Fréttablaðið - 01.05.2013, Síða 23

Fréttablaðið - 01.05.2013, Síða 23
FUGLAR OG BLÓM Spennandi dagskrá verður í Grasagarðinum í vikunni. Á fimmtudaginn kl. 20 verður fjallað um aðferðir og vandamál við ræktun. Á sunnudag kl. 11 verður fjöl- skrúðugt fuglalíf skoðað á göngu um garðinn. Sjá nánar á www.grasagardur.is. NOTALEGT Það getur verið frábært að slappa af í sund- laugargarðinum. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Verð í tveggja manna herbergi kr. 94.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda. Upplýsingar í síma 588 8900 Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M) og kaffihúsa. Næturlíf eins og það gerist best. Riga Lettlandi Stórfengleg borg Beint flug frá Keflavík og Akureyri 26.-29. október DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Daði Guðjónsson hjá Úrval Útsýn segir að eftir hrunið hafi orðið mikil breyting í þessa veru og undir það tekur Tómas Gestsson hjá Heimsferðum. Báðir telja að rúmlega 30% Íslendinga velji ferðir þar sem allt er innifalið en síðan eru margir sem kjósa að hafa hálft fæði. „Það var ekkert um þetta fyrir hrun en jókst með falli krónunnar. Sérstaklega er það fjölskyldufólk sem velur að kaupa allt innifalið,“ segir Daði. „Það getur verið þægilegt fyrir fjölskyldur að vita fyrir fram hvað ferðin mun kosta og þetta borgar sig örugglega fyrir hjón með börn eða unglinga,“ bætir hann við. „Börnin suða um ís og drykki og þá getur verið notalegt að hafa allt innifalið í stað þess að taka stöðugt upp veskið.“ MISJAFN MATUR Bæði Daði og Tómas eru sammála um að þessi valkostur sé örlítið að ganga til baka, sérstaklega þegar pör eiga í hlut. „Það er gaman að fara út að borða og skoða mannlífið í leiðinni.“ Sömuleiðis eru þeir sammála um að fæðið á þeim hótelum sem eru með allt innifalið sé afar mismunandi, það fari eftir gæðum hótela. Þegar keypt er hálft fæði er oft hægt að fá það í hádeginu og fara síðan út að borða á kvöldin. „Mér finnst vera að aukast aftur að fólk velji íbúðir,“ segir Tómas. „Ef fólk dvelur í langan tíma verður það leitt á hótelfæðinu. Hins vegar hafa styttri ferðir aukist til muna eftir hrun. Á jaðartímum, vorin og haustin, er ódýrara að lifa á Spáni og þá er ekki mikill munur á því að vera í íbúð eða á hóteli með öllu inniföldu.“ ERU BARA Í HÓTELGARÐINUM Trausti Hafsteinsson, fararstjóri á Te- nerife, segir að tilhneiging þeirra sem kaupa ferð með öllu sé að fara lítið út fyrir hótelgarðinn. „Það er ekki mjög snið- ugt fyrir atvinnurekstur á svæðinu. Ég hef heyrt óánægjuraddir veitingamanna með þetta og séð með eigin augum að viðskiptin á veitingastöðum hafa minnkað talsvert eftir að hótelin fóru að bjóða þessa þjónustu. Við fararstjórar höfum bæði hitt fólk sem fer ekki út af hótelinu af ótta við að missa af einhverju sem það hefur borgað fyrir og svo hina sem hafa keypt allt innifalið en fara engu að síður líka út að borða.“ ÓÁNÆGJA Tómas segir að Spánverjar séu yfirleitt óánægðir með þetta fyrirkomulag, enda hefur veitingahúsum fækkað á sólar- ströndum. „Þetta „All inclusive“ varð fyrst til á eyjum í Karíbahafi en þá voru hótelin oft langt frá veitingastöðum. Síðan tóku Tyrkir þetta upp til að auka ferða- MEÐ ALLT INNIFALIÐ Á SÓLARSTRÖND SPARNAÐUR? Mjög hefur aukist að ferðamenn kaupi sólarferðir þar sem allt er innifalið í verðinu, jafnt matur sem drykkur. Um leið hefur veitingahúsa- rekstur á sólarströndum farið halloka í samkeppni við hótelin. FÆKKUN Samfara því að hótel á sólar- ströndum bjóða allt innifalið hefur veitingahúsum fækkað til muna. Sumir gestir fara aldrei út fyrir hótel- garðinn. MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.