeir séu ekki blekktir. Það er til að mynda réttur neyt- enda að fá upplýsingar um inni- hald matvara samkvæmt lögum en þess utan merkja stundum mat- vælaframleiðendur vörur sínar með upplýsingum sem ekki er skylt að gera. Slík merking gæti verið „fullyrðing“ sem er skil- greind sem sérhver boðskapur eða framsetning sem gefur til kynna einhverja tiltekna eiginleika mat- vörunnar. Dæmi: Varan er trefja- rík. Þegar fullyrðing er notuð við markaðssetningu matvara er algengt að verið sé að vísa til þess að matvaran eða innihaldsefni í vörunni hafi jákvæð áhrif á lík- amsstarfsemina. Fullyrðingum er þó skipt í tvo flokka, annars vegar næringarfullyrðingar og hins vegar heilsufullyrðingar. Reglugerð Evrópusambandsins um næringar- og heilsufullyrðingar fyrir matvæli var innleidd á Íslandi árið 2010 með reglugerð nr. 406/2010 og tekur hún til þeirra þátta sem lúta að markaðs- setningu matvara þegar fullyrðing er notuð. Næringarfullyrðingar Ef fram kemur á umbúðum matvöru að hún hafi jákvæða næringarlega eiginleika þá telst það næringarfull- yrðing. Slík fullyrðing er til dæmis notuð þegar búið er að minnka eða fjarlægja næringarefni sem ekki eru talin æskileg í miklu magni. Má þar nefna mettaða fitu eða viðbætt- an sykur. Einnig er hægt að nota næringarfullyrðingar þegar vakin er athygli á því að matvara innihaldi mikið magn af t.d. vítamínum, stein- efnum, próteinum og/eða trefjum. Til þess að mega nota næringar- fullyrðingar þá þarf umrædd vara að uppfylla ákveðin skilyrði. Dæmi: ef vara er merkt sem „sykur skert“ þá þarf skerðingin á sykurmagninu að vera 30% miðað við sambærilega vöru. Heilsufullyrðingar Ef fullyrt er, látið að því liggja eða gefið í skyn að tengsl séu milli heil- brigðis og ákveðinnar matvöru eða eins af innihaldsefnum hennar þá telst það heilsufullyrðing. Dæmi: „Varan X er góð fyrir æðakerfið“ og „efni Y og Z styrkja varnir líkam- ans og draga úr blóðsykursveiflum“. Hins vegar er óheimilt samkvæmt matvælalögum að eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á sjúkdómum manna, hafa lækningarmátt eða vísa til þess háttar eiginleika. Dæmi um ólög- lega fullyrðingu: „Efnið C vernd- ar gegn krabbameini“. Það telst þó í lagi að fjalla um hvernig draga megi úr sjúkdómsáhættu ef næg vísindaleg gögn eru fyrir hendi. Dæmi um mögulega leyfilega full- yrðingu: „Efnið C dregur úr líkun- um á krabbameini“. Til að tryggja sannleiksgildi heilsufullyrðingar þarf að sækja um leyfi fyrir notkun hennar til Evr- ópusambandsins og leggja fram vís- indaleg gögn sem styðja það. Í full- yrðingaskrá Evrópusambandsins http://ec.europa.eu/nuhclaims/ má finna lista yfir leyfilegar fullyrð- ingar og jafnframt þeim sem hefur verið hafnað. Þess utan má nefna að það er ólöglegt að nota meðmæli einstakra lækna eða fagfólks í heil- brigðisþjónustu við markaðssetn- ingu vara. Einnig eru fullyrðingar óleyfilegar sem vísa til meðmæla frá öðrum samtökum en landssam- tökum lækna, næringarfræðinga og næringarráðgjafa og góðgerðar- samtaka á heilbrigðissviði. Frá 14. desember 2012 hefur verið óheimilt að markaðssetja matvæli á Íslandi með heilsufullyrðingum sem búið er að hafna af Evrópusam- bandinu. Við markaðssetningu mat- væla og fæðubótarefna má einungis fullyrða um jákvæða heilsufars- lega eiginleika vörunnar svo fram- arlega sem traust vísindaleg gögn styðja það. Matvælaöryggisstofnun Evrópu er eini aðilinn sem má meta hvort vísindaleg gögn fyrir hverja heilsufarsfullyrðingu séu full- nægjandi. Óleyfilegar fullyrðingar er hægt að tilkynna til heilbrigðis- eftirlits sveitarfélaganna og/eða Matvælastofnunar. Markaðssetning á matvöru má ekki blekkja NEYTENDAMÁL Katrín Guðjónsdóttir Jóhanna E. Torfadóttir sérfræðingar hjá Matvælastofnun ➜ Til að tryggja sannleiks- gildi heilsufullyrðingar þarf að sækja um leyfi fyrir notkun hennar til Evrópu- sambandsins og leggja fram vísindaleg gögn sem styðja það. Svo lengi lærir sem lifir: nú er það spegluð kennsla sem bættist í hugtakasafn- ið, flipped classroom upp á ensku, eftir lestur grein- ar Hjálmars Árnasonar í Fréttablaðinu 3. apríl sl. En ekkert er nýtt undir sólinni. Ég fæ ekki betur séð en röksemdir hans með þessu vinnuferli eigi prýði- lega við það fjarnám sem ég þekki best, í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla og í Verzlunarskólanum. „Þitt nám þegar þér hentar“ var auglýst og „þitt nám á þínum hraða“. Góðir fjarkennarar eiga frábært námsumhverfi á neti og nota marg- víslega gagnvirka miðla til þess að hafa samband við fjarnemendur. Þeir fjalla um efnið frá ýmsum sjónarhornum, svara ótal spurningum og safna í sarpinn. Fjarnemendur geta t.d. horft og hlust- að á kennara sinn reikna sama dæmið eins oft og þeir þurfa til þess að skilja og ef það dugir ekki senda þeir fyrirspurn og fá svar. Stundum eru staðbundnar lotur þar sem nemendur geta farið í saumana á einstökum úrlausn- arefnum með kennara sínum. Því er enn við að bæta, að flestir fjar- námskennarar kenna námsefni sitt líka í kennslustofu og opna þá fjar- námsumhverfi sitt fyrir dagskóla- nemendum sem þannig geta nálg- ast efnið heiman frá sér – í fylgd með foreldrum ef þeir hafa áhuga. Allt eykur þetta virkni nemenda, færri falla fyrir vikið, og fleiri geta stundað nám. Það voru hrapal- leg mistök að skerða fjarnám um helming í kjölfar hruns. Brottfallsumræða er allt önnur Ella. Brottfall stafar hér einkum af því að námsframboð framhalds- skóla er allt of bókmiðað og dulda námskráin stýrir alltof mörgum í bóknám sem þangað eiga ekki erindi. Stjórnmálamenn staglast á því að efla þurfi starfs- og verk- nám, en ekkert gerist þótt þeir setj- ist í valdastóla. Nýir skólar í Mos- fellsbæ, Borgarnesi, Grundarfirði og í Fjallabyggð eru allir bóknáms- miðaðir. Ekki var pólitískur vilji til þess að stofna Listmenntaskóla Íslands sem bráðvantar til þess að bæta úr brýnni þörf – t.d. ef menn vilja minnka brottfall og efla verk- nám. Flippað fjarnám? MENNTUN Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakotsskóla ➜ Fjarnemendur geta t.d. horft og hlustað á kennara sinn reikna sama dæmið eins oft og þeir þurfa til þess að skilja og ef það dugir ekki senda þeir fyrirspurn og fá svar. 2100 POTTURINN STEFNIR Í Fyrsti vinningur stefnir í 120 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 1.980 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is 120.000.000 +1.980.000.000 ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 1. MAÍ 2013A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 82310000183296 SUMAROPNUN, SÖLU LÝKUR KL. 16

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.